Í dag er ég döpur

Döpur yfir ástandinu

döpur yfir því hvernig er komið fyrir litlu dugmiklu þjóðinni minn

döpur yfir því að allir gleymdu sér í góðærinu, sváfu á verðinum, því hér var allt svo gott og hér leið öllum svo vel. Of vel, að í febrúar treysti sér enginn til að rísa upp og segja eitthvað óþægilegt, eitthvað sem kæmi okkur úr jafnvægi vellíðunnarinnar. Eitthvað ljótt og vont.

Í dag er ég döpur yfir því að enginn sé tilbúin að STANDA UPP segja okkur sannleikann, hversu ljótur og óþægilegur sem hann er.

Ég er döpur af því að ég held að hér finnist ekki sá leiðtogi sem við þurfum nú á ögurstund, en ef þú ert þarna STATTU UPP segðu okkur sannleikann, því fyrr því betra, er að fá drulluskítugu tuskuna í andlitið svo við getum byrjað að þrífa upp óþverran.

Öðruvísi er ekki hægt að gera hreint fyrir nýja tíma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ææææji - ekki vera svona leið. Auðvitað er ástandið fúlt, en þá er bara að horfa á hina hliðina og "sjá ljósið".

Ég held að alltaf sé hægt að finna eitthvað skemmtilegra að hugsa um. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já suma daga er maður leiður, það er bara eðlilegt miðað við allt.

En jú jú við eigum fullt af góðu fólki. Málið er bara að spillingin er svo útbreidd að ég veit ekki hvort gott fólk getur fótað sig í slepjunni.

Hertu upp hugann, það eina sem við vitum fyrir víst er að lífið heldur áfram.

Soffía Valdimarsdóttir, 22.1.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband