Verum jákvæð
12.11.2008 | 21:33
Finndu í dag fimm kosti sem þú getur hrósað maka þínum, börnum og vinum fyrir
Maki minn er:
þolinmóður, skemmtilegur, hvetjandi, uppátækjasamur í jákvæðum skilning og tryggur
Strákarnir mínir:
einstakir, glaðlegir, hjálpsamir, duglegir og skemmtilegir
Vinir mínir:
eru hver öðrum skemmtilegri, raungóðir, gjafmildir, hafa góða nærveru og eru til staðar
Uhm þetta var ekkert erfitt, eða hvað finnst þér?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góð ábending.
En Hannes þolinmóður - missti ég af einhverju ? :) :)
Soffía Valdimarsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:56
á miðað við mig sko
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:17
Já þetta vill ansi oft gleymast. Knús
JEG, 13.11.2008 kl. 16:23
Snjallt hjá þér að koma orðinu gjafmildir að, er afmæli framundan?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.11.2008 kl. 00:10
Minn karl er hjálplegur við krakkana, hann er duglegur að taka til, og ljúfur og oftast í góðu skapi. Hefur fallegt bros.
Úlfur er rosalega duglegur að elda mat, og hann svæfir oft Hönnu Sól á kvöldin. Hann er með níu og tíu í öllum einkunum. Og rosalega ljúfur.
Hanna Sól er dúlla, ljúf, sæt og góð, hefur gaman af að skipuleggja hlutina..
Ásthildur er knúsírófa, skapmikil, en ástrík og heillandi lítil stúlka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2008 kl. 09:53
Högni minn það er líka hægt að vera gjafmildur "án gjafa" og fjörutíu árin eru komin á þessu ári
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.11.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.