Karnival í Hveragerði
3.10.2007 | 21:38
60 ára afmæli Grunnskólans í Hveragerði Föstudaginn 5. október ætlum við að halda upp á 60 ára afmæli skólans. Við ætlum að hefja daginn á hefðbundinn hátt og kenna til kl. 9:20. Um kl. 9:30 ætla nemendur og starfsmenn að safnast saman úti á skólalóð og mynda töluna 60 með því að þjappa okkur saman. Ljósmyndari verður á staðnum til að taka mynd af viðburðinum. Þegar myndatöku er lokið verður farið í skrúðgöngu um nokkrar götur bæjarins. Nemendur mega vera í búningum og munu syngja og tralla við undirleik nokkurra hljómlistarmanna og heimatilbúinna hljóðfæra.Við munum leggja af stað frá Skólamörkinni, ganga niður Breiðumörk, austur Austurmörk, upp Grænumörk og fara hringtorgið við Heilsustofnun. Þaðan göngum við Heiðmörkina, upp Reykjamörk og endum á að koma vestur Fljótsmörkina. Þegar skrúðgöngunni er lokið munum við safnast saman inn í skóla þar sem boðið verður upp á súkkulaðiköku sem fulltrúar úr hópi foreldra sjá um að baka og drekkum Kappa með sem verður í boði Vífilfells.Áætlum að afmælisdeginum ljúki um kl. 12:30 og þá fara allir til síns heima.Þessi karnival dagur er upphafið á röð viðburða sem verða í skólanum allt þetta skólaár í tilefni af 60 ára afmælinu og verður tilkynnt um þá sérstaklega.
Heimspeki Charles Schultz
1.10.2007 | 16:48
Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts. Þú þarft ekki að svara spurningunum. Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst: 1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum. 2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu. 3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin. 4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta ári. Hvernig gekk þér? Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og skírteinin eru grafin með eigendum sínum. Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær: 1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu. 2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum. 3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt. 4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum. 5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast. Auðveldara? Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin. Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli. Sendu þetta áfram til þeirra einstaklinga, sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þitt. Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz) |
Í bað með Bergsveini
30.9.2007 | 21:37
er það besta sem ég veit það er ekkert eins gott, eftir að að hafa setið við tölvuna heilan dag og lokið fjarnámsverkefnum vikunnar, að láta renna í heitt bað setja slakandi olíu í, kveikja á kerti kippa fartölvunni með inn á bað og setja geisladiskinn September á með Bergsveini eða Begga í Sóldögg !!!!
Ekki hélduði að ég færi með bláókunnugum manni í bað ???
Þessum disk fylgir líka alltaf smá nostralgía hjá mér sem minnir mig á árin sem ég var "ung" og áhyggjulaus
NÚ ER ÉG BARA UNG
Karlmenn eru líka ljóskur
28.9.2007 | 20:34
heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo
stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann
kallaði á mig "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"
"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði ég til baka.
"Húsasmiðjan" Gargaði hann...
Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég og gulldrengurinn
28.9.2007 | 14:25
sitjum og bíðum eftir því að klukkan verði 14:45 því hann er að fara keppa á HSK móti í fótbolta við erum aðallega að bíða eftir að eftirlætis fótboltabuxurnar þorni
Ég skellti þeim í vél í morgun og hann (er vel upp alin) tók þær úr og setti á ofn
Ég bauð honum það áðan að setja þær í þurrkarann svo þær yrðu fljótari að þorna en NEI það má alls ekki því mamma hans Bigga gerði svoleiðis við buxurnar hans og þær urðu svo AUMAR á því !!!!!!! Og ekki vill hann eiga AUMAR fótboltabuxur
Er farin að halda
27.9.2007 | 22:31
að ég búi á flóðasvæði. Golfvöllurinn er ekki sjón að sjá þar sem áður voru sandgryfjur eru nú litlar tjarnir.
Regnið fór heldur ekki fram hjá rafvirkjanum mínum þar sem hann var kallaður út í nótt.
Gulldrengurinn notfærði sér það og skreið upp í til mömmu. Í morgun þegar ég svo vaknaði var enginn rafvirki í rúminu bara gulldrengurinn. Ég hélt að rafvirkinn væri ennþá að reyna að koma einhverjum dælum í gang, en sá hann, svo mér til mikillar undrunar, kúldrast í stofusófanum
Vakti gulldrenginn og benti honum pent á hvar pabbi hans svæfi og sagði að ekki hefði verið pláss fyrir hann í rúminu okkar þegar hann kom þreyttur heim í nótt !!!
Þá sagði hann : hva getur hann ekki bara farið aftur að vinna á Akureyri !!!!!!!!
![]() |
Óvenjumikil úrkoma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru margir naglar í þínu grindverki ?
26.9.2007 | 22:20
Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi.
Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.
Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu.
Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir.
Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.
Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar.Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.?
HVAR ER MAÐURINN !!!!!!
24.9.2007 | 18:23
Ég bara spyr Kalli minn er leikurinn þinn komin á annað hvert blogg, sem sagt komin úr böndunum ???
Ég veit ekki hvert ég á að fara til að taka þátt
Svo ég ætti kannski að byrja enn einn leikinn !!!
HVAR ER MAÐURINN ????
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Glamrað á gítarinn
22.9.2007 | 20:35
Það er notalegt hjá mér í kvöld, kveikt á kertum úti hamast vindurinn og hér inni hef ég minn einka trúbador já rafvirkinn situr og glamrar á gítarinn aldrei eins blúsaður og syngur:
Gamli góði vinur,
glaðir gengum við oft forðum,
en við gátum líka skipts á grátí
og grimmdarorðum.
Þú varst ekki betri en ég,
uppátækin furðuleg,
og eftir skóla ár
við héldum hvor sinn veg.
Úti kaldlynd hversdagsstríð
kepptum við að krafti um hríð,
að sama marki gegnum áralanga tíð.
Gamli góði vinur,
nú er gróið yfir sporin,
með sjenna bróður sem gengum oft á vorin.
Ég slæ ei lengur á þitt bak,
við látum duga handartak,
við þykjumst vera orðnir menn
og engum háðir.
En þegar vínið vermir sál,
við tölum ennþá sama mál,
þó er af sem áður var
við vitum báðir.
Gamli góði vinur,
enginn greinir lengur brosið,
er það oní dagsins gráma orðið frosið.
Þú varst ekki betri en ég,
uppátækin furðuleg,
og eftir skóla ár
við héldum hvor sinn veg.
Úti kaldlynt hversdags stríð,
kepptum við af krafti um hríð,
að sama marki gegnum óralanga hríð.
Gamli góði vinur,
Gamli góði vinur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari .....eða hvað !
22.9.2007 | 16:04
Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari.
1. Við höldum eftirnafninu okkar.
2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur.
3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann.
4. Sama vinna, hærri laun.
5. Hrukkur auka á karakter.
6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000 krónur.
7. Fólk horfir aldrei á brjóstið á okkur þegar við erum að tala við það.
8 .Það er gert ráð fyrir því að við ropum og rekum við.
9. Símtöl taka 30sekúndur.
10. Við vitum hitt og þetta um skriðdreka.
11. Við þurfum aðeins eina ferðatösku fyrir fimm daga frí.
12. Við getum opnað krukkur.
13. Nærbuxur kosta 500 kall, 3 í pakka.
14. Þrjú pör af skóm er meira en nóg.
15. Við erum ófærir um að sjá krump í fötum.
16. Sama hártískan endist í áratugi.
17. Við þurfum ekki að raka okkur fyrir neðan háls.
18. Eitt veski, eitt skópar, sami litur, allt árið.
19. Við ráðum hvort við látum okkur vaxa yfirskegg.
20. Við getum gert jólainnkaup fyrir 25 ættingja, á aðfangadag, á 45 mínútum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)