Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Er á leið í próf

í þessum skrifuðu orðum Crying er frekar strekkt á taugum, þetta er nefnilega síðasta prófið mitt í mínu námi, hvað svo sem ég geri í framhaldinu.

Þetta er próf í sálfræði svo mér veitir ekki af jákvæðnum hvatingarorðum..............................


Það gladdi hjarta mitt

að sjá gulldrenginn á forsíðu Morgunblaðsins í dag Heart en ekki síður fréttin sem fylgdi með "Leikgleði á lóðinni". Þó að mörgu sé ábótavant hér í bæ þá státum við að frábærum skóla, með einstöku starfsfólki, útpældri skólalóð og það á að hampa því sem gott er Smile


mbl.is „Skólalóðir útundan í langan tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi frétt er yndisleg

þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki skilja færeysku

28 fáa bót fyri at koyra við píkum
Løgreglan hevur í dag tikið 28 bilførarar fyri at koyra við píkum. Píkatíðin endaði mikudagin, og fram til 15. oktober er ikki loyvt at koyra við píkadekkum


Eru allir Austuríkismenn pínulitlir (risastórir) perrar

Já nú fer ég að alhæfa, enda er ég að lesa undir próf og þegar yfirferðin er búin dettur mér allur andskt. til þess að blogga um og hvert öðru vitlausara. Það er eins og þeir sem eru í prófundirbúningi geti sig ekki hamið og með heilann á reiki um víðan völl. Hann er allavega ekki þar sem hann á vera hjá mér, helst hér í bloggheimum.

En samsæriskenning mín byggist reyndar pínulítið á lesefni dagsins.

Það var Austuríkismaður sem lokaði dóttir sína í kjallara hús síns til þess að hann gæti viðhaldið sínum perraþörfum.

Hitler var komin af Austuríkismönnum ekki rétt, það vita allir hvernig hann var,nú og svo sálfræðingurinn Freud (þar komum við að skólabókunum) svo mikill perri að henn sneri öllum sínum kenningum upp á kynhvötina.

Veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta þegar hann bendlar lítil börn við þermistigið, geldingarótta eða reðuröfund.

Svo nú er ég viss allir Austuríkismenn eru PERRAR


Eiginleikar lífsins

eru þrenns konar:

það sem er auðvelt, erfitt eða ómögulegt.

Þeir sem velja auðveldustu leiðirnar lifa öruggu og leiðingjörnu lífi.

Þeir sem taka á sig áhættur í lífinu, eru ósmeykir og harðir af sér og fá að njóta lífsins.

Þeir sem framkvæma hið óyfirstíganlega falla aldrei úr manna minni.

Hvaða eiginleika lífsins hefur þú valið þér?

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband