17. júní 2008

Blómin springa út, og þau svelgja í sig sól (hún er komin) sumarið í hámarki (alveg viss) og hálft ár enn i jól (alveg viss) í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.....

Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall pent hún les upp ljóð eftir löngu dauðan kall....Rigning bindur enda á þetta gleði geim er gáttir opna himins og allir fara heim ..............já svona er ég nokkurvegin viss um að dagurinn í dag verði, samt er ég ekki viss um að rigningin komi en það er 17. júní svo klæðið ykkur eftir veðri og verum STOLT AÐ VERA ÍSLENDINGAR  Gleðilega hátíð

 


Frábær helgi

á einum af fallegasta stað á Íslandi, í óska veðri og góðum félagsskap.

Við fórum inn í Þórsmörk á föstudag með eitthvað af stuðboltunum úr vinnu rafvirkjans og já við á okkar FJALLABÍL og ekki nóg með það heldur var skuldahali systur minnar hangandi aftaní Pinch 

Þórsmörk er einn fallegasti staðurinn á Íslandi stórbrotið landslag ásamt öllum sínum kynjaverum og myndefnið var meir en nóg enda tók ég 155 myndir og hefði gjarnan vilja taka fleiri en hér eru nokkrar njótiði


Fyrir 20. júní

Kæru vinir nú er bara að senda inn ykkar frábæru tillögur að nafni fyrir nýja hverinn:

Um tvöhundruð tillögur hafa borist um nafn á stóra leirhverinn á Reykjum í Ölfusi sem myndaðist í Suðurlandsskjálftanum. Nöfnin eru það mörg að dómnefnd íhugar að nota sum þeirra á aðra nýja hveri sem einnig hafa orðið til á svæðinu.

Hverinn myndaðist í skjálftanum þann 29. maí og vakti strax mikla athygli, enda ógnarstór. Fljótlega fóru menn að velta því fyrir sér hvað hann ætti að heita og ákváðu starfsmenn Garðyrkjuskólans að kalla eftir hugmyndum. Þær hafa ekki látið á sér standa og segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum, að komnar séu um tvöhundruð tillögur.

Þeir sem hafa hugmyndir geta sent þær á gurry@lbhi fyrir 20. júní því eftir það hyggst dómnefnd á vegum Landbúnaðarháskólans setjast yfir tillögurnar. Og líklegt er að nokkrar tillögur muni nýtast því fleiri hverir hafa myndast á Reykjatorfunni eftir skjálftann og áformar dómnefndin að nýta einhver nafnanna á þá.


Það vantar nafn

á þennan, dettur þér eitthvað í hug?

DSC00485


Og ég beið og beið.............

ÉG BÍÐ ENN.

Ég gerði allt sem mér var sagt !

Sendi email til 10 mans eins og ég átti að gera.

att38825141.gif

Ég er ennþá að bíða eftir að kraftaverkið gerist.

~~~~

Til allra vina minna sem á síðasta ári sendu mér keðjuverkandi email með loforðum…………….

Þar sem mér var lofað englavernd og kærleika ást og hamingju að ég tali nú ekki um hinn fullkomna eiginmann og elskhuga. Loforð um heppni í bunkum, kraftaverkum og hamingju.

Ef ég myndi áframsenda þessi email til að minnsta kosti 10 vina minna.

(Sem ég að sjálfssögðu gerði samviskusamlega)
EKKERT AF ÞVÍ BULLI VIRKAÐI !!

Þess vegna bið ég ykkur kæru vinir um að senda mér bara:” pening , vodka, súkkulaði, bíó miða,

bensíninneign eða sólarlandaferð að eigin vali í staðin”.

Með fyrirfram þökk og kærleika.


Óábyrg fréttamennska

Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 í gær með þessari frétt sinni:

Suðurlandsskjálftahrinunni er ekki lokið og menn eiga að vera viðbúnir jafnstórum eða stærri skjálfta og varð í síðustu viku, nær Reykjavík, segir Páll Einarsson prófessor. Hrikalegar jarðsprungur, allt upp í þriggja metra breiðar, hafa komið í ljós ofan Hveragerðis.

þarna eru fréttastofurnar að gera lítið úr starfi Rauða krossins undanfarna daga. Þar sem Rauði krossinn hefur veitt fjölda fólks áfallahjálp vegna jarðskjálftana. Hvorki almannavarnir né veðurstofan hafa gefið frá sér tilkynningu um slíkt enda er einungis verið að hræða fólk með svona fréttamennsku.

Og þótt von sé á slíkum skjálfta, veit enginn hvort þeir komi næstu daga eða á næstu 10-30 árum, er þá ekki betra að vita ekkert um það.

 


Mamman stolt

af drengjunum sínum þessa dagana. Gulldrengurinn kom heim með þessar líka fínu einkannir í gær og klaufdýrið mitt hefur verið á fullu með hjálparsveitinni.

Hér er mynd af honum þegar hann fór ásamt þremur öðrum upp á Reykjafjall að skoða og mæla sprungur sem þar hafa myndast hér má sjá fleiri myndir.


ég verð sem sagt syfjuð

enn einn daginn í röð. Það er eins og að hrinurnar koma á kvöldin svona rétt um það bil sem maður ætlar að fara að sofa. Þær gera það að verkum að maður kemur sér ekki í rúmið, því það gæti alltaf komið einn í viðbót.

Enn einn syfjudagurinn framundan Sleeping


mbl.is Eðlileg skjálftavirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldu margir vera á þessari skoðun?

Rakst á þessa athugasemd á bloggflakki mínu, og mér er spurn skyldu margir vera á þessari skoðun?

Mér finnst fáránlegt að fólk skuli leyfa sér að vera að væla yfir þessu þar sem ekkert mannfall var á svæðinu. Fréttirnar láta eins og það hafi lent atómbomba á suðurlandi og tekur viðtöl við fólk sem vælir yfir því að diskar hafi brotnað og sprungur hafi komið í hús. svo vill það fá áfallahjálp yfir því að hafa misst veraldlega hluti, þvílik hræsni. Ríkisstjórnin nýtti sér tækifærið og ætlar setja 100 mill í einhverja neyðarhjálp og búðir, hræsni til að ná í atkvæði, Það væri meira vit í að setja 100 mill í uppbyggingu vega þar sem mannfall er og það mikið. 


mbl.is Sálræn áhrif koma fram síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldu margir vera á þessari skoðun ?

Rakst á þessa athugasemd á bloggflakki mínu, og mér er spurn skyldu margir vera á þessari skoðun?

Mér finnst fáránlegt að fólk skuli leyfa sér að vera að væla yfir þessu þar sem ekkert mannfall var á svæðinu. Fréttirnar láta eins og það hafi lent atómbomba á suðurlandi og tekur viðtöl við fólk sem vælir yfir því að diskar hafi brotnað og sprungur hafi komið í hús. svo vill það fá áfallahjálp yfir því að hafa misst veraldlega hluti, þvílik hræsni. Ríkisstjórnin nýtti sér tækifærið og ætlar setja 100 mill í einhverja neyðarhjálp og búðir, hræsni til að ná í atkvæði, Það væri meira vit í að setja 100 mill í uppbyggingu vega þar sem mannfall er og það mikið. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband