Leynivinavika
15.9.2008 | 17:51
veit, veit ég var klukkuð af Kittý Sveins, en mig langar bara að segja ykkur frá Leynivinavikunni sem við stelpurnar í vinnunni vorum með í síðustu viku
Við vorum sem sagt með leyninvinaviku, og það er svo gaman það var svo mikið pukur og á hverjum degi að hugsa um eitthvað til þess að gleðja vin sinn, eitthvað sem passar honum.
Fórum á stað með að þetta ætti helst ekki að kosta neitt og það ætti að nota ímyndunararaflið eins og við gætum. Held að það hafi tekist nokkuð vel meðal annars voru prjónaðir sokkar, sultað og hvað þá meira
En þetta skilur eftir sig svo mikla gleði og tilhlökkun á að mæta í vinnuna að ég mæli svo eindregið með þessu.
Enduðum vikuna með pomp og pragt á föstudagskvöldið grilluðum saman og þá kom í ljós hver var vinur hvers (við erum náttúrulega allar vinkonur)
Tekið var á móti öllum með fordrykk og svo fengu allar gjöf þegar leynivinurinn opinberaði sig
Hér er ég með mínum leynivinum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sniðugt ! Gaman að svona uppákomum. Hressir - bætir og kætir.
Hlejarinnar knús úr sveitinni.
JEG, 16.9.2008 kl. 11:31
Já ég held að svona leikir hnýti fólk betur saman, þetta er aldeilis frábært.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 13:01
Oh.. mig langaði SVO að koma.. Lá heima í móki með tæplega 39 stiga hita :(
Kittý Sveins, 18.9.2008 kl. 22:05
Þetta er hrein snild. Vildi að svona væri hægt á fleiri vinnustöðum en það er erfitt þegar leikurinn er maður á mann. hi hi
knús og kram
kv. Ásta Lóa
Ásta Lóa (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.