25 vísbendingar

um að þú sért að verða gamall/gömul (sérstaklega fyrir þá sem fögnuðu fertugsafmæli í síðustu viku)

Þú ert sofandi en allir halda að þú sért dáinn.

Þú ert með partí og nágrannarnir verða þess ekki varir.

Þú getur verið án kynlífs en ekki án gleraugna.

Þú ferð oftar í bakinu en þú ferð út.

Þú ert hættur að draga inn magann sama hver kemur inn.

Þú kaupir áttavita í bílinn.

Þú ert stoltur eigandi sláttuvélar.

Besti vinnur þinn er með stúlku sem er helmingi yngri… Og er ekki að brjóta nein lög.

Handleggirnir á þér eru of litlir til að fletta blaðinu.

Þú syngur með laginu í lyftunni.

Þú vilt frekar fara í vinnu en að vera heima lasinn.

Þér finnst gaman að hlusta á aðra tala um spítaladvöl.

Þér finnst kaffi Vera besti drykkur í heimi.

Fólk hringir í þig kl. 9 og spyr “var ég að vekja þig “?”

Þú svarar spurningu svona: “Vegna þess að ég sagði það!”

Endinn á bindinu hjá þér kemur hvergi nálægt buxnaröndinni.

Þú ferð með málmleitartæki á ströndina.

Þú ert í svörtum sokkum þegar þú ert í sandölum.

Þú manst ekki eftir því hvenær þú lást á gólfinu til að horfa á sjónvarpið.

Þú ert með meira hár í eyrunum en á höfðinu.

Þú talar um “gott Gras” en þú ert að tala um blettinn hjá nágrannanum.

Þú verður vondur þegar talað er um ellilífeyrinn.

Þú fékkst þér gervihnattadisk til að sjá veðurstöðina.

Þú getur farið í keilu án þess að drekka.


Tilbrigði við svanavatnið

meðal annars bloggefnið í dag. En í dag er dagur til að gleðjast því hún slembra vinkona mín er "lystug" (að eigin mati) þ.e.a.s. fertug í dag Wizard Á bloggsíðu sinni bendlar hún mig við að hafa sent henni myndarmann á tröppurnar sínar, í hvaða erindagjörðum veit ég ekki og því síður skil ég ekki alveg af hverju ég ætti að senda henni einn slíkan þegar hún á EINN FYRIR Frown

En að svanavatninu, ég ætlaði nú eitt sinn að verða ballerína W00t en ferill minn endaði mjög snöggt. Það var í þá daga er ekkert íþróttahús var í Mossfellssveit og Hlégarður sinnti því sem hægt var á því sviði. Þá var boðið upp á ballettkennslu og ég lítil skotta mjög svo áhugasöm og vildi ólm læra ballett Smile og úr varð að mamma samþykkti það og fór með mig að kaupa þessa fínu tátiljur, sem nauðsynlegar voru svo ég gæti lært ballett.

Svo mætti ég galvösk í ballett og lærði plíe og allt hvað þetta nú heitir, bein í baki útskeif sá ég sjálfa mig dansa ballett á stóru sviði í bleikum ballettfötum Errm en Adam var ekki lengi í paradís, kennarinn sá baki mínu allt til foráttu og á endanum sagði hún við mig að ég gæti ómögulega lært ballett með þetta "BANANABAK"

Þessi draumur hefur samt alltaf blundað í mér og á ég það til að taka nokkur spor svona bara til þess að gæla við drauminn Whistling

Síðast í gærkvöldi, þetta var nú ekki beint fyrirfram ákveðið, en þannig var að ég mig vantaði naglaklippur inn á baðherbergi. Rafvirkinn var nýbúinn að vera í baði þegar ég sveif í orðins fyllstu inn baðherbergisgólfið (sem var flughált) og endaði svanavatnið á milli klósettsins og innréttingarinnar W00t þar lá ég síðan og gat mig ekki hreyft W00t ég var sem sagt föst á milli báts og bryggju Pinch þetta horfðu rafvirkinn og klaufdýrið upp á, án þess að blikna. Þegar þeir höfðu fullvissað sig um að ekkert amaði að mér gall í kalufdýrinu: SVO ER ÉG KALLAÐUR KLAUFDÝRIÐ Á ÞESSU HEIMILI  !!!!!!

 


Megrun fyrir karlmenn

Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum" pakkann.

Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".

Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni.  Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp.  Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti.  Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg.

Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann.

Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð.  Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".

Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni.  Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki.  Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form.  Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg.

Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann.  "Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta prógrammið okkar"

"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár".

Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm.
Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!"

Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.



Gullfoss og Geysir

eru afskapleg fallegir staðir á landinu. En það er ekkert fallegt við að hafa annars vegar þennan kraftmikla foss og hinsvegar gjósandi hver ólgandi innan í sér Sick

Þá vitið þið hvernig ég hef haft það undanfarna daga, sem sagt búin að liggja með Gullfoss og Geysi ólgandi innan í mér og er vonandi að losna við þá félaga Blush

En rafvirkinn er komin heim heilu og höldnu og talar ekki orð í þýsku W00t 

En svona af því það er föstudagur og ég að hressast þá sendi ég ykkur þennan:


( ( drrring ) ) )
( ( ( ( ( ( ( ( ( drrring-g-g-g ) ) ) ) ) ) ) ) )
“Halló?”
“Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?”
“Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda”
Eftir stutta stund segir pabbi: “En þú átt engan Kalla frænda, elskan!”
” Jú víst, og hann er uppi í herbergi með mömmu núna!”
“Hmm. allt í lagi, gerðu þetta fyrir pabba: Leggðu frá þér símann, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim?
“Allt í lagi, pabbi!”
Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann:
“Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi”
“Og hvað gerðist?” spyr hann.
“Mamma stökk allsber fram úr rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna. . . .”
” Guð minn góður, hvað með Kalla frænda?”
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni. Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar steindauður!”
Svo segir pabbi,:
“Sundlaug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Er þetta ekki 555-2775??”


Grasekkja

þessa dagana, og aldrei að vita hvort rafvirkinn detti inn á síðuna þá hef ég þetta að segja InLove


Af því það er föstudagur

Það var yfirvofandi alsherjarverkfall í Reykjavík og við blasti stöðvun á sölu  á bensíni, matvælum og nánast öllu. Forsjáll forstjóri hafði orðið sér úti um tíu fjörutía lítra brúsa fulla af bensíni. Hann bað skrifstofumann sinn að fela vel þennann dýrmæta vökva, sennilega væri best  að grafa það í garðinum heima hjá honum. Um kvöldið kom skrifstofumaðurinn til forstjórans og sagði:  “Jæja, þá hef ég komið bensíninu á öruggan stað,–Ennnn hvað á ég að gera við brúsana ?”


HEPPIN

eða hvað !!!! Ekki bara ég heldur öll mín fjölskylda, bæði í móður og föðurætt, erum svo ROSALEGA vel að Guði gerð hvað varðar augabrýr að það hálfa væri nóg Pinch

Á vissum aldri þá er manni ekki alveg sama um allan þennan hárvöxt sem um getur á augabrúnunum og gerir því allt sem í valdi stendur til að sporna við ÞESSU Errm

Nú er svo komið fyrir mér að ég þarf að láta plokka augabrýrnar (hjá fagakonu) oftar en ég fer í klippingu W00t nér ég er ekki að plata (annars liti ég út eins og bróðir minn sem gekk lengi vel undir nafninu, bróðir þinn með augabrýrnar, af vinkonum mínum sem áttu erfitt með að muna nöfnin á þeim öllum þ.e.a.s. bræðrum mínum 5) og þess á milli þarf ég SJÁLF að plokka annan hvern dag Crying ógrátandi. Þessa dagana er fagkonan í fríi Cool og plokkarinn minn (sá allra besti) orðin úr sér gengin. Jú jú ég fór og ætlaði að kaupa nýjan NEI ÞAÐ ER HÆTT AÐ FRAMLEIÐA HANN svo ég finn bara annann Wink Þennan máuðinn er ég búin að fjárfesta í tveimur nýjum plokkurum, sem hvorugir gera gagn, OG NÚ LÍT ÉG ÚT EINS OG BRÓÐIR MINN MEÐ AUGNABRÝRNAR Blush

Ekki misskilja þetta Bóbó minn Heart

 


Í liði með Hugh Grant

Í kvöld sat rafvrikinn fyrir framan sjónvarpið (aldrei þessu vant) og kallar í mig: það er að byrja mynd hérna með Hugh Grant langar þig ekki að sjá hana GetLost þú ert nú svo mikið fyrir hann !!!  Ég svara: Nei ég er að ljúka við verkefni, og ertu nú farin að setja mig í lið með Hugh Grant?

Klaufdýrið kom í sófann til pabba síns og fór ÓVART að horfa með honum Pinch 

Nú sitja þeir tveir saman emjandi úr hlátri (vildi óska þess að þið heyrðuð tístið í þeim) og ég sit við tölvuna og mér er spurn: HVER SKYLDI VERA Í LIÐINU HANS HUGH GRANT Á ÞESSU HEIMILI W00t

 


Hjálp frá Íslandi

Hjálp úr Íslandi til Skálavíkar
Shim
Shim
  
Shim
ShimShim
 F.v: Árni Stefán Hilmarsson, Niels J. Erlingsson og Fjalar Freyr Einarsson
Shim
Hesir tríggir eru føroyingurin Niels J. Erlingsson, Árni Stefán Hilmarsson, ið er føroyavinur og hevur tilknýti til Føroya, og vinur teirra, Fjalar Freyr Einarsson, ið eins og hinur er áhugaður í føroyskum viðurskiftum.
- Tá tikið var saman um tað, sum samlaðist til endamálið, royndist tað vera at Ísl. Kr. 3.535,800 + vextir, og eru vit glaðir fyri at kunna senda hvørt oyra til Skálavíkar. Hóast ísl. Krónan hevur verið í heldur fríun falli nú í seinstuni, vóna vit, at peningurin kann nýtast sum lítil hjálp til at byggja upp aftur tað, sum ódnin tók, verður sagt í tíðindaskrivi.
Shim

Föstudagsbrandarinn

Kona fann Alladín-lampa liggjandi í fjörunni.
Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið?  Út úr lampanum steig
andi.  Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.

Andinn svaraði: ' Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra
launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim,
get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? '

Án þess að hika sagði konan : ' Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu
þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.'

Andinn leit á kortið og hrópaði : ' VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig
manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir
miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! ' ' Ég held að
þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. '

Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: ' Okey,  ég hef aldrei
getað fundið rétta manninn, þú veist :  sem er tillitsamur,
skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er
góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á
íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! '

Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : ' Láttu mig sjá þetta
fjandans kort '
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband