Hugmyndin mín
23.2.2009 | 16:53
Fékk tölvupóst og tel mig knúna til að útskýra mína þjóðbúningahugmynd.
Hún vaknaði dag einn í janúar þegar ég fór til mömmu, í fórum sínum hafði hún upphlut sem hún hafði saumað á mig árið 1974. Þó svo að ég eigi ekki dóttir, þá heldur hún mamma að það sé möguleiki á því, seinna (miklu seinna) að ég eignist sonardóttir og vildi endilega láta mig hafa þjóðbúningin minn.
Hann lítur svona út
Vildi svo vel til að skotthúfan var prjónuð á fullorðinshöfuð, þannig hún passar mér.
Vinnan ákvað svo að halda þjóðlegt þorrablót, svo ég fór að leggja höfuð mitt í bleyti og sá að á þeim stutta tíma sem ég hefði tækist mér ekki að sauma á mig sjálfa upphlut.
Fyrir það fyrsta kann ég það ekki og það sem mér fannst sorglegast er að það þarf að fara á nokkur námskeið til þess að það sé hægt. Ekki nógu aðgengilegt því miður.
Þannig ég ákvað, með skotthúfuna í höndunum að gera eitthvað sem væri með þjóðlegu ívafi og passaði skotthúfunni minni.
Lengi hef ég haft augastað á tilbrigðin við færeyeska búningin, sem lítur svona út
Úr varð, að því ég kann að prjóna, þessi hérna, sem er kannski meira skyld þeim færeyska en þeim íslenska, en þjóðleg var ég og þetta passaði skotthúfu minni og var ég bara nokkuð montin af sjálfri mér og glöð fyrir þá aðstoð sem ég fékk
Hún kannski sést betur hér
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
Mjög flott, af hverju getum við ekki notað hugmyndaflugið til að gera okkar eigin þjóðbúninga? Við erum jú þjóðin ekki satt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2009 kl. 11:42
Vá flott
Knús og kveðja
JEG, 26.2.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.