Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Guð má vita hvar við dönsum um næstu jól
23.12.2007 | 09:53
Þess vegna fagna ég komu jólanna. Ég elska umstangið, þökk sé þeim (og reyndar fermingum) að við búum ekki enn á moldargólfinu. Ég elska að skrifa jólakort, fá jólakort og jólakveðjur, ég elska að vera innan um fjölskyldu mína stússast í mat svo ég tali nú ekki um að BORÐA og að því fæ ég nóg næstu daga Og ekki verra að fara borða við nýja borðstofuborðið
og taka myndir á nýju BLEIKU myndavélina sem rafvirkinn færði mér í fyrrakvöld
Svo ég hlakka bara til allt að verða komið á sinn stað ryksugan á gólfinu og verður hún þar þangað til jólatréð er komið á sinn stað.
Jólavísan fær að líta dagsins ljós á morgun þangað til kæru bloggvinir nær og fjær óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og megi englar himins vaka yfir ykkur
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tómur skór
14.12.2007 | 15:28
Gulldrengurinn er HÆTTUR að trúa á jólsveinana alla með tölu :Þ( Mamman saknar þess sárt.
Nú um daginn þegar mér var litið inn í herbergið hans og leist ekkert á ruslið inni hjá honum þá sagði hann bara: Já en mamma ég er alveg að verða unglingur og svona eru unglingaherbergi !!!! Svo kom að því að setja skóinn út í glugga, þá bar það sama við já en ég er hættur að trúa á jólasveinana ég er alveg að verða unglingur !!!!
Mamman á heimilinu samdi tregafulla vísu að söknuðu við skóinn í glugganum
Tómur er hans takkaskór
trítillinn er orðin svo stór
Ljúft loga kertin skært
lúin hann glókollur sefur nú vært
Byron kastalinn í Skotlandi
6.12.2007 | 14:58
Alltaf að líta á björtu hliðarnar
4.12.2007 | 22:23
Nú er bara eitt að gera fyrir Hvergerðískar húsmæður, leggja hvítu jóladúkana í ánna.
Nei það á ekki að vera gera grín þetta er háalvarlegt mál
![]() |
Klórmengun í Varmá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Æ aumingja þið !!!
4.12.2007 | 17:59
nú er ég uppiskroppa í bili með brandrana þannig þið sem viljið verðið bara að lesa rausið um mig
Nú ég, súkkulaðirassinn minn og teflonheilin erum búin að taka tvö próf í siðfræði og tölvufræði. Hvernig gekk svo það er erfitt að segja til um siðfræðina þar sem ég var beðinn um að segja hvað MÉR FYNDIST og hvað ÉG HÉLDI og það er ekkert víst að kennarinn sé sammála um það sem MÉR FINNST og það sem honum finnst
En tölvufræðin gekk vonum framan og þá á ég bara ritvinnsluna eftir á föstudag og þá get farið að verða JÓLAMAMMA
farið á jólahlaðborð og fundið jólafiðringinn
Annars er ég vön að segja jólin koma og ég á bara eftir að gera sósuna
Myndasíða
3.12.2007 | 18:17
Þar sem myndavélin mín liggur í dvala langar mig að benda ykkur á skemmtilega myndasíðu, þar sem hann Bjössi blái tekur myndir af helstu viðburðum hér í Hveragerði og ekki er verra að hann var með okkur í Skotlandsferðinni góðu og mundaði vélina sem aldrei fyrr.
á meðan ég held áfram í prófum getið þið yljað ykkur við Handverk undir Hamri og fleiri skemmtilegar myndir af mannlífi í Hveragerði (og Skotlandi)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sit í þögninni
1.12.2007 | 16:04
og er að læra undir próf
Það er svona þegar maður byrjar lífið á vitlausum enda og situr núna uppi með fertugan (alveg að verða) heila og er að reyna láta heilasellurnar virka eins og þær séu ungar og sprækar með því að plata þær með ómældu magni af súkkulaði, snakki og öðru sem telst unglingafæða
En er búin að fá góðan frið í dag þar sem gulldrengurinn er á körfuboltamóti á Selfossi og rafvirkinn er sennilega að sjá til þess að jólaljósin komist upp hjá öllum öðrum en sér
Ég ætla nú að taka mér góða pásu og bregða mér yfir fjallið og kíkja á opnun málverkasýningar hjá svilkonu minni henni Katrínu Snæhólm og þiggja heitt kakó og piparkökur í tilefni að því.
Veit ekki hversu blogghæf ég verð næstu daga fyrsta próf á mánudag í siðfræði svo á þriðjudag í tölvufræði og loks síðasta prófið á föstudag í ritvinnslu.
Kannski ég verði svolítið grand fyrir þessi jól !
30.11.2007 | 22:08
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand
Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt. Takið stóra
skál. Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki
skemmt. Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á
hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1
teskeið útí og hrærið aftur. Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að
skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni. Brjótið tvær
skurnir og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.
Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna
losið þá þá af með rúfskjárni. Bragðið á Grandinu til að athuga magnið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar. Bætið einu
borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt. Smyrjið
ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann. Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst nokkrum hvort sem er ávaxtakökur góðar?).
Hversu gott hefur þú það ?
30.11.2007 | 14:40
þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr.
Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt. Á
leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin.
"Hún var frábær Pabbi."
"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn. "Ó já," sagði sonurinn.
"Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.
Sonurinn svaraði: "Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra.
Við eigum sundlaug sem nær útí miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda
tekur.
Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á
næturnar.
Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan
sjóndeildarhringinn.
Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og
augað eygir.
Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum.
Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn.
Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem
verja þau. "
Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við: "Takk Pabbi, fyrir að
sýna mér hve fátæk VIÐ erum."