Bólgan sem gengur á bloggheimum

er búin að stinga sér inn á mitt heimili. Já eins og Katrín Snæhólm svilkona mín segir þá eru bloggarar (sem og aðrir) búnir að þjást af hálsbólgu, kuldabólgu, skuldabólgu og verðbólgu !!!!

Reyndar þjáist rafvirkinn aðallega af kuldabólgu, svitabólgu og hálsbólgu enn sem komið er og er ég viss um að hann hefur smitast þegar hann talaði við bróðir sinn í síma W00t 

Verðbólgan og skuldabólgan láta ekki á sér sitja þar sem þær herja á heimilisbókhaldið af miklum krafti og þar sem mitt félag er að hefja kjaraviðræður á ég ekki von á að eftir þær geti ég hamið verðbólguna né skuldabólguna. Svo nú eru góð ráð dýr ég gæti svo sem reynt eitthvað bólgueyðandi en hugsa að það virki bara á rafvirkjann Shocking

Við getum líka sagt að ég þjáist af prófbólgu eða þá helst kennararnir mínir það er eins og þeir bólgni út af ókláruðum verkefnum svona rétt í annarlok Sick

Þigg öll bólguhemjandiráð sem í boði eru hjá bloggurum !!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaldur bakstur, ís, og Treo. 

Nei eg segi svona, vildi bara commenta sko..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

með smá dassi af klettunum þínum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Eitt rauðvínsglas (þú veist þessi stóru sem ég á) tánudd og svo beint upp í rúm.

En Hulda mín þótt þú farir um dimman dal.........ekki örvænta, öll próf taka einhverntíma enda!

Soffía Valdimarsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Heyrðu Fía litla heldur þú að ég eigi ekki eina átekna sem þarf að klárast annaðkvöld, eftir sálfræðitörnina hjá mér og "tengdó" og það væri ekki verra að fá aðstoð, nú hún má ekki liggja undir skemmdum og svo á þessum hörðustu og verstu þá hendir maður ekki afgöngum (vona að Færeyingarnir mínir fari ekki hjá sér við þetta)

ég með flöskuna og þú með glösin !!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fáðu þér gott salt bað, gróft salt í baðið, og rauðvínsglas á barmin og svo kertaljós.  Langtímameðferðin er auðvitað að taka lýsi á hverjum morgni Hulda mín.  Knús á þig og láttu þér batna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég hef fengið verri tilboð um dagana það get ég svarið.

Verðum i bandi.

Soffía Valdimarsdóttir, 30.4.2008 kl. 10:39

7 Smámynd: Vilborg

Var að heyra að gúrkur væru svo bólgueyðandi....er ekki nóg af þeim í Hveró

KNÚS

Vilborg, 30.4.2008 kl. 14:05

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þakka góð ráð best að ég fari í saltbað með gúrkur á andlitinu og mæti svo til hennar Fíu með flöskuna góðu

Annars er ég við hestaheilsu, rafvirkinn og heimilsbókahaldið þjást

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:34

9 identicon

Á-jú.... vit fylgja við  vanda tær um orðini

Føroyatúrurin gevur heilsubót  gosbaði og fløskan bíða tykkum 

Jonnhild (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Halló! Er ég að missa af hérna? NÆST HRINGIRÐU!

Soffía Valdimarsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband