Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Óábyrg fréttamennska
5.6.2008 | 17:09
Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 í gær með þessari frétt sinni:
Suðurlandsskjálftahrinunni er ekki lokið og menn eiga að vera viðbúnir jafnstórum eða stærri skjálfta og varð í síðustu viku, nær Reykjavík, segir Páll Einarsson prófessor. Hrikalegar jarðsprungur, allt upp í þriggja metra breiðar, hafa komið í ljós ofan Hveragerðis.
þarna eru fréttastofurnar að gera lítið úr starfi Rauða krossins undanfarna daga. Þar sem Rauði krossinn hefur veitt fjölda fólks áfallahjálp vegna jarðskjálftana. Hvorki almannavarnir né veðurstofan hafa gefið frá sér tilkynningu um slíkt enda er einungis verið að hræða fólk með svona fréttamennsku.
Og þótt von sé á slíkum skjálfta, veit enginn hvort þeir komi næstu daga eða á næstu 10-30 árum, er þá ekki betra að vita ekkert um það.
Mamman stolt
4.6.2008 | 18:12
af drengjunum sínum þessa dagana. Gulldrengurinn kom heim með þessar líka fínu einkannir í gær og klaufdýrið mitt hefur verið á fullu með hjálparsveitinni.
Hér er mynd af honum þegar hann fór ásamt þremur öðrum upp á Reykjafjall að skoða og mæla sprungur sem þar hafa myndast hér má sjá fleiri myndir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ég verð sem sagt syfjuð
2.6.2008 | 23:34
enn einn daginn í röð. Það er eins og að hrinurnar koma á kvöldin svona rétt um það bil sem maður ætlar að fara að sofa. Þær gera það að verkum að maður kemur sér ekki í rúmið, því það gæti alltaf komið einn í viðbót.
Enn einn syfjudagurinn framundan
![]() |
Eðlileg skjálftavirkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skyldu margir vera á þessari skoðun?
1.6.2008 | 11:01
Rakst á þessa athugasemd á bloggflakki mínu, og mér er spurn skyldu margir vera á þessari skoðun?
Mér finnst fáránlegt að fólk skuli leyfa sér að vera að væla yfir þessu þar sem ekkert mannfall var á svæðinu. Fréttirnar láta eins og það hafi lent atómbomba á suðurlandi og tekur viðtöl við fólk sem vælir yfir því að diskar hafi brotnað og sprungur hafi komið í hús. svo vill það fá áfallahjálp yfir því að hafa misst veraldlega hluti, þvílik hræsni. Ríkisstjórnin nýtti sér tækifærið og ætlar setja 100 mill í einhverja neyðarhjálp og búðir, hræsni til að ná í atkvæði, Það væri meira vit í að setja 100 mill í uppbyggingu vega þar sem mannfall er og það mikið.
![]() |
Sálræn áhrif koma fram síðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skyldu margir vera á þessari skoðun ?
1.6.2008 | 00:45
Rakst á þessa athugasemd á bloggflakki mínu, og mér er spurn skyldu margir vera á þessari skoðun?
Mér finnst fáránlegt að fólk skuli leyfa sér að vera að væla yfir þessu þar sem ekkert mannfall var á svæðinu. Fréttirnar láta eins og það hafi lent atómbomba á suðurlandi og tekur viðtöl við fólk sem vælir yfir því að diskar hafi brotnað og sprungur hafi komið í hús. svo vill það fá áfallahjálp yfir því að hafa misst veraldlega hluti, þvílik hræsni. Ríkisstjórnin nýtti sér tækifærið og ætlar setja 100 mill í einhverja neyðarhjálp og búðir, hræsni til að ná í atkvæði, Það væri meira vit í að setja 100 mill í uppbyggingu vega þar sem mannfall er og það mikið.