Klaufdýrið og kærastan
24.8.2008 | 12:00
eru búin að vera í Tyrklandi síðasta hálfa mánuðinn en eru væntanleg heim á morgun. Gott að fá þau heim enda hefur verið með eindæmum hljótt í húsinu á meðan þau, þó aðallega hann sem gengur um eins og fílahjörð, hafa verið í burtu
Fín ferð hjá þeim þrátt fyrir að klaufdýrið hafi farið út með spelku á hendinni!!!! (hann er ekki klaufdýr fyrir ekki neitt)
Hann hefur getað tekið hana af sér ef það liggur mikið við? og hér er hann sem sagt spelkulaus:
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HIhiihihihihi ég kannast við þessa lýsingu synir mínir eru svona. Hávaðasamir og fyrirferar miklir.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 24.8.2008 kl. 15:06
Kippir í kynið!!!
Soffía Valdimarsdóttir, 24.8.2008 kl. 17:07
he he öll sæla tekur enda. En það er líka alltaf gott að fá sitt fólk heim
Ásta Lóa (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:47
Já alltaf gott að hafa ungana í námunda Hulda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 10:58
Verð ekki var við að börnin mín séu ekki heima. Þau eru svo yndislega hljóðlát og róleg. Sýna mikla tillitsemi við aldraðan föður og gæta þess í hvívetna að raska ekki ró hans. Brussugangur ekki til .Hafa aldrei skrámast hvað þá þurft að ganga með spelku né önnur hnjask tæki. Sí brosandi og endalaust ánægð með ákvarðanir föður og móður. Sinna öllum húsverkum með bros á vör ef ekki bros þá með eitthvert fallegt lag eftir einhvern af þjóðskáldunum. Hei hei vakna maður þú ert að skrifa uppúr draumi.
Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:02
Fallegt fólk sem þú átt þarna í Tyrklandi, Hulda Bergrós. Spelkulaust. Og þú orðin góð af fjandans frunsunni, vona ég.
kv úr Mosó
Sigurður Hreiðar, 25.8.2008 kl. 21:11
Þau eru komin heil heim þessar elskur, sæl og sætari
Fyrir ykkur áhyggjufullu þá er helvítis frunsan löggst í dvala þar til hún heltekur mig næst........................................þangað til
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.8.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.