Án titils

ef ég væri ekki svona andlaus þessa dagana þá bloggaði ég með titli W00t

En ekki það að ekkert hafi gerst í lífi mínu, heldur er búið að vera meira en nóg að gera, sem betur fer því annars hefði mér bara leiðst Wink

Erum að setja lokahönd á framkvæmdirnar og bara alveg rosalega ánægð (jú örugglega innlits útlits myndir um leið og ég finn hleðslutækið fyrir myndavélina)

Það eru nú átta ár síðan við fluttum inn og kannski löngu komin tími á þessar framkvæmdir en kannski sem betur fer því fyrir vikið erum við miklu ánægðari HeartGóðir hlutir gerast hægt, nota bene nema hjá stjórnmálamönnum þeir bara haarda ( ný sögn í íslensku yfir að gera ekki neitt)

Já nú fatta ég fyrirsögnin hefði átt að vera ég hef ekkert haardað undanfarið Smile Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já stundum er maður bara ekki í blogg-gír svo alltí einu hrekkur maður í gír og æðir í einskonar bloggæði um í marga daga hehehehehe.....

Knús og klemm úr sveitinni. 

JEG, 20.10.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá ykkur að vera búin að drífa þetta af.  Það verður bið hjá mér að rútta út og laga, fyrst við vorum ekki búin að því.  Nú er best að hreyfa engu meðan ástandið er svona.  Það verður bara að hafa það.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:25

3 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Án titils er gríðarlega smart. Gefur í skyn eitthvað órætt og dýpkar, útvíkkar.............

Soffía Valdimarsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 18:23

6 identicon

He he mér datt í hug bókartitillin Karitas kona án tiltils og að þú ætlaðir að fara tjá þig um hana.... beið spennt... En flottur tiltill

En góðir hlutir gerast hægt og undan farin ár hefur verið svo erfitt að fá iðnaðarmenn, þeir hafa verið of upptekknir í stórum verkum en ekki smáum. Svo nú er þinn iðnaðarmaður á kannski lausu eitt augnablik og hefur tíma fyrir heimilið sitt..... 

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband