Glamrað á gítarinn
22.9.2007 | 20:35
Það er notalegt hjá mér í kvöld, kveikt á kertum úti hamast vindurinn og hér inni hef ég minn einka trúbador já rafvirkinn situr og glamrar á gítarinn aldrei eins blúsaður og syngur:
Gamli góði vinur,
glaðir gengum við oft forðum,
en við gátum líka skipts á grátí
og grimmdarorðum.
Þú varst ekki betri en ég,
uppátækin furðuleg,
og eftir skóla ár
við héldum hvor sinn veg.
Úti kaldlynd hversdagsstríð
kepptum við að krafti um hríð,
að sama marki gegnum áralanga tíð.
Gamli góði vinur,
nú er gróið yfir sporin,
með sjenna bróður sem gengum oft á vorin.
Ég slæ ei lengur á þitt bak,
við látum duga handartak,
við þykjumst vera orðnir menn
og engum háðir.
En þegar vínið vermir sál,
við tölum ennþá sama mál,
þó er af sem áður var
við vitum báðir.
Gamli góði vinur,
enginn greinir lengur brosið,
er það oní dagsins gráma orðið frosið.
Þú varst ekki betri en ég,
uppátækin furðuleg,
og eftir skóla ár
við héldum hvor sinn veg.
Úti kaldlynt hversdags stríð,
kepptum við af krafti um hríð,
að sama marki gegnum óralanga hríð.
Gamli góði vinur,
Gamli góði vinur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Athugasemdir
svo heldur hann áfram :
Vetur kemur vetur fer alltaf vorar í sálinni á mér ef aðeins þú ert mér hjá þú er mér hjá............
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.9.2007 kl. 21:20
Láttu mig þekkja þetta líkur sækir líkan heim...alla leið heim!!!! Soon!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 01:53
Snilldar texti
Halldór Sigurðsson, 23.9.2007 kl. 13:58
Það hefur sem sagt ekki verið rafmagnslaust, að þú kveiktir á kertum.
Það skilur eingin þennan nema ég og þú.
Dagmar (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.