Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Kennarar eru vinir mínir :-)
6.3.2008 | 22:06
Var á árshátíð miðstigs í skólanum í seinnipartinn, alveg frábær skemmtun og gaman að sjá hvað krakkarnir eru hugmyndarík, semjandi leikrit, þulur og brandara Og að koma fram fyrir framan fullan sal af fólki. Mér fannst það vel við hæfi að hafa temað "sumarið" eftir veturinn sem nú hefur verið hjá okkur
Sumarbúðirnar hjá 6H.
En þar sem aðalumræðuefnið á kennarastofunni er álit almennings (mitt) á kennurum
Langaði til að rifja upp þessa færslu síðan í fyrra, vegna þess að latur vinur minn og bloggvinur hefur verið að fara í saumana á félagi sínu ( Kennarasambandið) og kjörum kennara.
"Ég átti mér eitt sinn draum, draum um að verða kennari.
Ég ætlaði að verða íslenskukennari, kenna unglingum að sjá Gísla Súrsson sem Súperman síns tíma.
Kenna kjaftforum unglingsstrákum að beygja sögnina að ríða.
Láta unglinga þýða dönsku bókina "Kærlighed ved forste hik" endurskrifa hana á meinfyndri íslensku svo hún verði jafnfyndin og á dönsku.
Vera í flatbotna skóm og pilsi.
ÞAÐ KOM VERKFALL ÞEGAR ÉG VAR Í MENNTASKÓLA !!!!! "
Tek það fram að ég hef verið mikið viðriðin skólann hér í 810 var í stjórn foreldrafélagsins sem gjaldkeri, formaður og áheyrnarfulltrúi í skólanefnd.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.3.2008 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sitt lítið af mér
6.3.2008 | 16:11
1. Hvað er klukkan? 15.51
2. Hvað er fullt nafn þitt? Hulda Bergrós Stefánsdóttir
3. Við hvað ertu hræddust/hræddastur? Hræddust um syni mína
4. Fæðingarstaður? Reykjavík
5. Uppáhalds matur?Súkkúlaði, það hlýtur að teljast matur !!?!
7. Hefurðu einhvern tímann verið með tiltektaræði? Hef ég !!!!! Áskrifandi
6. Hver er þinn náttúrlegi hárlitur? Ljós
8. Einhvern tímann farið nakin að synda? Jú jú búin að prófa það.
9. Hefurðu elskað einhvern svo mikið að þú hefur grátið? Já
10. Lent í bílslysi? Já
11. Croutons (Brauðmolar) eða beikon bitar? Beikonið
12. Uppáhaldsdagur vikunnar? Föstudagur
13. Uppáhalds veitingahús? Í góðra vina hópi er alltaf gott að borða
14. Uppáhalds blóm? Fresíur
15. Uppáhalds íþrótt að horfa á? Handbolti
16. Uppáhalds drykkur: Grænn Kristall plús
17 .Uppáhalds ís? Kjörís og Ben and Jerry (fíluísinn minn)
18. Warner Brothers/Disney? Warner
19. Einhvern tímann farið í skip? Jú, Akraborg, Herjólf, Smyril, Dúgvuna, Sam og hvað þau heita nú öll þarna í Færeyjum jú og Nörrænu
20. Hvernig er baðmottan þín á litin? Ljós
21. Hversu oft féllstu á bílprófinu? Einu sinni á bóklega, hélt að ég væri í dráttarvélaprófi
22. Á undan þessu, frá hverjum fékkstu þetta e-mail? Ástu Lóu, Dísu frænku og svo Eygló og sá mig knúna til þess að fara svara þessu :-)
23. Hvað gerirðu þegar þér leiðist? Hef ekki tíma til að láta mér leiðast
24. Hvenær ferðu í rúmið? Þegar rafvirkinn er klár !!!
25. Hver verður fyrstur til að svara þessu e-mail? Flestir búnir ætli ég sé ekki sú síðasta
26. Hver er ólíklegastur til að svara þessu? Sama svar og við 25
27. Hvaða persónu ertu forvitnust að sjá svar frá? Ég er nú svo forvitinn
28. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? LOST (held ég sé líka sú eina sem horfi á þá ennþá)
29. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Síðast borðaði ég í góðra vina hópi Þorramat á Eldhestum
31. Uppáhalds litur? Alltaf svag fyrir vínrauðum
32. Hvað ertu með mörg tattú? 0
33. Hvað áttu mörg gæludýr? ég á mann :-)
34. Hvort kom á undan eggið eða hænan? Guð skapaði .........................
35. Hvað langar þig að gera áður en þú deyrð? Lifa
36. Hefurðu komið til Hawaii? Nei.
37. Hefurðu komið til annarra landa en Bandaríkjanna? Já, Færeyja, Svíþjóð, Danmörk, Írland, England, Skotland og Frakklands
38. Til hve margra ertu að senda þetta e-mail? Þeirra sem sendu mér þetta og +
39. Klukkan þegar könnun líkur: 16.04
Jæja, hér er það sem þú átt að gera.
Gerðu það ekki skemma skemmtunina.
Ýttu á afritaðu, eyddu svörunum mínum og settu þín í staðinn.
Sendu þetta svo til fullt af fólki sem þú þekkir, LÍKA til þess sem sendi þér þetta. Þú munt læra margar staðreyndir um vini þína.
Það er eins gott að ég sé að fara á skyndhjálparnámskeið
4.3.2008 | 16:44
Þú kemur seint; sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn.
Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni.
Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!
Hvað gerðir þú? spurði sá dökkhærði.
Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig.
2. mars
2.3.2008 | 22:45
Og í dag átti vera fjölskylduafmæli, en veðrið setti strik í reikningin, þannig að fjölskyldumeðlimir (sem nánast allir eru sunnan Hellisheiðar) ákvað að halda kyrru fyrir, enda það eina rétta þegar veðrið lætur svona vetrarlega Þannig til þess að ég bætti ekki á mig ALLT OF MÖRGUM kaloríum í dag var hóað í vini í næsta nágrenni Gulldrengurinn átti góðan dag með afmælissöng og góðum gestum
En þeir voru myndaðir á Pizza Hut drengirnir þegar þeir höfðu spilað keilu (í gær)
Það er fjör að fara með vinunum út að borða
Þetta er nú svo flottir strákar
Vinir og vandamenn myndaðir í dag
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gulldrengurinn 12 ára í dag
2.3.2008 | 09:49
Hann elskar ALLAR íþróttir
Hér er hann á skíðum á Akureyri
Körfuboltamóti á Suðurnesjum
Á hestbaki í Landmannahelli
Á skautum í Egilshöll
Að keppa í fótbolta í Borgarnesi
Góður dagur
1.3.2008 | 15:35
og fallegur með eindæmun. Hamarinn skartar sínu fegursta í snjónum og veðurblíðunni.
Ég er ein heima Rafvirkinn fór með gulldrenginn og bestu vini hans í keilu og pizzu í bæinn í tilefni af morgundeginum Ég hef nýtt tímann að undarbúa morgundaginn klára verkefni og lesa svolítið í þroskasálfræðinni En það er mesti friðurinn þegar maður er einn heima en sem betur fer verð ég ekki ein lengi
Því í kvöld ætlum við að borða með slembru og fjölskyldu aðallega til að funda um Færeyjarferðina í sumar Held að þetta verði svolítið RAUÐUR fundur Og á morgun er það svo afmælisveisla
En njótiði Hamarsins með mér