Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Rafvirkinn minn fertugur

og í morgun átti að koma honum verulega að óvart Smile Vinnufélagarnir og vinir ætluðu að vekja hann en KLAUFDÝRINU mínu tókst að gera það á undan þeim. Þar sem hann gengur um eins og fílahjörð og þegar hann kom í morgun með afmælisgjöfina (sem hann var búin að geyma í nokkra daga) vakti hann rafvirkjann þegar hann var að "læðast" um.

En engu að síður tókst vinnufélugunum og vinum að koma honum að óvörum. Þau voru yndisleg hérna fyrir utan eldsnemma í morgun með trompeta og básunu og sungu afmælissöngin.

Ég verð bara að leyfa ykkur að njóta okkar yndislegu vina Wink


5. janúar

Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.

04 skapa peningar hamingjuna[1] 11:47 bylgjan.is  (Ísland í bítið 4.jan)   


Suðuland

Samkvæmt þessari frétt moggamanna bý ég nú á Suðulandi FootinMouth

Vonandi hefur þetta ekki einhvern fyrirboða !!!!


mbl.is Snarpar vindhviður við Lómagnúp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki myndi ég

vilja fá Nóróveiruna. Okkur var tíðrætt um þetta á mínum vinnustað og vorum sammála um að betra væri að fá SLÓRÓVEIRUNA............................................
mbl.is Þúsundir Breta veikjast af ælupest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óborganlegur fréttamaður

Hann Magnús Hlynur fréttamaður okkar Sunnlendinga hefur oft farið á kostum er hann flytur landsmönnum fréttir af Sunnlendingum.

Ein hans besta frétt var í fréttum RÚV í kvöld þegar hann spurði Svanborgu ljosmóðir á Sjúkrahúsi Suðurlands að því hvernig fólk kæmi helst á fæðingardeildina ?????

Bíddu hann veit það greinilega ekki að helsta fólk sem sækir fæðingadeildir eru barnshafandi konur !!!

Eða það hélt ég þangað til í kvöld Grin


2. janúar

Látum skynsemina ráða um fortíðina, trúna þegar horft er fram á við og kærleikann í kringum okkur Heart

1. janúar

Nýtt ár er eins og óskrifuð bók.

Skrifum í hana það sem í lok ársins minnir okkur á gleði í stað eftirsjár.


Þakka liðið ár

Endurminningar þínar í lok ársins sem er að líða, eru besti undibúningurinn undir næsta ár.

Ég stend á tímamótum, nýtt ár er að hefjast. Guð hjálpi mér til að vera góður, sanngjarn og vitur í öllum mínum gjörðum.

Þakka ykkur góð bloggkynni á liðnu ári.

  


Bara þessi veðurspá

segir okkur að í nótt verða allir NEYÐARKALLARNIR í viðbragðstöðu og ekki veitir þeim að stuðningi okkar allra nú um áramótin.

KAUPUM FLUGELDANA OKKAR AF BJÖRGUNARSVEITUNUM


mbl.is Stormi spáð á öllu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Jólin 2007

Jólin komin, úti er kalt

minning margra hátta

þakka ykkur fyrir allt

velkomin vertu 08

Jólakveðja

 

\


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband