Aukatími í Færeyesku

 

Þar sem ég bjó í Færeyjum um stundarsakir (og er svo heppinn að skilja smá) var ég mikið spurð um orðin sem komu fram í "færeyesku dominos"sjónvarpsauglýsingunum.

T.d "bert starvsfólk" ef þið eruð á leið til Færeyja og sjáið þetta á hurð inn í verslun skuluð þið ekki láti ykkur dreyma um að fyrir innan þessar dyr sé fullt af starfsfólki að "stripplast" nei því þetta er AÐEINS FYRIR STARFSFÓLK.Fleiri orð komu fram eins og kamar það þýðir herbergi.Svo það er ekkert að því að segja "bert starvsfólk á kamrinum" En svo eru líka nokkur bannorð sem ekki er gott að segja á almannfæri í Færeyjum eins og Lalli(aumingja hann) það er einfaldlega píka W00t fleiri orð

mogga=samfarir  afgangur=sæði  limir=félagsmaður  verja=vörn(mikið notað  í íþróttum)  fleygja sér=rúnka sér  það er nú einhvern vegin auðveldara að skrifa þessi orð en að segja þau Whistling

 Svo eru fleiri skrýtinn orð eins og reif=rass  kavi=snjór  beina vegin= strax   skít=fullur og bara að því við notum orðið drullusokkur þá er það sprúttlappir á færeysku hljómar ekkert sérlega vel

liðugt = búið        skúli = skóli         gáva = gjöf         gevast = hætta    dofin =latur  rumpa = skárra orðið yfir rass    skógvar =skór    tími ikki = nenni ekki  beinið sefur = náladofi       eta sig stífan = pakksaddur   grindarlokkur = hrossafluga múss = koss  klem = knús svo er bara að æfa framburðinn það er mikið tji tjá og tí   gangi ykkur vel Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að sjá þetta..ætla nú bara að fara að nota orðin múss og klem í daglegu tali hjá mér

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband