Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sjálfsvorkunnarblogg

ég er nú ekki kirkjurækin kona, en er Guðslifandi fegin fyrir að fá páskafrí, kærkomið frí er orðin langþreytt á þessum vetri og erlinum sem hefur fylgt honum.

Ekki það að ég sofi fram eftir öllu, heldur að losna við að rífa sig upp á morgnanna og haska sér í vinnu, þá er það yndislegt að geta hellt sér upp á kaffi og verið í rólegheitum svona fram að hádeigi.

Fórum á Hótel Örk í gærkvöldi þar sem að Pabbinn var sýndur, ég hló út í eitt svo ég tali nú ekki um krónískan hissasvip á feðrum ofl. þið sem eigið börn eða ætlið ykkur að eignast börn bara verðið að sjá þessa sýningu Grin Sáum eiginlega mest eftir því að hafa ekki tekið klaufdýrið og gulldrenginn með.

En skátarnir búnir að koma með páskaliljurnar, búið að týna upp ungana, vonandi eigið þið gott frí um páskana og njótið þess að vera með fjölskyldunni, það ætla ég að gera og svona eina skýrslu í þroskasálfræði svo ég haldi dampi Shocking


Týpískt

fyrir hreppafjelagið okkar að komast í fréttirnar, eina ferðina enn, á neikvæðan hátt, best að ég drífi mig í sund Wink


mbl.is Bannað að bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufdýrið

er ekki kallað klaufdýr fyrir ekki neitt Pinch ef hann fer í leit (með hjálparsveitinni) þá týnir hann einhverju eins og símanum sínum (þakka fyrir hann týni ekki þeim sem leitað er að)

Í dag skiptu þeir feðgar svo um bíl við mig, því þeir voru svo margir sem þurftu að komast í vinnuna og betra að fara á einum bíl Errm ekki vildi betur til en það að klaufdýrið bakkaði á staur á fína bílnum hennar mömmu sinnar svo útkoman varð svona :


Fallhlíf

er kannski það eina sem getur bjargað krónunni Wink
mbl.is Krónan í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir dómstólar

 Tveir dómar sama dag á sama landinu.

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur.

Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*

*hundruð þúsund
* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6

milljónir
í málskostnað.

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

Kommúnan

Við erum stödd á Íslandi 1975. Húsmóðirin Elísabet flýr undan drukknum ofbeldishneigðum eiginmanni sínum Róberti, ásamt dóttur sinni Evu, á náðir bróður síns sem býr í hippakommúnunni "Gleymmér ei" á milli Selfoss og Hveragerðis. Í kommúnunni búa auk bróðurins Georgs og Lenu spænsku kærustu hans, Anna sem er nýorðin lesbía, Franco hatarinn Salvatore og sonur þeirra Tet, miðaldra homminn Ragnar og ofstækisfulli uppreisnarsinninn Eiríkur. Þetta er litríkur hópur sem vegsamar frelsið og fyrirlítur efnishyggju og smáborgarhátt.
Þrátt fyrir frelsið gengur misvel fyrir hópinn að búa saman, þau rökræða um flesta hluti og eru ekki alltaf sammál en allir eiga að brosa í "Gleym mér ei".
Kommúnan er skemmtilegur gamanleikur með dökkum undirtón unninn upp úr verðlauna myndinni Tillsammans eftir Lukas Moodysson.

Fór ásamt samtarfsfólki í gærkvöldi að sjá þessa frábæru sýningu Smile Hvet ykkur ef þið hafið tækifæri að sjá þessa sýningu.

Maður hugsar alltaf um ást, frið og frjálsar ástir í sambandi við hippatímabilið, en þetta hefur ekki verið eins einfalt og af er látið W00t

En ef þið farið þá mæli ég eindregið með því að þið hafið bjúgu í matinn, áður en þið farið Wink


Vaxið á ekki við mig

Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara
reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan
fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í
notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5
vikur..... og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.
  
Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja
hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann
kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum,
þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til
að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda
renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því
snilldarhugmynd.
Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann,
setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég
þá á leggina á mér og....... þetta var.... heitt og alls. ekki.
sársaukalaust!
  
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur
gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort
sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum
vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina
rauðvínsflösku í leiðinni.
  
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á
óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til
ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru
enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti
annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif
af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR
SÁRSAUKI!!!
Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna
áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að
rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við
sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
  
Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki
eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR
VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt
vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og
gjörsamlega miður tók fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK!
Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
  
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til
bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga
það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp,
bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann
en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra
brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota
það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst
undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
  
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd
föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr
þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í
Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af! Ef ykkur langar til að
vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel
notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið
nálægt því!
  
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn
minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum
svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér
að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á
mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En
mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem
yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og
gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
  
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir
öll ósköpin hafði ekki. eitt. einasta. hár. horfið! Ekki. eitt. einasta!!!

  
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af
rúminu..... 
  

Bloggið borgar sig !

Því að fyrir helgi læddist, inn um bréfalúgur hjá okkur íbúunum við Klettahlíð, tilkynning um að á komandi þriðjudag yrði fundað með okkur um stöðu framkvæmda í Kletthlíðinni Smile Betra er seint en aldrei og hið besta mál að bæjaryfirvöld vilji hitta okkur, en rafvirkinn verður að fara fyrir okkar hönd því ég er skráð á skyndihjálparnámskeið á sama tíma Wink Ekki veitir mér af (sjá fyrri færslu)

En helgin búin að vera góð, fórum í rafmagnaða keilu á föstudagskvöldið með stuðboltunum, eitthvað misskildum við hjón stigakeppnina og vorum viss að þetta væri "NÓLÓKEPPNI" W00t

Svo nálgast fermingarnar óðfluga og gær voru aðeins tvær kransakökur bakaðar hér á þessum bæ og vonandi verður útkoman einhvernvegin svona

kransakaka ala Hulda

 

 

 

 


Hér er einn fyrir guðfræðinemann !!

Nýi presturinn var mjög taugaóstyrkur við sína fyrstu messu, hann gat næstum ekki talað.  

Þar á eftir spurði hann þann eldri prest, hvernig hann hefði komist af, með sína fyrstu messu.  

Sá eldri segir:

Þegar ég byrja að vera taugaóstyrkur, set ég upp eitt glas af vodka við hliðina á einu glasi af vatni. Ef ég verð taugaóstyrkur, þá fæ ég mér einn dropa af vodka.  

Þann næsta sunnudag fer presturinn eftir þessu, og er með eitt glas af vodka.  

Hann fær sér sopa, í hvert sinn, sem hann verður taugaóstyrkur, að endingu, getur hann fundið út, hvað hann talar virkilega frammúrskarandi, og hann verður ánægður og fer niður á sína skrifstofu eftir messu. 

‘A hurðinni finnur hann einn eftirfarandi seðil.

  1. Þú skalt dreypa á vodka, ekki svelgja hann í þig.
  2. Boðorðin eru 10, ekki 12.
  3. Það eru 12 lærisveinar, ekki 10
  4. Við tölum ekki um Jesú krist, sem hann væri framliðinn.
  5. Faðirinn, sonurinn og heilagur andi, leggst ekki út sem Yfirmaður, hirðmaður og draugur.
  6. Þegar Jesú, braut brauðið við síðustu máltíðina, sagði hann, takið þetta, og borðið þetta, því þetta er líkami minn. Hann sagði ekki ”étið mig”    

Þetta er til þín...

Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. „Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla  peningana mína,“ hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.
„Ég er enginn ræningi,“ urraði maðurinn hneykslaður. „Ég er nauðgari!“
„Guði sé lof,“ sagði Sigfús og andaði léttar. „Þrúða mín, þetta er til þín!“

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband