Sem betur fer erum við ekki öll sömu skoðunar

Áður en þið lesið þetta vil ég biðja ykkur um að skoða færsluna hér fyrir neðan sem nefnist mússisjúk og horfa á myndbandið.  

 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301897/4

Get ekki því miður EKKI verið sammála Atla Bollasyni

Mannleg mistök

Eivør – Mannabarn / Human Child stjörnugjöf: &sstar;{sstar}

ÞAÐ ER erfitt að skýra hvað varð til þess að Eivør Pálsdóttir, sem fyrir örfáum árum var frekar töff tónlistarmaður sem vann skemmtilega með þjóðlega tónlist, lét plötu á við Mannabarn frá sér.

ÞAÐ ER erfitt að skýra hvað varð til þess að Eivør Pálsdóttir, sem fyrir örfáum árum var frekar töff tónlistarmaður sem vann skemmtilega með þjóðlega tónlist, lét plötu á við Mannabarn frá sér. Hvað sem sönghæfileikum Eivarar líður – og þeir eru ótvíræðir – þá eru hvílík og önnur eins leiðindi fátíð. Lögin eru einhvers konar bragðdaufur þjóðlagakokkteill; norrænum, keltneskum og arabískum þjóðlagahefðum hefur verið splæst saman, og amerískur blús gerir líka vart við sig. Klabbinu heila er síðan pakkað inn í léttbylgjulegar, dauðhreinsaðar, gamaldags og hreint út sagt hallærislegar útsetningar.

Í "Mother Teresa" er grunnurinn t.a.m. amerískur kassagítar- og orgelblús eins og hann gerist minnst spennandi, rafmagnsgítarinn hljómar eins og af hetjurokkplötu sem hefur elst mjög illa, og Eivør brýst út í arabískan fíling óforvarandis með tilheyrandi bjánahrolli. Lagið hefur enga laglínu svo hægt sé að tala um, heldur er "djammað" á frösum um móður Teresu í rúmar sex mínútur. Þó er lagið hátíð við hliðina á næsta lagi, "Trees in the Wind", sem hljómar eins og arfaslök tyrknesk karókíútsetning. Ekki er "You Are All" miklu betra, einstaklega væmið lag sem græðir ekkert á flautu í stíl við "My Heart Will Go On" (temalaginu úr Titanic). "Do not Weep" og "Listen" eru bærileg en ná engan veginn að hífa heildarbrag plötunnar upp svo um muni. Það eina sem kveikir í undirrituðum er lokalagið "Elisabet og Elinborg"; óður til systra Eivarar, en þær syngja með henni í laginu og búa til einlæga stemningu sem öll hin lögin skortir sárlega.

Eivør er ekki lengur tröllabarnið sem nam land fyrir nokkrum árum, nú vill hún láta koma fram við sig sem mannabarn. Hún er m.ö.o. ekki lengur sérstök, heldur vill hún vera alveg eins og allir hinir. En menn eru mistækir og það má hver sem lætur Mannabarn undir geislann reyna svo um munar.

Atli Bollason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Atli Bollason er í Sprengjuhöllinni, þeir eru nú svo frábærlega ferskir og frumlegir - miklu meira töff en Eivör(?).

Heimir Eyvindarson, 10.9.2007 kl. 17:18

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég er nú alveg að fíla sumt frá Sprengjuhöllinni eins og

"ert þú ekki vinur hans Óla hann var alltaf með þér í skóla"

en greinilegt að Atli og Eivör voru ekki saman í skóla

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband