vá 12 dagar liðnir

af aðventunni og fólk er farið að hringja í mig ??????  Varfærnislegar spurningar á við er ekki allt í góðu, er ekki allt gott að frétta allir hressir...og ég ekki að fatta þetta W00t fyrr en Sigga frænka hringdi í gær og sagði:

ÞÚ HEFUR EKKERT BLOGGAÐ Í MARGA DAGA ER ALLT Í LAGI MEÐ YKKUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ekki er ástæðan fyrir því að liggi yfir skruddum, nei ég er búin að hafa það svo náðugt prjóna, hlusta á góða tónlist, sauma pínu og prjóna svo meira, semja jólavísu, fara á jólhlaðborð, fimmtugsafmæli, dömujólaglögg svo er það fertugsafmæli á morgun og brunch á sunnudag með gömlum góðum og þeirra mökum og afkvæmum, koma svo jólakortunum í póst ásamt jólapökkum til Færeyja.....

Ég hreinlega elska þennan tíma og systir mína líka sem á STÓRAN dag á mánudag, hún bauð til veislu um síðustu helgi og hérna erum við

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þú ert svo mikið jólabarn - en hrikalega sætar systur!

Soffía Valdimarsdóttir, 13.12.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: JEG

Flottar.

Knús og kveðja úr sveitinni. 

JEG, 13.12.2008 kl. 20:41

3 identicon

já það er gott að hafa nó að gera á aðventunni. Að ég tali nú ekki um að sitja og prjóna og njóta tónlistar ÞAÐ ER BARA ÆÐI.

knús og kreist ....

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elskuleg mín, flottar saman þarna.  Ég vona að tölvan mín komist fljótlega í lag, er að verða leið á því að geta ekki verið almennilega í sambandi við ykkur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sennilega myndi ég þekkja ykkur á af ættingjum ykkar ef ég rækist á ykkur í eigin persónu.

Kveðja úr Mosó.

Sigurður Hreiðar, 16.12.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband