Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Þakka liðið ár

Endurminningar þínar í lok ársins sem er að líða, eru besti undibúningurinn undir næsta ár.

Ég stend á tímamótum, nýtt ár er að hefjast. Guð hjálpi mér til að vera góður, sanngjarn og vitur í öllum mínum gjörðum.

Þakka ykkur góð bloggkynni á liðnu ári.

  


Bara þessi veðurspá

segir okkur að í nótt verða allir NEYÐARKALLARNIR í viðbragðstöðu og ekki veitir þeim að stuðningi okkar allra nú um áramótin.

KAUPUM FLUGELDANA OKKAR AF BJÖRGUNARSVEITUNUM


mbl.is Stormi spáð á öllu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Jólin 2007

Jólin komin, úti er kalt

minning margra hátta

þakka ykkur fyrir allt

velkomin vertu 08

Jólakveðja

 

\


Guð má vita hvar við dönsum um næstu jól

Þess vegna fagna ég komu jólanna. Ég elska umstangið, þökk sé þeim (og reyndar fermingum) að við búum ekki enn á moldargólfinu. Ég elska að skrifa jólakort, fá jólakort og jólakveðjur, ég elska að vera innan um fjölskyldu mína stússast í mat svo ég tali nú ekki um að BORÐA og að því fæ ég nóg næstu daga Heart Og ekki verra að fara borða við nýja borðstofuborðið Wink og taka myndir á nýju BLEIKU myndavélina sem rafvirkinn færði mér í fyrrakvöld Cool

Svo ég hlakka bara til Wink allt að verða komið á sinn stað ryksugan á gólfinu og verður hún þar þangað til jólatréð er komið á sinn stað.

Jólavísan fær að líta dagsins ljós á morgun þangað til kæru bloggvinir nær og fjær óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og megi englar himins vaka yfir ykkur Halo


Tómur skór

Gulldrengurinn er HÆTTUR að trúa á jólsveinana alla með tölu :Þ(  Mamman saknar þess sárt.

Nú um daginn þegar mér var litið inn í herbergið hans og leist ekkert á ruslið inni hjá honum þá sagði hann bara: Já en mamma ég er alveg að verða unglingur og svona eru unglingaherbergi !!!! Svo kom að því að setja skóinn út í glugga, þá bar það sama við já en ég er hættur að trúa á jólasveinana ég er alveg að verða unglingur !!!!

Mamman á heimilinu samdi tregafulla vísu að söknuðu við skóinn í glugganum

Tómur er hans takkaskór

trítillinn er orðin svo stór

Ljúft loga kertin skært

lúin hann glókollur sefur nú vært

 


Jólalegt í 810


Byron kastalinn í Skotlandi

 

Lesin inn: 6.12.2007


Alltaf að líta á björtu hliðarnar

Nú er bara eitt að gera fyrir Hvergerðískar húsmæður, leggja hvítu jóladúkana í ánna.

Nei það á ekki að vera gera grín þetta er háalvarlegt mál


mbl.is Klórmengun í Varmá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ aumingja þið !!!

nú er ég uppiskroppa í bili með brandrana þannig þið sem viljið verðið bara að lesa rausið um mig Pinch

Nú ég, súkkulaðirassinn minn og teflonheilin erum búin að taka tvö próf í siðfræði og tölvufræði. Hvernig gekk svo Errm það er erfitt að segja til um siðfræðina þar sem ég var beðinn um að segja hvað MÉR FYNDIST og hvað ÉG HÉLDI og það er ekkert víst að kennarinn sé sammála um það sem MÉR FINNST og það sem honum finnst W00t

En tölvufræðin gekk vonum framan Wink og þá á ég bara ritvinnsluna eftir á föstudag og þá get farið að verða JÓLAMAMMA  Smile farið á jólahlaðborð og fundið jólafiðringinn InLove

Annars er ég vön að segja jólin koma og ég á bara eftir að gera sósuna W00t


Myndasíða

Þar sem myndavélin mín liggur í dvala langar mig að benda ykkur á skemmtilega myndasíðu, þar sem hann Bjössi blái tekur myndir af helstu viðburðum hér í Hveragerði og ekki er verra að hann var með okkur í Skotlandsferðinni góðu og mundaði vélina sem aldrei fyrr.

á meðan ég held áfram í prófum getið þið yljað ykkur við Handverk undir Hamri og fleiri skemmtilegar myndir af mannlífi í Hveragerði (og Skotlandi)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband