Er á leið í próf

í þessum skrifuðu orðum Crying er frekar strekkt á taugum, þetta er nefnilega síðasta prófið mitt í mínu námi, hvað svo sem ég geri í framhaldinu.

Þetta er próf í sálfræði svo mér veitir ekki af jákvæðnum hvatingarorðum..............................


Það gladdi hjarta mitt

að sjá gulldrenginn á forsíðu Morgunblaðsins í dag Heart en ekki síður fréttin sem fylgdi með "Leikgleði á lóðinni". Þó að mörgu sé ábótavant hér í bæ þá státum við að frábærum skóla, með einstöku starfsfólki, útpældri skólalóð og það á að hampa því sem gott er Smile


mbl.is „Skólalóðir útundan í langan tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi frétt er yndisleg

þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki skilja færeysku

28 fáa bót fyri at koyra við píkum
Løgreglan hevur í dag tikið 28 bilførarar fyri at koyra við píkum. Píkatíðin endaði mikudagin, og fram til 15. oktober er ikki loyvt at koyra við píkadekkum


Eru allir Austuríkismenn pínulitlir (risastórir) perrar

Já nú fer ég að alhæfa, enda er ég að lesa undir próf og þegar yfirferðin er búin dettur mér allur andskt. til þess að blogga um og hvert öðru vitlausara. Það er eins og þeir sem eru í prófundirbúningi geti sig ekki hamið og með heilann á reiki um víðan völl. Hann er allavega ekki þar sem hann á vera hjá mér, helst hér í bloggheimum.

En samsæriskenning mín byggist reyndar pínulítið á lesefni dagsins.

Það var Austuríkismaður sem lokaði dóttir sína í kjallara hús síns til þess að hann gæti viðhaldið sínum perraþörfum.

Hitler var komin af Austuríkismönnum ekki rétt, það vita allir hvernig hann var,nú og svo sálfræðingurinn Freud (þar komum við að skólabókunum) svo mikill perri að henn sneri öllum sínum kenningum upp á kynhvötina.

Veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta þegar hann bendlar lítil börn við þermistigið, geldingarótta eða reðuröfund.

Svo nú er ég viss allir Austuríkismenn eru PERRAR


Eiginleikar lífsins

eru þrenns konar:

það sem er auðvelt, erfitt eða ómögulegt.

Þeir sem velja auðveldustu leiðirnar lifa öruggu og leiðingjörnu lífi.

Þeir sem taka á sig áhættur í lífinu, eru ósmeykir og harðir af sér og fá að njóta lífsins.

Þeir sem framkvæma hið óyfirstíganlega falla aldrei úr manna minni.

Hvaða eiginleika lífsins hefur þú valið þér?

 


Bólgan sem gengur á bloggheimum

er búin að stinga sér inn á mitt heimili. Já eins og Katrín Snæhólm svilkona mín segir þá eru bloggarar (sem og aðrir) búnir að þjást af hálsbólgu, kuldabólgu, skuldabólgu og verðbólgu !!!!

Reyndar þjáist rafvirkinn aðallega af kuldabólgu, svitabólgu og hálsbólgu enn sem komið er og er ég viss um að hann hefur smitast þegar hann talaði við bróðir sinn í síma W00t 

Verðbólgan og skuldabólgan láta ekki á sér sitja þar sem þær herja á heimilisbókhaldið af miklum krafti og þar sem mitt félag er að hefja kjaraviðræður á ég ekki von á að eftir þær geti ég hamið verðbólguna né skuldabólguna. Svo nú eru góð ráð dýr ég gæti svo sem reynt eitthvað bólgueyðandi en hugsa að það virki bara á rafvirkjann Shocking

Við getum líka sagt að ég þjáist af prófbólgu eða þá helst kennararnir mínir það er eins og þeir bólgni út af ókláruðum verkefnum svona rétt í annarlok Sick

Þigg öll bólguhemjandiráð sem í boði eru hjá bloggurum !!!!!!


Hvað kostar heili ?????

 Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn
fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og
dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og
horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna.

"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð
hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er
jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af
aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann". Ættingjarnir sátu
hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn
þeirra. "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili
kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund".

Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að
horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og
jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði
þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. "Af hverju er
karlmannsheilinn svona mikið dýrari"? Læknirinn brosti umburðarlyndur af
einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara
þetta venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila
dýrari en þetta því þeir eru notaðir"!!!


Vinkonur

Síðasta föstudag þann 18.apríl átti góð vinkona mín afmæli, í dag 25.apríl á æskuvinkona mín afmæli til hamingju með það stelpur, þetta er fyrir ykkur

5393449513-68379769.gif


Gleðilegt sumar

og takk fyrir veturinn. Hér í 810 láta sumarboðarnir ekki á sér standa allir komnir NEMA EINN W00t Já helsti sumarboðinn hér í Hveragerði er kongulóinn Pinch og ég hef bara ekki orðið vör við hana !!!

Kannski sem betur fer, en á þessum árstíma er vaninn að þurfa að sópa útisnúrurnar áður en þvottur er hengdur á þær og svo hrissta allt voða vel áður en það er tekið inn. Sópurinn minn er komin út á pall og bíður spenntur eftir að sópa köngulærnar, en þær láta bíða eftir sér.

Á meðan fær þvotturinn að hanga óáreittur fyrir köngulónum


Hann er eins og hver annar verkamaður

þrælar alla daga til að eiga í sig og á.

Það er elsti bróðir minn, sem er vörubílstjóri (þetta er í genunum). Hringdi í hann í kvöld, aðallega að athuga hvar hann væri staddur? Það er nefnilega svo stutt fyrir mig að fara á "hraunið" Errm

Þegar ég innti hann eftir því hvort hann hefði nokkuð verið handtekinn í dag, sagðist hann ekki hafa tekið þátt í mótmælunum hingað til !!!!!!! og eina fangelsið sem hann færi í (ef til þess kæmi) væri SKULDAFANGELSI W00t

Var okkur þá tíðrætt um Kvíarbryggju, hann er komin yfir fimmtugt og slær aldrei slöku við, og það sem hann hefur heyrt um Kvíarbryggju er alls ekki svo slæmt. Þar eru menn í góðu yfirlæti fara i golf með frítt sjónvarp og internet og jafnvel einn dag í viku frí til þess að skreppa í bæinn. Þannig að eftir allt ævistarfið og puðið sem hefur ekki skilað neinu nema lúnum líkama og skuldum væri bara ágætt að hugsa til þess að eyða nokkrum árum á Kvíarbryggju og hvíla sig fyrir næstu orrustu ELLILÍFEYRINN

ÞVÍ EKKI LÆKKAR OLÍAN

P.S. Ef ráðmenn færu nú að vinna vinnuna sína (sem ég get látið mig dreyma um) og myndu nú lækka álögur á bensín og olíu, skyldu þeir sem eru á MÓTI MÓTMÆLUNUM ekki vilja kaupa ódýrara eldsneyti, NEI MÉR ER SPURN ???????


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband