ÁFRAM HAMAR
28.8.2007 | 21:46
Frábært hjá strákunum í Hveragerði
Þeir efuðust aldrei mennirnir á mínu heimili
TIL HAMINGJU
![]() |
Hamar, Hvöt og Víðir upp í 2. deild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðlaunabotninn
26.8.2007 | 20:25
Jæja nú þarf ég aðstoð ykkar að velja úr innsendum "botnum" við fyrripartinn sem ég setti inn fyrir helgi. Þið getið skoðað þá í athugasemdum á færslunni hér fyrir neðan.
Ég hafði það nú á tilfinningunni að út úr þessu kæmi frekar "blautlegt ljóð" því að fyrriparturinn bauð alveg upp á það.
Svo nú er bara að velja það ykkur finnst best.....
Fyrripartur
24.8.2007 | 14:38
Af því að gatan mín er ekki "skáldagata" bið ég ykkur að botna þennan fyrripart
Blómstrandi og brókarlaus
Bið ég þig að geyma
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hef ætlað að blogga alla vikuna
24.8.2007 | 08:30
um:
Blómstrandi daga (allir með)
Í túninu heima (fyrir þá sem ekki komast á Blómstrandi daga)
Upphaf skóla (þar sem gulldrengurinn þarf ekki að fara með að versla skóladót því áhugi hans á skóla sé takmarkaður að eigin sögn)
Lausn á vanda miðborgarinnar (bara láta Stuðmenn spila í miðbænum að nóttu til um helgar)
Snyrtuna mína (sem er betur fer nuddari líka)
Færeyinginn (frændann sem nú dvelur á Íslandi)
MÍGRENI (fékk eitt stykki kast í gær, sem betur fer líður langt á milli þeirra hjá mér)
Slóróveirur (sem hrjáir mig í dag eftir átökin við MÍGRENIÐ)
Skáldagötur í Hveragerði (mín gata gleymdist nefnilega)
Kattarhald í 810 (á ekki kött og nenni ekki að fá þá óboðna í heimsókn)
Og svo allar flottu blogghugmyndir mínar sem ég fékk þegar langt var í tölvuna og þar með voru þær í útrýmingahættu og litu aldrei dagsins ljós!!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefur kærleikinn kyn ???
20.8.2007 | 16:07
Brókarlaus helgi
19.8.2007 | 23:24
er það kallað á mínu heimili þegar börnin eru að heiman og hjónin ein í kotinu Veit ekki hversu mikið "brókarlaus" þessi helgi er búin að vera
En ég er að mestu búin að vera "home alone"
Unglingurinn og tengdadóttir fóru norður svo austur á MÍNUM bíl með kerrukotið í eftirdragi og gulldrengurinn fór vestur og verður fram á þriðjudag að tína ber og veiða í soðið
vonandi.
Rafvrikinn er búin að vera mjög natin að sinna "viðhaldinu" en sá sér fært um að fara með sína heitkonu á drossíu unglingsins á menningarnótt í gærkveldi Við höfðum einmitt orð á því að í allri mannmergðinni hittum við bara fólk sem við umgöngumst dags daglega og ekki að það sé neitt slæmt nei af og frá
áttum mjög góða stund á Klambratúni með þeim.
En við gátum nú eytt smá tíma í að karpa um nafnið á túninu svo úr varð að ég fór á Klambratún en rafvirkinn á Miklatún
En í kvöld "slasaði" rafvirkinn sig Hann fór upp á loft og rak hausinnn í nagla
og hér var allt eins og í versta sláturhúsi
Svo ég segi honum að drífa sig til læknis það þurfi örugglega að sauma
hann þrjóskaðist við en lét svo til leiðast ef hann færi einn
Já hann gat alveg farið einn mín vegna
Eftir tuttugu mínútur kom hann heim (jafn langur tími og tekur að keyra á milli Selfoss og Hveragerðis fram og til baka) og ég voða hissa Bara kominn !!!!
Nei hann hefði getað sparað bensínið því þetta var víst bara SMÁSKRÁMA og nú liggur hann í þunglyndi yfir því að hafa farið til læknis út af SMÁSKRÁMU.........
Fjármálamarkaðir
18.8.2007 | 15:28
eru fyrir mér eins og hver annar sýndarveruleiki Þið verðið að fyrirgefa hvað ég er græn
En að húsnæðislán í Bandaríkjunum geti haft áhrif á íslenskan fjármálamarkað, það er ég ekki með nokkru móti að skilja
En eitt er ég að skilja þetta er eins og DOMINO ef einn kubburinn dettur þá hrynur allt heila klappið !!!!
Rómantísk lautarferð !!!!!
17.8.2007 | 21:26
Við hjónin vorum á leið í stórafmæli til Bóbó bróðirs á Blönduósi (hvað eru mörg BÉ í því) á laugardag Veðrið var með eindæmum gott hægur andvari og um 18 stiga hiti
Okkur fannst því alveg tilvalið að skella sér yfir Kjöl
Bara dóla okkur í rólegheitum með fjallhringinn í kringum okkur og alveg einstakt útsýni já og jafnvel nesti og fara í smá lautarferð
Svo ég dreif í því að hita kaffi nesta okkur jú og smá mjólkurdreitil í þessum líka patent ferðaumbúðum Og svo var lagt í hann, Suðurlandið skartaði sínu fegursta á laugardag og við Reykholt í Bistkupstungum var 20 stiga hiti (þökk sé loftkælingunni í bílnum) fjallsýn með eindæmum
Áfram héldum við í átt að Hveravöllum og þar skyldi nestað og notið blíðunnar.
Þegar við vorum komin áleiðis norður á bóginn fór að þykkna upp og útsýnið ekki alveg eins og við reiknuðum með. Er við komum svo á Hveravelli var komin norðan blástur 7 stiga hita og örlaði á regni Ekki fýsilegur kostur til að nesta
svo við héldum leið okkar áfram
og ákváðum að stöðva þegar hitastigið færi yfir 10 gráður
Upp við Blöndulón var hins vegar komin svarta þoka hitastigið enn 7 stig og ekkert sem togaði okkur út í móa að nesta
Rafvirkinn fékk þá snilldarhugmynd að við fengjum okkur bara smá kaffisopa í bílnum Það kostaði að ég þurfti að TORÐA mér afturí, eins liðug og nett ég er tókst það með ágætum að koma mér að kaffinu
En ekki vildi betur til að þegar ég var á leið í framsætið að mér tókst að BRJÓTA
arminn á milli framsæta
En kaffið var kærkomið eða þangað til að mjólkin kom út í það
hún var SÚR
En við komumst klakklaust á Blöndós og vorum í góðu yfirlæti þar enda bróðir minn og mágkona yndisleg heim að sækja og eiga ekki í vandræðum þegar kemur að veisluhöldum
En heim fórum við eftir þjóðvegi 1 og til þess að vera örugg með notalega "lautarferð" var nestað í Hreðarvatnsskála
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru allir með
17.8.2007 | 20:57
lág laun ..............................kennarar, leikskólakennarar, löggur, slökkviliðsmenn, sjúkraliðar, ófaglærðir, bílstjórar, aldraðir, öryrkjar, rafirkjar, smiðir, verkamenn, tæknimenn, konur í fjölmiðlum (þær eru hlunnfarnar) aðhlynning, leiðbeinendur, ræstingar, öryggisverðir, afgreiðslufólk, skrifstofufólk, leikarar, þýðendur og þulir, tæknimenn, verksmiðjufólk, fiskvinnslufólk, hjúkkur, gangaverðir, húsverðir, þroskaþjálfarar, iðjuþjálfarar,snyrtifræðingar, nuddarar, klipparar, konur, karlar, útlendingar, hommar, lespíur, ungt fólk
![]() |
Eiga laun leikskólakennara að vera hærri? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er gísl
16.8.2007 | 16:55
vonandi getur eitthver bjargað mér !!!
Ég er gísl um helgina vegna þess að unglingurinn fékk eðalslyddujeppan lánaðan í smá ferðalag og eftir skilur hann okkur (foreldrana) með BMW boðun í skoðun og POLO sem er svo stirður í gírunum að ef maður nemur staðar þá tekur góðan tíma að koma honum aftur í fyrsta gír.
Þannig ef þið verðið vör við konu á "bleikum" POLO þá er hún gísl sem bjarga verður samstundis (ekki verra ef það væru vaskir myndarlegir sérsveitarmenn)
![]() |
Gíslabjörgun á Keflavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |