Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Lukkunar pamfíll

þeir sem okkur þekkja vita að ég hef fengið ófá skilaboð í gegnum tíðina að koma á slysvarðastofuna eða það þurfi að fara á slysvarðstofuna með klaufdýrið eða rafvirkjann.

Í tvö skipti hef ég orðið skelfingu lostinn, þegar skilaboðin hafa borist mér, í fyrra skiptið þegar ég fékk skilaboð um að strákarnir mínir allir væru á slysó eftir að bíllin hafði oltið og seinna skiptið þegar kveiknaði í hjá hjálparsveitinni, vitandi að klaufdýrið mitt var þar inni.

Ég var því pollróleg í dag þegar hringt var í mig úr skólanum og mér sagt að gulldrengurinn minn hefði dottið. Reyndar er mér sagt að það sé búið að hringja á sjúkrabíl.

Þegar ég kem svo niður í skóla liggur hann á jörðinni, tveir kennarar hjá honum og hann með allar yfirbreiðslur sem fundust í skólanum ofan á sér, svo honum yrði ekki kalt. Gat sig ekki hreyft.

Mömmuhjartað mitt tók svakalegan kipp þar sem ég sá strákinn minn, hugsanir sem þutu í gegnum huga minn, var þetta alvarlegt, mjög alvarlegt, skyldi hann, þessi mikli íþróttaálfur geta gengið í framtíðinni eða var þetta vendipunkturinn, það er akkurat svona sem hlutirnir gerast.

Sjúkrabíllin kom og með honum frábærir sjúkraflutningsmenn, við fórum á Sjúkrahúsið á Selfossi og þar voru myndir teknar af bakinu hans og guð sé lof hann var bara tognaður.

Veit ekki hvaða lukkudufti er stráð yfir okkur en ég er mjög þakklát fyrir það Halo

þessi viðeigandi það er í lagi með mig Heart


Gott frí

Fórum með stuðboltunum upp á Apavatn um helgina. RSÍ á þar stóran og góðum bústað og það væsti ekki um okkur, í góðum félagsskap, frábæru veðri, etið, drukkið, sungið og spilað

Svona var veðrið þegar við vöknuðum á laugardagsmorgun

Við vorum fullviss að það væru apar við vatnið, þegar við sáum þennan

allir fengu eitthvað að borða

svo var spilað

á spil

og gítar

líka snoker

og mig langar að þakka stuðboltunum og fjölskyldum þeirra fyrir frábæra helgi, því nú fækkar þeim óðum þar sem rafvirkinn er að skipta um vinnu í nóvember !


Áttu kú?

SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo
allri
mjólkinni.

HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú
hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein

SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.

BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við
fjórar
kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún
datt niður
dauð.

ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í
gervifyrirtæki
mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði
þannig að
þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til
viðbótar.
Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en
leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7
kúnum.
Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til
viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum
stjórnmálamanni og
átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í
hlutafjárútboði.

FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess
að þú
vilt eiga þrjár kýr.

JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða
tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju,
"Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim.

ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í
mánuði og
mjólka sig sjálfar.


ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.

RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í
lágmarki og
blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá
stöðunni eins
og hún er í raun og veru.

INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.

BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.

Án titils

ef ég væri ekki svona andlaus þessa dagana þá bloggaði ég með titli W00t

En ekki það að ekkert hafi gerst í lífi mínu, heldur er búið að vera meira en nóg að gera, sem betur fer því annars hefði mér bara leiðst Wink

Erum að setja lokahönd á framkvæmdirnar og bara alveg rosalega ánægð (jú örugglega innlits útlits myndir um leið og ég finn hleðslutækið fyrir myndavélina)

Það eru nú átta ár síðan við fluttum inn og kannski löngu komin tími á þessar framkvæmdir en kannski sem betur fer því fyrir vikið erum við miklu ánægðari HeartGóðir hlutir gerast hægt, nota bene nema hjá stjórnmálamönnum þeir bara haarda ( ný sögn í íslensku yfir að gera ekki neitt)

Já nú fatta ég fyrirsögnin hefði átt að vera ég hef ekkert haardað undanfarið Smile Wink


Krónan féll

í hádeiginu í dag, ég var alveg miður mín og gat ekki með nokkru móti borðað hádeigismatinn minn og ég get svarið það það var svikin héri og ég sársvöng.

Ég vafði þessari elsku í pappír hringdi svo í tannlækninn minn og fékk að koma seinnipartinn í dag, hann gat tjaslað henni aftur á en gat ekki sagt mér hvað hún á langt eftir Frown

Held að ég sé með efnahagskreppu í kjaftinum Pinch


Færeyingar eru fyndnir

og gera grín af sínum stjórnamálamönnum rétt eins og við, munið eftir Högna Hoydal sem nýverið sprengdi færeysku stjórnina, hann átti að hafað skipt um skrá á herbergi í þinghúsinu. Í dag segja þeir þetta um hann:

Løgni Hov-hovdal í heita stólinum:

Starv:
- Fyrrverandi lásasmiður

Yndismatur:
- Kúbein og fílabein

Besta bók, tú hevur lisið:
- Allar lyklaskaldsøgur

Yndisfilmur:
- Ben Hurð

Besta útlendska orkestur:
- The Doors

Besti føroyski sangari:
- Jóan Petur á STONGunum

Besti drykkur:
- Durasnapsur

Yndisljóðføri:
- Keyboard

Hvørja lóg, vildi tú helst broytt?:
- Upplatingarlógina

Hvønn søguligan persón, vildi tú helst hitt?:
- Lásarus

Hvat elskar tú, at øsa teg um?:
- Borandi journalistikk

Teir bestu handlarnir í Føroyum:
“Brotið” og “Inn”

Á meðan bankarnir hafa fallið

höfum við haft nóg að gera Smile búin að vera leggja parket og á meðan höfum við verið netlaus og nánast sjónvarpslaus Wink kannski sem betur fer

Þetta gekk alveg frábærlega enda eigum við góða vini

jú jú fullt af ryki og drasli sem fylgir þessu

héldum nú samt smá kaffiboð fyrir þann tvítuga

lentum svo í þessu

það var náttúrulega bara lagað

síðasta spýtan jú og rykið í hámarki

En nú eigum við bara eftir að mála Tounge


6.okt

er klaufdýrið og mömmustrákurinn tvítugur Whistling
Til hamingju með daginn

Mannst þú?

Það er notalegt að muna. Að kíkja aðeins á fortíðina vekur upp skrýtna öryggistilfinningu. Hvernig væri að rifja upp hvernig þú varst í gamla daga?

Þetta er stjörnuspáin mín í dag má bjóða ykkur að deila minningum?


1.október

Bróðir minn Daníel hefði orðið 48 ára í dag, blessuð sé minning hans


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband