Hveragerði
17.7.2008 | 08:27
Heima er best svo ég tali nú ekki um í blíðunni sem hefur verið undanfarna daga og ég í sumarfríi:
Handan hellisheiðar...falinn
Veruleikinn á sér stað
Eitt er ból, (að vera hvergi) í Hveragerði hér á þessum stað
Reykur einn og vart með talinn
Afturgengin hver ei kvað
Grýla heillin gaus úr bergi, hér á þessum stað
Eldar leika undir dalinn
Römm er taug hvert strá og blað
KveÐast á í fönn og fergi, hér á þessum stað
Inn ég geng í fjallasalinn
Hér eiga heima....hér eiga ból
Í hamrinum vættir
Álfar í hól
Í skálduðum steinum
Stuðlum og bergi
Borin er rísandi sól
Hér á ég heima ...hér á ég að
Hveri og gerði
sumar og sól
Hér er ég til í....... að fara hvergi
Hér á ég heima
Hér á ég skjól
(Magnús Þór Sigmundsson)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flott kvæði.
Knús á daginn þinn essgan. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 17.7.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.