Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Búið að moka
23.1.2008 | 16:56
Klettahlíðina en var gert í dag á meðan ég var í vinnunni
Fallega dagatalið mitt segir í dag:
Látið fortíðina eiga sig, hún er gleymd og grafin.
Lifið í heimi framtíðarinnar sem er raunverulegur og fullur af tækifærum.
Og það ætla ég að gera og er hætt að vera pirruð
Pirruð
22.1.2008 | 17:28
(get haldið áfram að cópya og peista af hinni síðunni og hér yfir aðallega fyrir Sigurð Hreiðar, frænda sem er ekki frændi minn heldur konan hans, sem finnst eitthvað erfitt að finna mig hér ,en ekki misskilja fyrirsögnina ég er ekki pirruð út af því)
Pirruð vægast sagt í dag
Þegar ég fór út í morgun að "skutla" gulldrengnum í skólann og mér í vinnuna, þá þakkaði ég mínu sæla að vera á "slyddujeppa með 4 drif" annars hefði ég mátt dúsa hér í Klettahlíðinni í dag En eins og ég hef sagt ykkur er ég ein þeirra hér í bæ sem getað mokað götur bæjarins betur og skipulagðar en allir sem þar starfa
Jú allt í lagi að það sé ekki allt orðið greiðfært fyrir klukkan 8 á morgnanna, ég get sætt mig við það
EN KLUKKAN FJÖGUR hefur ekki svo mikið sem skófla verið munduð hér í Klettahlíðinni (né Laufskógum) og ekki bætir að verið er að vinna í götunni sem er lokuð í miðju og kostar mig krók í hvert skipti sem ég þarf að bregða mér af bæ
og auðvitað að fara Laufskógana
Og þar sem stórir vörubílar aka hér fram og til baka eru það þeirra för sem ráða
Ekki nóg með það heldur eru Íslendingar að skíta á sig í handboltanum og Reykvíkingar eru með sandkassabörn í borgarstjórn (held samt að þau stæðu sig mun betur en þeir sem þar eru) og margir veikir í vinnunni
Dagatalið mitt segir í dag: Best er að láta það sem er mikilvægast ganga fyrir.
HELD AÐ FÁIR HAFI GERT ÞAÐ Í DAG
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mig er að finna
19.1.2008 | 22:15
Mor-testen
17.1.2008 | 14:35
Jeg var ude at gå med min 4 årige datter!
Hun samlede noget op fra jorden og ville putte det i munden.
Jeg tog det fra hende og bad hende lade være med sådan noget.
"Hvorfor?", spurgte min datter.
"Fordi det har været på jorden. Du ved ikke hvor det har været. Det er sikkert beskidt og fyldt med bakterier", svarede jeg.
Min datter kiggede fuld af beundring på mig og spurgte "Mor, hvor ved du alt det fra???".
"Uh", jeg tænkte hurtigt.... "alle mødre ved den slags ting. Det er med i mor-testen. Man er NØDT til at vide det, ellers får man ikke lov at blive mor"
Vi gik videre i stilhed et par minutter, mens hun tyggede på disse nye oplysninger.
"Åh, nu ved jeg det!, udbrød hun "hvis man ikke klarer mor testen er man nødt til at blive FAR i stedet for!!"
"Lige præcis!", svarede jeg med et stort smil.
Af teflonheilanum og súkkulaðirassinum
16.1.2008 | 21:28
er það að frétta, að ég er búin að skrá mig og teflonheilann minn í fjarnámið, sem byrjar eftir helgi og á þessari önn er það tölvufræðileg sálfræði við sjáum hvernig teflonheilanum mínum gengur með það. Legg samt ekki á hann að taka aftur þrjú fög með fullri vinnu
þó svo að það hafi gengið og ég náð öllu þá gerði ég nú lítið annað en að vinna og læra
Ekki er hægt að skilja súkkulaðirassin út undan svo nú mæti ég með hann reglulega í ræktina, sé það eiginlega ekki fyrir mér ef ég myndi skilja hann eftir heima
En ég er ekki HÆTT að borða súkkulaði og um helgina er ég að spá í að gera rosalega djúsí íssósu sem sá hana Nigellu gera (það er allt svo girnilegt sem hún gerir svo ég tali nú ekki um þegar hún smakkar á því) reyndar ekki með súkkulaði í en ég get fengið mér súkkulaðís með erþaðeggibara
Frábært að vera fertug
14.1.2008 | 11:16
Elskurnar mínar þakka allar kveðjurnar, SMS, símhringingar og gjafir þið eruð yndisleg og þess vegna er frábært að vera fertug
Nú geta vinir mínir í Færeyjum farið að hlakka til því ég ásamt fríðu föruneyti kem á þessu ári Þökk sé vinum mínum
og þangað til ætla ég að sitja í (vonandi koma þeir í hús fljótlega) nýju borðstofustólunum (já ég verð að máta þá alla) með glas í hönd (það getur ýmislegt verið í glasinu) skreytt silfri, fá smá nudd inn á milli og hlusta á Eivöru Pálsdóttir í færeysku peysunni
(héldu þið að þið fengjuð mynd af mér )
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fertug í dag !
13.1.2008 | 10:07
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er engin Heather Mills
12.1.2008 | 11:17

![]() |
Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Búin að taka niður jólin
10.1.2008 | 21:50
Fyrst var það jólatréð, það er nú reyndar svo að það sem rekur á eftir mér með það eru bæjarstarfsmenn sem koma og sækja tréð heim ef það stendur á lóðamörkum.
Jú jú ég hendi trénu þar, ásamt nokkrum greinum sem söguð höfðu verið af trénu Svo í dag þegar ég kem heim úr vinnunni sé ég að tréð er farið en ekki greinarnar
Nú nöldurskjóðann ÉG byrjaði náttúrlega að röfla í rafvirkja greyinu, þegar hann birtist úr vinnu, og býsnast heil ósköp yfir vinnubrögðum bæjarstarfsmanna (það er ekki í fyrsta skipti sem það er gert hér á bæ ! ég get til dæmis mokað götur bæjarins miklu betur og skipulegra en allir starfsmenn bæjarins) en eitthvað verður rafvirkinn skrýtin á svip og segir já skrítið að þeir taki bara tréð en ekki greinarnar
Svo segir hann: þegar ég fór í vinnuna í morgun voru einhver skrítin hljóð í vinnubílnum og ég sótti vinnufélagann og hann heyrði hljóðið líka. Svo urðum við að taka bensín (ekki ókeypis) og þá uppgötva þeir að jólatréð er fast utan á bílnum
Hann var búin að keyra út um allan bæ með jólatréð í eftirdragi
svo ef einhver bæjarstarfsmaður les þetta þá er jóltréð MITT á ENN EINU (N1) planinu
Ekkert skutl !
8.1.2008 | 22:00
Gulldrengnum finnst voðalega gott að láta "skutla" sér, t.d. á æfingu og þó sérstaklega að láta skutlast eftir sér þegar æfingu er lokið.
Það er stundum gert en ekki alltaf. Þar sem við erum staðsett í Verahvergi ofarlega í bænum er upp nokkra brekku að fara. Sú brekka er kölluð "gossabrekka" af innfæddum og getur hún reynst erfið í miklum mótvindi og svo ég tali nú ekki um gulldrenginn sem segist alveg uppgefin eftir hina og þessa æfinguna. Svo stundum lætur maður það eftir honum.
En um helgina þurfti hann að komast á körfuboltaæfingu og vildi ólmur láta "skutla" sér en við gáfum okkur hvergi og sögðum að honum væri engin greiði gerður með því. Skipti þá engum togum en drengurinn varð öskufúll og hreytti í okkur: SKO ÞEGAR ÞIÐ VERÐIÐ KOMIN Á ELLIHEIMILI OG ÞURFIÐ SKUTL ÞÁ ÆTLA ÉG EKKI AÐ SKUTLA YKKUR
og skellti á eftir sér útidyrunum !!!!!