Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Mín vakrasti dreymur
27.11.2007 | 22:32
syngur hon Eivör Pálsdóttir í sjónvarpinu í kvöld, eg blunda eugunum og elski at hoyra foryeska málið so lokkandi og vakurt.
Eitt stórt tár trillar niður kjálka mína, ég siggji oyggjarnar mínar og alla mínar vinir og kenningar sum eg leingist so illa eftir. Á hesari árstíð blivur maður so bleytur og leingist illa ég hugsi um jólini sum eg var í Götu tað var so pent tá tað byrjaði at kava um sextíðina hetta eru tey einu jól sum eg havi hildið uttanlanda og ein av teimum jólum sum ongan tíð fara at gloymast. Takki mínum vinum heima í Föroyum tit eru mín vakrasti dreymur
EG LEINGIST
Tilbrigði við færeyeskan þjóðbúning
24.11.2007 | 17:28
má gjarnan vera í jólapakkanum mínum í ár
Smá ferðasaga
22.11.2007 | 23:18
og það var bara gaman. Ætla að byrja tína inn smá freðasögur.
Glasgow er alveg ágætisborg, en frekar skítug og ég var að spá í að senda neyðarkall til ræstistelpnanna minna og láta þær mæta með Jif brúsann og burstan og fara að skrúbba !!!
En ævintýrin hoppuðu í fangið á rafvirkjanum þegar hann og húsbyggjandinn röltu inn í einhverja tónlistar Mega búð lentu þeir á tónleikum með Wet wet wet, á meðan við römbuðum í búðir sátu þeir sem sagt innan um skríkjandi unglingsstúlkur.
Um kvöldið fórum við á veitingahús sem bar það sérkennilega nafn THE UBIQUITOUS CIHP (reynið að bera þetta fram) hann var ferlega flottur og við vorum tíu saman og ákváðum að hafa smá leik, sem fólst í því að þýða orðið UBIQUITOUS komu hver heimspekilega ágiskunin á fætur annari meðal annars kartöflugeymsla, keltneskt orð vélarskemma og voru ályktanir meðal annars fegnar út frá því hvað staðurinn hefði verið fyrr á öldum. Eftir kanínuna sem ég borðaði (á meðan söng rafvirkinn i eyru mér "thanks for keeping the rabbits" spurðum við þjónin hvað þetta merka orð þýddi !!!! Það urðu pínu vonbrigði þegar oKkur var sagt að þetta væri í raun bullorð og þegar staðurinn hafi opnað árið 1971 þá var á öllum veitingahúsum hægt að fá franskar kartöflur með öllu, þannig nafnið er eitthvaða á þá leið "þú færð örugglega franskar" En enn meiri vonbrigði voru þegar við fengum að vita hvað var í húsinu fyrir daga veitingahúsins það var bílaverkstæði.... þannig við borðuðum sem sagt á BÍLAVERKSTÆÐI BADDA!!!
Á föstudagsmorgunin fórum við til Edinborgar, mennigaþyrstir beint í kastalann verslunarþyrstir á Princess street, ég er náttúrulega svo menningarleg að ég var eftir í kastalanum. Ekki svikinn af því og útsýnið ýkt, þar sáum við enga aðra en Önnu prinsessu og vorum viss um að við yrðum vitni að heimsviðburði !!!! Nú kapellan var lokuð vegna einkaatafnar og hún var með einhvern karlfursk með sér svo við vorum viss um nú ætlaði hún að ganga í það heilaga....en allt kom fyrir ekki það voru víst bara frægir að gifta sig á Íslandi um síðustu helgi !!!
En áfram gengum við og úr var að ég fór með rafvirkjanum og húsbyggjandanum á Whisky barinn, hefði kannski betur átt að halda mig við samstarfskonurnar !!!! Því við áttum eftir að ...... eftir Whiskíið urðu þeir vinir svo ægilega kaupglaðir ekki það að þeim langaði í pils nei þeir sögðust ekki vera neinir METRÓMENN en fyrst ætluðu þeir að finna sér ætt !!!!
Inn í Kiltbúð gekk rafvirkinn mjög svo rogginn og spurði hvort ekki væri til McClaud ætt (aðalpersónan í The Highlander hét það) en búðarmaðurinn hafðu greinilega verið spurður að þessu áður og gerði létt grín. Þá fann hann eitthvað rautt sem líktist uppáhaldsfótboltaliðinu og nú gengur hann í Royal Stewart við öll tækifæri. (nú ætti að koma mynd en þar sem vélin mín er ónýt notið þið bara ímyndunaraflið
Eftir þessi ósköp ætluðum við að fara á Princess Street en einhverra hluta vegna voru þeir svo ákafir að ganga beint af augum og vorum við nú orðin villt. Ég vildi taka leigubíl en þeir fullvissuðu mig um það að þegar maður villtist í útlöndum og tæki leigubíl þá væri ákörðunarstaðurinn við næsta götuhorn og miklu skemmtilegra væri að rembast að rata sjálf. En rafvirkinn ákvað samt að spyrja til vegar....hann hefði betur sleppt því..... Hann ríkur að næstu konu og spyr hana á sinni fagmannlegu ensku " ver is kvín stredd" konan hrökk við: O æm verry sorry jú must bé verí lost bekos kvínstred is in Glasgow !!!!!!!!! Ég og húsbyggjandi vorum að míga niður úr og bentum honum á að við værum að fara á Princess Sreet æ hvernig á ég að muna það það var eitthvað svona Royal nafn á götunni !!!!!
Ekki varð úr að ég færi á Princess Street að versla né að sjá The Real Mary King´s Close sem eru svona katakompur í Edinborg. Því þegar við loksins römbuðum inn á Princess Street voru bara 15 mínútur í að rútan okkar færi af stað og það sem ég var nú hálfúttauguð með lykjufall á sokkunum var ég voða fegin að setjast inn í rútuna. En ég hugga mig við það að ég á eftir að muna þessar ógöngur lengur en þau sem voru við innkaup að prinsessugötunni !!!!!! Og ég gæti aftur farið til Edinborgar þar sem ég ætti margt eftir ógert !!!!!
Það getur verið erfitt að gera öllum til hæfis
22.11.2007 | 15:20
2. desember
Til allra starfsmanna:
Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins,
julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentínu þann 20 desember.
Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila
vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur
jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma
með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
> ---
3. desember
Til allra starfsmanna:
Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku
vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg
samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis
árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki
jólasöngvar.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
7.desember
Til allra starfsmanna
Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið
af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt
borð. Með gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en
vil um leið benda
á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. Þar að auki verða
ekki gefnar jólagjafir því verkalýðsfélagið hefur mótmælt og telur 200
krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi.
9. desember
Til allra starfsmanna
Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr
megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta
rétt hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa
ekki að sitja við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu
fá hommar og lesbiur blómaskreytingu á borðin sín.
ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ?
Tina Johansen
fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi
10. desember
Til allra starfsmanna
Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi
verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að
hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða
14. desember
Til allra starfsmanna
Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo
innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki.
Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til tunglsins
20.desember til að sitja eins langt frá dauða-grillinu og þið mögulega
getið.
Njótið,
for helvede, saladbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið að
tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef
sjálf heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn!
Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið
farið í kóma!
Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni.
Til allra starfsmanna
Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine
Johansen góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni
kort með góðum óskum á Geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið
að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka
ykkur frí allan daginn þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað.
Gleðileg jól!
Frederik Lindstrøm
starfsmannastjóri
Í hvorn fótinn á ég að stíga ?
13.11.2007 | 16:45
Er smá áttavillt, eða er ekki að gera það sem bíður mín í staðin sit ég og blogga.
Erum að fara til Skotlands á fimmtudagsmorgunin í árshátíðaferð með vinnuni minni og þar sem ég er búin að vera skipulegggja ferðina ásamt hjúkkunni og píparanum er búið að vera í mörg horn að líta undanfarna daga. Í ofanálag bætast við verkefni í skólanum á hverjum degi og nú bíður mín eitt óklárað próf og opin ferðataska. Veit ekki á hvoru ég byrja en það leiðinlega verður sennilega fyrir valinu
En ferðin verður frábær við byrjum í Glasgow gistum þar eina nótt, förum síðan til Edinborgar og skoðum okkur um svo er för okkar heitið í Byron kastala út í sveit og þar verðum við svo um helgina og komum heim seint á sunnudagskvöld get ekki sagt meira að svo stöddu !!!
En gulldrengurinn ætlar að vera í umsjón klaufdýrsins og það þarf að prógrammera þá báða og mamma pínu stressuð, en jafnframt hafa klaufi og viðhengið hans gott að því að hugsa um aðra en BARA sig sjálf í nokkra daga
En það er best að gera það sem þarf að gera .....góðar stundir
ER EKKI BEST AÐ HAFA BARA BÁÐA FÆTUR Á JÖRÐINNI og hætta þessu veseni !!!!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þessi átti að koma í október....
9.11.2007 | 14:31
en kemur núna. Þetta er besta sundlaug á landinu og rafvirkinn minn gerði hana svona bleika í október, njótið þó komið sé fram í nóvember
Alltaf í boltanum
3.11.2007 | 17:56
Rafvirkinn minn er sérstakur ráðgjafi MAN.UTD (eða við skulum leyfa honum að halda það)
Þegar þeir spila leik sem sýndur er í beinni útsendingu í sjónvarpinu....já ég er alveg með það á hreinu fyrst að hann trúir því þá verð ég bara að trúa því líka ........
SKO allt byrjar þetta nú yfirleitt á rólegu nótunum nú svo þegar hann sér liðið þá koma athugasemdir eins og ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA EFTIR SÍÐAST LEIK að þessi hefði nú ekki staðið sig sem skyldi og ætti ekki skilið að vera með
Svo verður hann ákveðnari þegar líður á leikin
SENDANN SENDANN .......og aldrei sendir maðurinn svo loks sendir hann boltann og þá gellur í mínum ÞÚ ERT ALLTOF SEINN ég var búin að segja þér að sendann( undarlegt að þeir hlusta ekki á ráðgjafann)
Svo í seinni hálfleik þá byrjar HVAÐ ER ÞESSI AÐ GERA ENNÞÁ INNÁ ........þú ert nú svo þungur á þér kallinn minn og með hugan heima í Portúgal þig langar svo heim í frí ..........já hann sálgreinir þá líka og veit sko alveg hvernig þeim líður....Nú og svo þegar hann fer nú að tala við Ferguson !!!!Alex minn farðu nú að skipta út mönnum þessi er nú ekki að standa sig ÚT AF MEÐ HANN og hækkar róminn endurtekur þetta nokkrum sinnum og skilur ekkert því hvað Alex kallinn hlusti ALDREI á hann og svo gerist hann kræfari ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA ÞÉR.......ANDS...HELV.... ÞAÐ ÆTTI BARA AÐ SENDA HANN HEIM.....
EF ÞIÐ LÁTIÐ SVONA ÁFRAM ÞÁ VINNUR SUNDERLAND ÞENNAN LEIK....NEI ÞETTA VERÐUR 0-0 ,,,og mjög oft HVAÐ ERTU AÐ GERA STRÁKUR.........
Þetta er búið ...þetta er búið.....O-O er staðreynd en leikurinn er ekki búin hjá honum hann heldur áfram ÞIÐ VINNIÐ EKKI LEIK Á SVONA SPILAMENNSKU ÉG VAR BÚIN AÐ SJÁ ÞETTA FYRIR AÐ SVONA GENGI ÞETTA EKKI að taka ekki þennan vitleysing út af ........þá er þetta ekki hægt með svona fíflagangi getið þið ekki ætlast til að fá stig út úr þessu ..........
En ég var alveg búin að gleyma RÁÐGJAFSTÖÐUNNI sem rifjaðist upp í dag .....en á milla HASARLOTANNA hjá honum kemur hann alltaf reglulega til mín og HVÍSLAR varstu að segja eittthvað ástin mín það er nú yfirleitt á lágu nótunum (það er að segja þegar hann talar við mig á meðan útsendingu stendur) og dag fattaði ég út af hverju
NÚ SVO ÞEIR HEYRÐU EKKI Í HONUM...............................
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jólagjöfin í ár
2.11.2007 | 20:18
sem sérstaklega við íslendingar ættum að gefa er TÍMI
Við eigum öll nóg af öllu og meira en við þurfum, nema tíma.
Okkur væri því hollast að gefa tíma börnum okkar, fjölskyldum, vinum, ættingjum og hvert öðru TÍMA.
Ég segi ef ég hef tíma fyrir tímaþjófinn (tölvuna og bloggið) ætti ég að hafa tíma fyrir allt. Ekki að ég sé að segja ykkur að hætta að blogga, af og frá.
Gott ráð (fyrir þá sem fara að versla) sem ég er farin að tileinka mér: VANTAR MIG ÞAÐ NAUÐSYNLEGA EÐA GET ÉG ALVEG VERIÐ ÁN ÞESS
og það sem er oftast eða nær alltaf ÉG GET VERIÐ ÁN ÞESS !!!!!!!
Gulldrengurinn
1.11.2007 | 23:26
er að fara á kostum þessa dagana. Hann hefur aldrei verið í vandræðum með að svara fyrir sig
Nú er hann búin að gera mig og rafvrkjann orðlaus, þið sem okkur þekkið vitið að hann á það til að lauma sér upp i betra rúm á næturna Um daginn þegar allt fór á flot í Veravergi þá var rafvirkinn kallaður út um miðja nótt og hann var ekki lengi að lauma sér inn til mömmu
en þegar rafvirkinn kom heim undir morgun var ekkert pláss fyrir hann
Svo hann lagðist í sófann það sem eftir var nætur
Þegar ég svo vek gulldrenginn og sýni honum hvar þreyttur pabbinn kúldrast í stofusófanum (átti nú að koma inn smá samviskubiti hjá drengnum) þá liggur hann ekki á svari frekar en fyrri daginn: GETUR HANN EKKI BARA FARIÐ AFTUR Á AKUREYRI AÐ VINNA !!!!!!!
Sama var upp á teningnum í síðustu viku nema nú var það ég sem gafst upp og skreið í stofusófann og þegar ég vakti hann sagði ég honum það (enn að reyna að koma inn samviskubiti hjá barninu) hann var ekki lengi að svara FANNST ÞÉR ÞAÐ EKKI NOTALEGT !!!
Um daginn segir hann ég er að spá í að fara í leikfélagið ?? Ekki það að neinn hafi beðið hann og nú er hann farin að æfa með leikfélaginu að fullum krafti því það á að setja upp barnaleikritið Alladín. Þeir voru mjög glaðir að fá hann því strákar á þessum aldri eru ekki að mæta af sjálfsdáðum.
Svo fór hann og lét klippa ljósu lokkana og nú sést í fallega andlitið hans
Hann að standa sig mjög vel í skólanum enda það sem gengur fyrir og hann veit það vel að ef hann er ekki að standa sig þá getur hann ekki sinnt öllu þessu sem hann hefur áhuga . Sem er nánast allt
Nágrannakonan mín var að sá sér hund, og allt í góðu með það. Hún var úti að ganga með voffa um daginn og hitti gulldrenginn og þau fóru að spjalla.....
Hún lét mig bara vita af því að hann hefði sagt henni að ef hana vantaði pössun fyrir voffa hvort sem það væri á nóttu eða degi þá væri hann alltaf tilbúinn
SVONA BARA EF ÞÚ VÆRIR EKKI BÚIN AÐ FRÉTTA ÞAÐ !!!!!!!!!
Er þetta amma þín ?
29.10.2007 | 20:59
Jólagjafalisti ömmu datt óvart í mínar hendur en það sem ég bý ekki svo vel að eiga ömmu á lífi gæti þetta nýst þér.
Elskulega fjölskylda, mér datt í hug fyrir þessi jól að senda ykkur smábréf um jólagjafir. Þar sem plássið er farið að minnka hjá mér, en þið öll svo elskuleg að færa mér gjafir fyrir hver jól.
Ég biðst undan því að fá fleiri flókainniskó. Ég á orðið lager sem endist mér út ævina.
Ég vil líka segja ykkur að ég á nóg bæði af pottaleppum og svuntum.
Ég á orðið sjö flónelsmorgunsloppa úr Rúmfatalagernum, og þarf ekki fleiri í bili. Auk þess þykir mér eldrauður litur fallegri en þessi gammeldags pink kerlingalitur.
Myndir af börnum og barnabörnum eru allt í lagi, en best er að vera ekkert að setja þær í ramma, ég vil heldur setja þær inn í albúm, þar sem allir veggir eru orðnir þaktir af myndum, svo hvergi er auður blettur.
Í Guðanna bænum ekki fleiri smástyttur, hvorki gler, keramik eða tré. Ég þurfti að setja í tvo stóra fulla kassa niður í kjallara eftir síðustu jól. Og ég er orðin svo fótalúin.
Bækur eru svo sem allt í lagi, en ég á orðið 10 biblíur, les þær reyndar aldrei, og allskonar ævisögur og heilsubækur. Ef þið viljið gefa mér bækur, þá vil ég frekar Arnald Indriða eða Agötu Christie.
Og ég hlusta frekar á Led Zepplin og Nirvana en Hauk Mortens eða Karlakór Reykjavíkur.
Sem betur fer hef ég losnað við öll fótanuddtækin með því að gefa þau á tombólur, nema þetta eina sem ég nota undir blóm á svölunum.
Ég verð að segja eins og er að ég hefði í staðinn fyrir þennan dýrindis lazerboystól sem þið tókuð ykkur saman og splæstuð á mig í fyrra, viljað fá hljómflutningsgræjur eða tölvu. Sit afar sjaldan í svona stól, því það er erfitt að standa upp úr honum. Og ég nota tölvu frekar og þykir meira gaman að háværri rokktónlist.
Svo ætla ég að benda ykkur á að þið verðið að koma jólagjöfunum ykkar snemma til mín þetta árið, því ég hef ákveðið að skella mér til Kanarí um jólin, við ætlum nokkur saman, gamlingjar og djamma og djúsa. Vonandi verðið þið stillt og góð á meðan.
Sjúmst á næsta ári, ykkar amma.