Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Innansveitarkrónikan

og af skólamálapólitík hér í 810. Hér í 810 er rekin fyrirmyndarskóli Grunnskólinn í Hveragerði hann hefur eflst og stækkað á undanförnum árum. Ég tel mig þekkja skólann "okkar" ansi vel þar sem ég er búin að fylgja eldri syni mínum allan grunnskólann og hálfnuð með að fylgja þeim yngri. Þar hef ég starfað í öflugu foreldrafélagi, bæði sem tengill, setið í stjórn foreldrafélagsins, ásamt því að vera áheyrnarfulltrúi í skólanefnd og síðast en ekki síst FORELDRI.

Skólinn hefur breyst á þessum 14 árum og bara til hins betra, nú þykir kennurum eftirsóknarvert að starfa við skólann. En það þykir líka jafnáhugavert að vera aðstoðarskólastjóri þar. Nú á vordögum var ráðin einn slíkur í viðbót við þann sem fyrir var. 

Með fullri virðingu við þann sem leysti af, (hef ég bara gott af honum að segja) þá tel ég hvorki hagsmunum skólans né fjármunum bæjarnis vel varið með því að hafa einn skólastjóra og tvo aðstoðarskólastjóra á fullum launum. Hefði talið fjármunum bæjarns betur farið að styrkja skólann með öðrum hætti. Ég undrast á því að þegar tekjur bæjarins fara að meirihluta í rekstur skólans að svona sé að málum staðið.  Ég undrast einnig yfir því að ekki sé búið að tilkynna foreldrum frá ráðningunni með fréttabréfi, því okkur varðar málið alveg jafn mikið og starfsfólki skólans.

Ekki "bruðla" með peninga, notum þá heldur í það SEM OKKUR ER NAUÐSYNLEGT en ekki í það sem VIÐ HÖLDUM AÐ OKKUR VANTI


Góðar bækur !

Eins og það er gott að lesa góða bók þá hefur farið helst lítið fyrir því hjá mér undanfarið FootinMouth þar sem ég hef verið með trýnið ofan í námsbókunum Halo Vel á minnst þá náði ég báðum prófunum  Smile

En mig langar að benda ykkur á EINSTAKAR bækur sem vert er að skoða og ég skal lofa ykkur að þær taka ekki mikinn tíma frá ykkur  W00t GÓÐA SKEMMTUN 

Flöskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen

Stjórnmálaflokkur sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson

Tískuhandbók tölvufræðings

Framfarir í mannréttindamálum í Kína 

Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson 

Villtu árin - eftir Geir Haarde 

Hvernig halda á formannssæti - eftir Össur Skarphéðinsson

Félagatal Framsóknarflokksins

Kúnstin að vera krúttilegur - eftir Gunnar Birgisson

Vinsælustu lögfræðingar landsins 

Hvernig bjóða á útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon

Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson

Hafarnaruppskriftir - Náttúruverndarsamtök Íslands

Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson 

Það sem mér líkar í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon 

 


Er ekki tímasetningin á hreinu !!!!!!

Ég veit ekki hvort það er bara ég Errm en er ekki komið SUMAR svona týpískt íslenskt Frown

Hvers vegna í ósköpunum erum við konur með tvær hendur !!!!

Ef þið vitið ekki svarið nú þegar er önnur fyrir símann og hin fyrir kreditkortið LoL

Fánabrengl í Hveragerði

Þessa frétt var að finna á síðum DV í vikunni : Aðfaranótt kjördags hljóp hrekkur í Hvergerðinga. Einhver hafði tekið sig til og flutt flokksfána á milli kosningaskrifstofa. Þegar frambjóðendur á lokaspretti mættu á kosningaskrifstofurnar hékk fáni Vinstri grænna við skrifstofu Sjálfstæðisflokks, vinstri græn höfðu breyst í Samfylkingingu, frjálslyndir voru orðnir af framsóknarmönnum og þannig koll af kolli. Framsóknarmenn töldu það morgunljóst að þarna væri á ferðinni fyrrum frambjóðandi Vinstri-grænna sem gengið hafði til liðs við Frjálslyndaflokkinn. Frjálslyndir töldu það aftur á móti að Framsóknarmenn hlytu að vera sökudólgarnir !!!!!!!!!! 

En þar sem ég veit betur var þetta saklaust grín nokkurra óflokksbundna ungra manna sem voru að kjósa í fyrsta skipti og fannst kosningabaráttan heldur dauf.  Þeir ákváðu upp á sitt einsdæmi að hressa aðeins upp á hana. Þetta er bara fyndið þeir skemmdu ekkert og meiddu engan HAHAHAHAHHA


Á leið í próf

hef hins vegar áhyggjur að áreitið í þjóðfélaginu geti haft áhrif á niðurstöðu mína sem og annara sem þreyta próf þessa dagana Gasp Prófið sem ég fer í í dag er HEILBRIGÐISFRÆÐI spurningarnar gætu hljóðað eitthvað á þessa leið : Skilgreindu hugtakið heilbrigði og hvað er bólusetning ???? Svörin gætu hins vegar orðið á þess leið : Mismunandi skilningur er á hugtakinu heilbrigði, það fer oft eftir aldri, kyni, búsetu og hugmyndum fólks um heilsufar og fer það oft eftir hvort það er XB, XD, XF, XI, XS eða XV Pinch Bólusetning er hins vegar eitthvað sem allir Íslendingar þurfa á að halda eftir TAP Í JÚRÓVISJÓN Pinch það þarf að bólusetja alla fyrir þessari keppni því við virðumst ekki hafa skilning á tapinu, því alltaf erum við með BESTA lagið og FLOTTASTA flytjandann en vinnum aldrei !!!!!! Þá er bóluefni sem í eru dauðir eða veiklaðir lagahöfundar sprautað í HEILBRIGT fólk og bóluefnið örvar framleiðslu mótefnis og myndun JÚRÓVÍSJÓNS æði Crying ef við líkaminn verður svo fyrir lifandi JÚRÓVISJÓN æði kemur hann í veg fyrir að það taki sig upp !!!!!!!

þESS VEGNA BIÐ ÉG ALLA KENNARA SEM YFIRFARA PRÓF Á NÆSTU DÖGUM AÐ TAKA TILLIT TIL ALLS ÞESS ÁREITIS SEM NÁMSMAÐUR HEFUR ORÐIÐ FYRIR Á UNDANFÖRNUM DÖGUM 


Krónískur sjúkdómur

Unglingurinn á heimilinu (eða öllu öllu heldur ungi maðurinn) er haldin krónískum sjúkdómi W00t hann erfist ekki frá föður til sonar heldur beint frá móður (a.m.k. í þessu tilviki) Sjúkdómurinn felst í að tala sem mest um tegundir, árgerðir, keilur, hestöfl, liti, áferð, og GTi, V6, iii  og svo romsar hann út úr sér tölum sem minna einna helst á tölurnar á strikamerkjum Pinch Allir hlustendur eru vel þegnir og skiptir þá engu hvort þú getir tekið þátt eða ekki Sleeping Svala verður þörfinni á sjúkdómum með því að eiga ekki sama eintakið of lengi Halo   Hann er ennþá bara 18 og hefur þegar átt þrjú eintök Pinch og er strax farin að huga af því fjórða Pinch Ekki höfum við fundið viðeigandi lækningu fyrir drenginn en allar upplýsingar eru vel þegnar. Sjúkdómurinn hefur reyndar fengið nafnið BÍLADELLA  og hann er víst ekki sá eini á landinu og heldur ekki í minni fjölskyldu Shocking

Bætur og SVARTIR peningar svona korter í kosningar

Ég hef oft velt þessu fyrir mér AF HVERJU ERU BARNABÆTUR ???? Er svona slæmt að eiga börn á Íslandi að ríkið þarf að bæta okkur það upp með greiðslum !!!! Fyrir utan að það er ekki nokkur leið, fyrir venjulegan leikmann, að skilja hvernig þær eru reiknaðar út !!!! Því yngra sem barnið er því hærri bætur, því eldra sem barnið verður því minni bætur !!! Rangt það veit það hvet einasta foreldri að kostnaður (ef við hugsum okkur kostnað út frá þörfum barnsins) að hann eykst því eldra sem barnið verður. Ef ríkið myndi HÆTTA já hætta að greiða út barnabætur og leyfa börnunum að njóta þess í staðin í öðru formi eins og fríar bækur í framhaldsskóla, tónlistarnámi, íþróttum eða BJÓÐA BÖRNUM AFTUR UPP Á FRÍAR TANNLÆKNINGAR. Því ég held að í fæstum tilvikum njóti börnin BARNABÓTA.

 Það sama á við um VAXTABÆTUR HALLÓ !!!!! Af hverju eru ekki vextir LÆKKAÐIR  og stimpilgjöld afnumin og stað þess að borga HÆRRI vexti af húsnæðislánum og fá svo VAXTABÆTUR fyrir að borga OF HÁA VEXTI !!!!!!!

Annars er ég á því að skattur á að vera 10% af ÖLLU engar undanþágur (ekki einu sinni fyrir sjómenn)allir greiða sína tíund og þá hverfa SVARTIR PENINGAR sem ganga manna á milli í öllu þjóðfélaginu án þess að greiddur sé af þeim skattur. Ég veit ekki hvað framjóðendur eru að hugsa það vita ALLIR að SVARTIR peningar eru í mikilli umferð hér á landi en ÞAÐ ER EINS OG ENGINN VILJI TALA UM ÞAÐ. Ástæðan er eflaust sú að allir hafa einhverntímann þegið SVARTA peninga eða jafnvel greitt fyrir vinnu með SVÖRTUM peningum.... og hver kastar steini sem býr í glerhúsi ??????? Sjálfsagt er hver og einasti ráðamaður þjóðarinnar fengið MANNESKJU í hin ýmsu viðvik heima fyrir, vegna anna í starfi, það er af hinu góða. En vegna þess hve launin samkvæmt taxta eru lág og of mikið umstang í kringum svona SMÁVÆGILEGA upphæð kemur það sér miklu betur fyrir alla að greiða SVARTA peninga !!!!!!! Ráðmenn eru alltaf svo lengi að kveikja á perunni það hálfa væri nóg !!!!!!! Ég veit stundum ekki í hvaða heimi þeir lifa en oft mætti halda að þeir væru RAUNVERULEIKAFYRTIR.

Og aðeins að biðlistum á BUGL !!!!!!! Það geta allir sagt sér að ef 150 börn eru á biðlista inn á unglingageðdeild er víða pottur brotin HEIMA hjá okkur !!!!!!! 

En ekki veit ég hvað kjósa skal 12.maí því mér finnst vanta róttækar breytingar í skattamálunum en ÞAÐ ER ENGINN SEM ÞORIR Undecided Ég tek ekki mark á lækka skatt hækka persónuafslátt. Ég er líka hissa á hve margir ætla ekki að fara á kjörstað BARA NENNA EKKI AÐ KJÓSA Sjálf er ég alin upp við að nýta atkvæðisrétt minn og það geri ég ALLTAF En ég held að frambjóðendur ættu að skoða sinn gang. Ég hefði kannski átt að stofna stjórnmálflokk svona rétt fyrir KOSNINGAR !!!!!!!!!!!!!


Megrunarlausi dagurinn.....

er í dag Grin ég hoppaði hæð mína eftir að hafa lesið það mogganum Wink rauk upp til handa og fóta ÓÐ í pizzakassann sem stóð á eldhúsborðinu síðan á föstudag Tounge og sá mér til ómældrar ánægju að þar lá ein sneið af hvítlaukspizzu Smile skellti henni í örbylgjuna setti síðan dass af kransæðarsósu Wink og hellti kók í glas Pinch naut þess að japla á HÁLFSEIGRI pizzunni og fékk mér síðan viðeignda eftirrétt Wink Nóa kropp og kaffi og hugsaði með mér ÞAÐ ÞYRFTI EINN SVONA DAG Í MÁNUÐI Pinch

Þunnur dagur !!!

Sumir dagar eru þynnri en aðrir Halo sérstaklega geta laugardagar og stundum sunnudagar verið svolítið þunnir Shocking Það á einkum við þegar kvöldið áður hefur verið með líflegra móti Smile eins og gærkvöldið reyndist hjá mér. Við hittumst hér í Klettahlíðinni nokkrar samstarfskonur að kveðja Crying tvær yndislegar manneskjur sem hafa unnið með okkur um nokkurt skeið. Þær halda nú á vit nýrra ævintýra önnur þeirra vestur í Djúp og hin hún Álný okkar ætlar að fara austur á firði að rækta ÁL Errm enda það víst mun betur borgað en að þjóna og sinna fólki á dvalarheimili Blush Ég hugsa stundum að það væri eflaust betur borgað ef við myndum taka GAMALT ÁL Í VISTUN Á  Í STAÐIN FYRIR GAMALT FÓLK FootinMouth En við skemmtum okkur konunglega og létum meir að segja gott af okkur leiða þar sem Lions klúbbur 810 var með dansleik til styrktar Skátafélaginu Strók (aðstaða þeirra sprakk með látum á gamlársdag hérna um árið) Svo við örkuðum á dansleik og gengum heim í nótt ÞVÍ EINU SINNI SKÁTI ÁVALLT SKÁTI og létum ekki norðangoluna angra okkur Happy En æi í staðin FÆ ÉG ÞUNNAN DAG Í DAG Halo

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband