Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Spell at sólin kom upp

Norðan fyri bygdina á Eiði, ytst á flógvanum, sum er millum Eysturoy og Streymoy, standa framman fyri landi tveir stórir drangar, sum rópast Risin og Kellingin, hin ytri og hon innari landinum, og har er rætt sund ímillum teirra, tá ið kyrt er.

Um hesar drangarnar er søgnin, at einusinni ætlaði Ísland at flyta Føroyar norður til sín og sendi tí ein stóran risa og konu hansara at fáa tær fluttar har norður.

Tey komu bæði at tí ytsta berginum, sum rópast Eiðiskollur og longst móti útnyrðingi. Risin varð standandi úti í sjónum, meðan kellingin fór upp á kollin at fatla byrðuna. Hann skuldi bera, og skúgva hana fram á hann. Fyrsta tak hon tók, var so fast, at Ytri Kollur skrædnaði frá; hon royndi tí at fáa fetilin fastan í einum øðrum stað á kollinum, men ikki vildi bera í lag hjá teimum; - grundvøllurin var fastur, og oyggjarnar ikki lættar at flyta. So er sagt, at enn stóð kelling uppi á kolli, tá ið dimmi tók at lætta; - tey ræddust dagin, og hon fór tí sum skjótast oman til risan, sum stóð í sjónum og bíðaði eftir henni; men ov leingi høvdu tey drálað, tí í sama bili, tey funnust undir kollinum og skuldu vaða leið sína norður til Íslands, risin undan og kellingin aftaná, tá reis sól úr havi, og tey gjørdust bæði til steinar, og standa nú og líta ímóti Íslandi, men sleppa ongan veg.

Aðrir siga, at tey vóru send at fáa korn úr Føroyum, av tí at kornneyð var heima í Íslandi; tað sæst, at kellingin hevur sum knýti ella posa á baki.

Mynd:Faroe stamp 287 risin og kellingin.jpg Ástæðan fyrir þessari færslu er að þoka er í Færeyjum því komumst við ekki í kvöld það hefði því verið mjög heppilegt að Risanum og kellingunni hans hefði tekist að draga Færeyjarnar til okkar Tounge


Gulldrengurinn

ætlar að passa tölvuna á meðan við skreppum til Færeyja (enda sætastur)


Hvað á skilti að gera

Hvað hafið þið lesið oft frétt um að: erlendur ferðamaður var sóttir eftir að hafa stigið í hver!!!!!

Veit ekki hvað það eru mörg skilti sem vara við hverunum í Hveragerði (og víðar), en allt kemur fyrir ekki það er farið of nálægt.

Tel að þeir sem fara með erlenda ferðamenn í Reynisfjöru og Víkurfjöru vari fólkið við sjónum og soginu sem þar er, en það er ekki hægt að hafa fólk í böndum, slys gerast þrátt fyrir öll skilti!!!


mbl.is Reynisfjöru mögulega lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 dagar í Færeyjar

og tími til komin að fara að æfa sig, því kvæðin eru svo löng, hér fann ég eitt með texta og allir að syngja með Whistling  hér er orginalurinn

og svona er nútíminn

Ormurin Langi reyndar bara þrjú fyrstu erindin því alls telja þau 86 erindi !!!!

 1. Vilja tær hoyra kvæði mítt,
    vilja tær orðum trúgv,
    um hann Ólav Trúgvason,
    higar skal ríman snúgva.

    Glymur dansur í høll,
    dans sláði í ring!
    Glaðir ríða noregis menn
    til hildarting.
     
 2. Kongurin letur snekju smíða
    har á sløttumsandi;
    Ormurin Langi støstur var,
    Sum gjørdur á Noregis landi.

    Glymur dansur í høll,
    dans sláði í ring!
    Glaðir ríða noregis menn
    til hildarting.

 3. Knørrur var gjørdur á Noregis landi,
    gott var í honum evni:
    átjan alil og fjøruti
    var kjølurin millum stevni

Erum að spá í að grilla í kvöld

Grilltímabilið í hámarki. Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!

 

  • Þannig gengur þetta fyrir sig:

Frúin kaupir í matinn.

Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.

Frúin undirbýr kjötið. Finnur til rétta kryddið, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.

Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri

 

  • Lykilatriði:

Bóndinn setur kjötið á grillið!

Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.

Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.

Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

 

  • Annað lykilatriði

Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.

Frúin leggur á borð.Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.

Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

 

  • Mikilvægast af öllu:

 

Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.

Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað frídagurinn“...og eftir aðhafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það sé ómögulegt að gera konum til geðs!

 

 

Ég skal nú segja ykkur svona á milli vina þá GRILLA ÉG LÍKA !!!!!!!!


Hveragerði

Heima er best svo ég tali nú ekki um í blíðunni sem hefur verið undanfarna daga og ég í sumarfríi:

Handan hellisheiðar...falinn

Veruleikinn á sér stað

Eitt er ból, (að vera hvergi) í Hveragerði hér á þessum stað

Reykur einn og vart með talinn

Afturgengin hver ei kvað

Grýla heillin gaus úr bergi, hér á þessum stað

Eldar leika undir dalinn

Römm er taug hvert strá og blað

KveÐast á í fönn og fergi, hér á þessum stað

Inn ég geng í fjallasalinn

Hér eiga heima....hér eiga ból

Í hamrinum vættir

Álfar í hól

Í skálduðum steinum

Stuðlum og bergi

Borin er rísandi sól

Hér á ég heima ...hér á ég að

Hveri og gerði

sumar og sól

Hér er ég til í....... að fara hvergi

Hér á ég heima

Hér á ég skjól           

  (Magnús Þór Sigmundsson)    

                       


Sjálvirka vekjaraklukkan

Vildi óska þess að hún liti einhvernvegin svona út og ég gæti stillt hana sjálf....... 

 

en nei hún er í mannslíkingu gengur um eins og tíu fílar rétt fyrir klukkan átta á morgnana og skilur svo sína sjálfvirku klukku ALEINA eftir vælandi, þannig einhver annar sem sefur í sumarfríinu sínu er tilneyddur að fara fram úr og slökkva á henni.

Vekjarklukkan er  KLAUFDÝRIÐ hljóðláta W00t


Frúin í frí með Frímanni

Já dagur eitt í sumarfríi hjá mér, það tekur mig alltaf viku að gíra mig úr vinnunni og átta mig á að ég sé komin í frí Cool 

Um helgina sá ég aum á Frímanni úti á palli, þar sem fór að rigna, svo ég hleypti honum inn og ekki nóg með það heldur fórum við í IKEA Tounge Frímann fann þessar fínu hillur undir vínylplötusafnið sitt og setti þær saman án þess að ein skrúfa yrði eftir Wink 

Vinylplöturnar voru búnar að vera á hálfgerðum hrakhólum eftir jarðskjálftann og mér til mikillar gleði eru þær búnar að vera á víða og dreif um svefniherbergið Pinch en nú er búið að flokka, raða og gera þær aðgengilegri Smile

En í fríinu við förum í langþráða fullorðinsferð með slembru og húsbandinu hennar til Færeyja á Ólavsvöku Grin en eitthvað skemmtilegt ætlum við nú að gera með gulldrengnum áður en við förum, látum veður ráða hvað og hvert verður farið Cool

En ég er farin í Laugaskarð



Frímann og sólin

Frímann, eða eins og ég kalla rafvirkjann þessa dagana þar sem hann er í sumarfríi, hefur fundið sér eitt og annað til dundurs þessa vikuna.

Þar sem veðrið hefur verið með eindæmum gott fór hann og keypti pallaolíu til þess að bara á pallinn. Nú ég er eins og góðri eiginkonu sæmir búin að hvetja hann áfram við vinnuna, gefið honum ís og kaffi um leið og ég hef setið og notið sólarinnar.

Þar sem ég hafði setið á pallinum dágóðan tíma ákvað ég að tími væri komin á að snúa steikinni og láta sólina skína á bakhlutann. Þrátt fyrir að stutt sé síðan að ég kom úr trjánum ná hendur mínar engan vegin að bera sólarvörn á bakið mitt.

Þar sem ég var búin að fylgjast með Frímanni maka olíu á pallinn bað ég hann að aðstoða mig Cool

ER ekki viss um að það hafi verið rétt ákvörðun, en eitt er ég með á hreinu sólavörnin virkar fínt

útkoman var svona:

 

Pallurinn  minn að vanda sig Wink  

        

Ég get ekki séð að hér hafi verið vandað til verks

Geri ráð fyrir að Frímann sofi á pallinum sínum þar sem eftir lifir af sumarfríinu Pinch


Veðrið kl.18:00

Svona var það í gærkvöldi

Nú byrgir þokan mér sýn

ég sólbrenn víst ekki á meðan Cool


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband