Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Það eru allir með

lág laun ..............................kennarar, leikskólakennarar, löggur, slökkviliðsmenn, sjúkraliðar, ófaglærðir, bílstjórar, aldraðir, öryrkjar, rafirkjar, smiðir, verkamenn, tæknimenn, konur í fjölmiðlum (þær eru hlunnfarnar) aðhlynning, leiðbeinendur, ræstingar, öryggisverðir, afgreiðslufólk, skrifstofufólk, leikarar, þýðendur og þulir, tæknimenn, verksmiðjufólk, fiskvinnslufólk, hjúkkur, gangaverðir, húsverðir, þroskaþjálfarar, iðjuþjálfarar,snyrtifræðingar, nuddarar, klipparar, konur, karlar, útlendingar, hommar, lespíur, ungt fólk

 


mbl.is Eiga laun leikskólakennara að vera hærri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er gísl

vonandi getur eitthver bjargað mér !!!

Ég er gísl um helgina vegna þess að unglingurinn fékk eðalslyddujeppan lánaðan í smá ferðalag og eftir skilur hann okkur (foreldrana) með BMW boðun í skoðun og POLO sem er svo stirður í gírunum að ef maður nemur staðar þá tekur góðan tíma að koma honum aftur í fyrsta gír.

Þannig ef þið verðið vör við konu á "bleikum" POLO þá er hún gísl sem bjarga verður samstundis (ekki verra ef það væru vaskir myndarlegir sérsveitarmenn) Smile

 


mbl.is Gíslabjörgun á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

810 vs 270

810 er bloggið mitt og einhverjir velta því fyrir sér af hverju 810??

Jú 810 er póstnúmerið í Hveragerði, verahvergi eins og unglingarnir kalla það og úrígúrí segja útlendingarnir.

Það eru rúm 18 ár (ok æm getting old) síðan ég flutti í Hveragerði ég var nú ekkert ofsalega hrifinn eftir minn fyrsta vetur og ætlaði nú ekki að búa út á LANDIBlush mjög lengi.En svo kemur sumar eftir vetur svo fer maður að kynnast fólkinu betur og bæjarlífinu Cool það voru á milli 1.000 og 1.200 íbúar þá en í dag erum við yfir 2000.

Í dag elska ég Hveragerði og myndi helst ekki vilja búa annarstaðarSmile smá kaldhæðni finnst sumum þar sem gamla sveitin mín er 20 ára um þessar mundir Wizard en það er margt líkt með þessum tveimur bæjarfélögum Grin Heilsuhælið = Reykjalundur, garðyrkjustöðvar (reyndar á undanhaldi í báðum) heita vatnið osv. og við Mosfellingar sem hér búa erum sammála því að Hveragerð í dag er svipaður Mosó þegar við ólumst upp þar.

En svona gertist þetta, fyrst þykir manni vænt um fólkið svo göturnar, síðan umhverfið og þegar manni þykir orðið vænt um kirkjuna skólann og sundlaugina (þá bestu á landinu) er ekki aftur snúiðWink Þú gengur um bæinn og allstaðar mætir þér bros Smile fólk spjallar og býður góðan dag þetta er hið daglega líf.

Fólk tekur þátt í gleði þinni og sorg, oft er gott að allir viti allt um alla því stundum nægir þögnin ein.

Í dag er ég orðin Hvergerðingur og býð nýja íbúa velkomna í bæinn minn Smile 

Börnin mín eru og verða Hvergerðingar og ég er stolt af því Wink

Jafnframt óska ég Mosó til hamingju með afmælið og vonandi verður jafn gaman hjá þeim "í túninu heima " (þar sem mín voru Helgafellstúnin) og hjá mér á "Blómstrandi dögum"


Hönnun og snið er ekki það sama

Ég er aðdáandi íslenskrar hönnunar Smile og sér í lagi allt sem er úr ull og  fatnaði en hún er oft svo dýr að fyrir meðalmanneskju eins og mig er það bara ekki í boði fyrir pyngjuna. En ég var svo heppin fyrir nokkrum árum að eignast færeyska hönnun Cool sem er alveg jafnklassískt og sú íslenska InLove alveg frábær ullarpeysa eftir konu sem heitir Sirri.

 

Þeir sem mig þekkja vita að fötin mín eru yfirleitt þeim eiginleikum gædd að vera þægileg Halo og ég elska náttföt Heart

Um daginn fór ég svo í búð í Reykjavík sem selur náttföt eftir íslenskan hönnuð ummm og þau voru á útsölu W00t Svo ég var ekkert að drolla við þetta og keypti mér þessu fínu náttföt án þess að máta Whistling Bíddu hver mátar náttföt Sleeping

Ég hefði betur mátað þau Blush Sniðið er bara ekki að gera sig fyrir það fyrsta þá ná buxurnar alveg upp að brjóstum og ekki er gert ráð fyrir að ég sé með rass Blush hlýrabolurinn sem er í stíl er ekki skömminni skárri Frown Hlýrarnir eru svo langir að þegar ég er komin í bolinn koma brjóstin á mér upp úr honum Shocking og ég sem státa nú ekki af stórum brjóstum Shocking


Þegar eitthvað fer úrskeiðis

Þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og stundum gerist,
þegar vegurinn sem þú ferð eftir virðist allur upp á móti,
þegar afraksturinn er lítill en væntingarnar miklar,
þegar þig langar að brosa en neyðist til að andvarpa,
þegar áhyggjurnar verða þrúgandi,
þá hvíldu þig en gefstu ekki upp!


Nýyrði

Ég sé að bloggarar á moggabloggi eru duglegir að finna nýyrði á okkar ástkæra ylhýra tungumáli. Þetta voru ég og SLEMBRA vinkona mín einmitt að ræða um daginn.

Orðin sem okkur finnast ekki mjög falleg á íslensku eru geisladiskur og dvd diskur. Ég fór að segja henni hvaða orð frændur okkar Færeyingar nota. Orðið "flöga" (borið fram flöva) sem segir að hluturinn sé fisléttur.

Þá komu þessi snilldarorð hjá okkur "TÓNFLUGA" OG "MYNDFLUGA" hljóma betur og eru mun fallegri í framburði en geisladiskur.


Þessi frétt

skýrir kannski undarlegt háttarlag hjá fuglunum í Hveragerði !!!

Það var bara í fyrrakvöld að hér fyrir utan á  ómalbikaðri Klettahlíðinni vorum við grannarnir komnir til að fylgjast með undarlegu háttarlagi fuglanna. Konan á móti taldi að það væri eldgos í þeim en sá sem býr við hliðinna á mér hélt að það væri bara smáskjálfti í þeim !!!!!

Ég fór aftur inn eins og hver önnur Pollýanna og vona enn það besta Wink


mbl.is Almannavarnir í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra eldsumbrota við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi

endar mín móðurást ekki svona !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
mbl.is Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að fara yfir um

á heimilinu Blush  sérstaklega hjá mér Crying taugaveiklunin er að drepa mig og ég er að fara yfir um af SMÁATRIÐUM Frown pabbin er heldur rólegri og treystir á sinn STÓRA mann Cool

Svo verður þú að muna eftir þessu Pinch og þú mátt ekki gera svona Blush heldur hinsegin Gasp

Já það er ekki tekið út með sældinni að senda gulldrenginn út í heim Blush Mikið lagt á ungan mann

hann amma Tóta og heimasætan á Reykhólum eru að leggja land undir fót og ætla að heimsækja fjölskylduna í Englandi og vera í heila 10 daga Cool Mikið ævintýri í vændum hjá þeim Smile En mömmurnar í þessu tilviki verða eflaust svefnlausar í nótt ekki af spenningi eins og börnin heldur af stressi Crying

Öll huggunarorð eru vel þegin FrownFrownFrown

P.S. Veit að það væsir ekki um þau í Englandinu þrátt fyrir regnSmile það er bara ferðalagið þangað sem er að fara með mig Crying


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband