Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Nú árið er liðið
30.12.2008 | 21:00
í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka......................... hjúkk var farin að hafa áhyggjur af því að á miðnætti annaðkvöld mundi allt endurtaka sig.
En árið hefur verið erfitt, sárt, gleðilegt, hlægilegt, yndislegt, grátlegt, broslegt það hefur verið kalt, heitt, rigning, snjór, sól, logn og rok, allt þar á milli ef það er hægt.
Umfram allt á ég frábæra fjölskyldu, yndislega vini, vinnufélaga, nágranna, bæjarfélaga ( og bloggvini) sem hafa gefið mér margt og gert mig að því sem ég er í dag
Ég er ánægð með mig og mína á þessum tímapunkti, get ekki sagt það sama um ástandið á Íslandi en í hjarta mínu vona ég að við Íslendingar réttum úr okkur og fáum fólk við stjórnvöldin sem þora, geta og vilja.
Þakka allar fallegu jólakveðjurnar og óska ykkur velfarnaðar á nýju ári með ástarþakkir fyrir liðnar og ljúfar stundir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólin 2008
25.12.2008 | 08:54
Jólin 2008
Kæru vinir og vandamenn
Fjörug og fertug orðin erum
Færeyinga við sóttum heim
gleði og góðvild nú við berum
því góðærið er liðið geim
Jólakveðjur
Hannes, Hulda,Kristján og Stefán Þór
Gleðileg jól
24.12.2008 | 12:16
Yndislegt líf
18.12.2008 | 09:54
Gulldrengurinn var að fara á litlu jólin hjá yngsta stigi nú í morgun og ætlaði að leika Sekkjastaur, ég sem er í sumarfríi í dag fór náttúrlega að spyrja hann svona jólasveinaspurningar eins og hvar eigið þið heima osv. hann verður nú ekki í vandræðum með það eftir svörin sem ég fékk.
Þegar ég spurði hann í hvaða fjalli þeir ættu heima sagði hann: hvað heldur þú að ég muni það ég sem er sjöhundruð og eitthvað ára gamall
En hljóp út með myndavélina áðan það er svo jólalegt hérna hjá okkur
Á sunnudaginn hittum við góða og gamla vini í aðventubröns og við eigum fallegustu og yndislegustu börn á Íslandi, þau hafa ekki hist oft en voru ekki í vandræðum með það eins og sjá má
og svei mér ef við eigum bara ekki myndarlegustu kallana líka
En dagarnir líða hratt þegar mikið er að gera og það á við um mína vinnu, á svo stóru heimili sem Ásbyrgi er, er í mörg horn að líta fyrir jólin en við gleymum ekki að skemmta okkur og í vikunni var haldið harmónikkuball sem tókst með eindæmum vel
Veit að lífið er ekki alltaf auðvelt en við megum ekki gleyma að brosa, gleðjast og skemmta okkur
Þar sem ég var í fertugsafmæli á laugardagskvöldið síðasta þar sem Baggalútur heillaði alla læt ég grátbroslegan húmor þeirra drengja fylgja með
ÞAÐ KOMA VONANDI JÓL
Allflestar útgönguspár
eru á eina lund;
þetta var skelfilegt ár.
Hér út við heimskautsins baug
hnípin þjóð þráðbeint á höfuðið flaug.
Allt þetta útrásarpakk
át á sig gat
svo loftbólan sprakk.
Nú eru lífskjörin skert, mannorðið svert,
Hvað hafið þið gert?
Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við skellum könnu upp á stól
og Sollu í kjól.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir verðbólguskot
þjóðargjaldþrot.
Við áttum íbúð og bens
og orlofshús.
Allt meikaði sens.
Góðgerðir gáfum og blóð
greiddum í dulítinn séreignasjóð.
En nú er allt þetta breytt og eftir er
nákvæmlega ekki neitt.
Já nú er útlitið dökkt
ljósið er slökkt
og við erum fökkt.
Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Þó vanti möndlu í graut
og amerískt skraut.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir háðung og smán
myntkörfulán.
Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við étum á okkur gat
af innlendan mat.
Og þrátt fyrir allt
misnotum sykur og salt.
Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við krössum afmælið hans
heimslausnarans.
Því að þrátt fyrir allt
drekkum við mysu í malt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
vá 12 dagar liðnir
12.12.2008 | 22:39
af aðventunni og fólk er farið að hringja í mig ?????? Varfærnislegar spurningar á við er ekki allt í góðu, er ekki allt gott að frétta allir hressir...og ég ekki að fatta þetta fyrr en Sigga frænka hringdi í gær og sagði:
ÞÚ HEFUR EKKERT BLOGGAÐ Í MARGA DAGA ER ALLT Í LAGI MEÐ YKKUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki er ástæðan fyrir því að liggi yfir skruddum, nei ég er búin að hafa það svo náðugt prjóna, hlusta á góða tónlist, sauma pínu og prjóna svo meira, semja jólavísu, fara á jólhlaðborð, fimmtugsafmæli, dömujólaglögg svo er það fertugsafmæli á morgun og brunch á sunnudag með gömlum góðum og þeirra mökum og afkvæmum, koma svo jólakortunum í póst ásamt jólapökkum til Færeyja.....
Ég hreinlega elska þennan tíma og systir mína líka sem á STÓRAN dag á mánudag, hún bauð til veislu um síðustu helgi og hérna erum við