Hér er kennari, um kennara, frá kennara, til kennara

Ég átti mér eitt sinn draum, draum um að verða kennari.

Ég ætlaði að verða íslenskukennari, kenna unglingum að sjá Gísla Súrsson sem Súperman síns tíma.

Kenna kjaftforum unglingsstrákum að beygja sögnina að ríða.

Láta unglinga þýða dönsku bókina "Kærlighed ved forste hik" endurskrifa hana á meinfyndri íslensku svo hún verði jafnfyndin og á dönsku.

Vera í flatbotna skóm og pilsi.

En ég á mér ekki þann draum lengur.

ÞAÐ KOM VERKFALL ÞEGAR ÉG VAR Í MENNTASKÓLA

Kennarar kunna ekki að semja !!!!! Verkföll þeirra hafa ekki áorkað neinu nema "við sömdum af okkur" og strax eftir verkfall byrjar barlómur um slæm laun. Ég er ekki að segja að laun kennara séu viðunnandi en skynsemin segir að verkföll kennara hafa ekki skilað tilætluðum árangri

AF HVERJU SEMJA ÞEIR EKKI SVO ALLIR VERÐI ÁNÆGÐIR ?????

Kennarar eru margir hverjir á sama þroskastigi og nemendurnir: heyrðu þessi fékk svona síma í sína stofu af hverju fæ ég ekki alveg eins (þetta er dagsatt og heyrt á göngum skólans) og oft á tíðum í miklum sandkassaleik við samkennara sína.

Í dag þakka ég verkfallinu að ég sé ekki kennari með fötu og skóflu í sandkassaleik !!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almáttugur! Ég sem ætlaði líka að verða kennari þegar ég yrði stór. Reyndar raungreinakennari í framhaldsskóla - líffræðingur eða erfðafræðingur og kenna litlu krökkunum um undur lífsins. Sem betur fer varð ekki úr því, það hefði orðið hræðilegt fyrir aumingja börnin því ég er svo skapmikil kona!!!

Ég veit hins vegar ekki hvað varð til þess að sá draumur dó eða hvarf öllu heldur - fyndið!

soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það væri nú gaman að hafa ykkur í kennaraliðinu stelpur. Annars er ég alveg sammála þér með þetta væl Hulda, en það er með ólíkindum hvað þessi ágæta stétt hefur náð að semja af sér í gegnum tíðina. Fyrir c.a. 30 árum síðan voru laun kennara svipuð og þingmanna! Hvernig er hægt að klúðra svona? Ég veit ekki hvort þessu fólki er treystandi til að mennta börn og unglinga.

Heimir Eyvindarson, 11.9.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Vá, ef ég væri nemandi þá vildi ég sko alveg fíla í botn að hafa þig sem kennslukonu:) Þú kannt amk að skrifa flottan texta og ert með húmor.  90% af kennarastéttinni eru því miður algjörir, þori ekki að segja það, amk tuðarar (mitt mat, byggt á tilfinningu og reynslu en engum rannsóknum).

Launin eru of lág, skil ekki hvernig þeir fóru að því að dragast svona aftur úr en allar snöggar leiðréttingar eru erfiðar, það skilja allir sem vilja skilja.

Ég man eftir einum kennara sem hringdi í mig þegar ég var með Hraunholt (veislusalir og veisluþjónusta í Hafnarfirði, lokaði henni í fyrra of erfitt að keppa við íþróttahúsin EN ÞAÐ er efni í heila ritgerð).
þessi umræddi kennari var að vísu kona, án þess að það skipti máli. Hún var að semja við mig um einhverja veislu og við fórum að tala um verðið. Þá kom þessi ,,ömurlega" spurning:
,,Sigurjón, get ég ekki fengið þetta á kennaraverði"? Ég gubbaði næstum því í símann. Hvaða verð er það? Er það eitthvað ,,mafíuverð" eða er það verð fyrir undirmálsfólk? Spyr sá sem ekki veit?
Í stuttu máli minnir mig að samningar hafi nú tekist á endanum 50 kall niður pr. mann eða eitthvað annað álíka fáránlegt.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 12.9.2007 kl. 09:01

4 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

ef ég væri nemandi þá vildi ég sko alveg fíla í......

á að vera, ,,myndi" en ekki vildi, sorry.

Sigurjón Sigurðsson, 12.9.2007 kl. 09:03

5 identicon

Reyndar voru það fleiri stéttir sem deildu kjörum með þingmönnum allt fram á síðasta þriðjung tuttugustu aldar. Þar á meðal voru til dæmis prestar, bankamenn, jafnvel gjaldkerarnir og svo ýmsir þeir sem sinntu skrifstofustörfum eins og almennir bókarar eða einkaritarar.

Það sem gerðist er held ég bein afleiðing þess að almenningur jafnt og spekúlantarinr fóru að sjá kapitalismann virka í raun. Þannig urðu störf sem skiluðu beinum hagnaði strax í vasann sífellt mikilvægari. Þá urðu þeir yfirmenn bankagjaldkeranna sem duglegastir voru að skapa arð svo verðmætir að draga þurfti úr launum allra undirmanna þeirra svo hægt væri að greiða þeim einum fúlgur fjár til að búa til aðrar fúlgur fjár. Nákvæmlega eins er þessu farið með almennt skrifstofufólk. Kennarar urðu útundan því það er svo þröngt augað kapítalismans - það sér ekki þá augljósu staðreynd að mannauðurinn í skólunum er vinnuafl framtíðarinnar og forsenda þess að kapítalisminn haldi velli og blessaður hagvöxturinn haldi áfram að gleðja og glepja.

Það að prestar skuli halda sínum kjörum fellir reyndar þessa kenningu mína en það er nú eins og svo margt sem maður skilur ekki.

Eigum við ekki bara að loka Þjóðkirkjunni, selja gullið og láta fjármagnið í að rétta af laun kennara og slíkra?

Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Kannski hefur skólinn líka breyst frá því að vera "menntastofnun" í það að vera "gæsluvöllur" en breytinga er þörf er samt ekki viss hvort Grunnskóli KB eða Glitnisskóli er það sem koma skal

En eitt veit ég þeir eiga nóg af peningum !!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.9.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband