Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þegar eitthvað fer úrskeiðis

Þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og stundum gerist,
þegar vegurinn sem þú ferð eftir virðist allur upp á móti,
þegar afraksturinn er lítill en væntingarnar miklar,
þegar þig langar að brosa en neyðist til að andvarpa,
þegar áhyggjurnar verða þrúgandi,
þá hvíldu þig en gefstu ekki upp!


Nýyrði

Ég sé að bloggarar á moggabloggi eru duglegir að finna nýyrði á okkar ástkæra ylhýra tungumáli. Þetta voru ég og SLEMBRA vinkona mín einmitt að ræða um daginn.

Orðin sem okkur finnast ekki mjög falleg á íslensku eru geisladiskur og dvd diskur. Ég fór að segja henni hvaða orð frændur okkar Færeyingar nota. Orðið "flöga" (borið fram flöva) sem segir að hluturinn sé fisléttur.

Þá komu þessi snilldarorð hjá okkur "TÓNFLUGA" OG "MYNDFLUGA" hljóma betur og eru mun fallegri í framburði en geisladiskur.


Þessi frétt

skýrir kannski undarlegt háttarlag hjá fuglunum í Hveragerði !!!

Það var bara í fyrrakvöld að hér fyrir utan á  ómalbikaðri Klettahlíðinni vorum við grannarnir komnir til að fylgjast með undarlegu háttarlagi fuglanna. Konan á móti taldi að það væri eldgos í þeim en sá sem býr við hliðinna á mér hélt að það væri bara smáskjálfti í þeim !!!!!

Ég fór aftur inn eins og hver önnur Pollýanna og vona enn það besta Wink


mbl.is Almannavarnir í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra eldsumbrota við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi

endar mín móðurást ekki svona !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
mbl.is Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að fara yfir um

á heimilinu Blush  sérstaklega hjá mér Crying taugaveiklunin er að drepa mig og ég er að fara yfir um af SMÁATRIÐUM Frown pabbin er heldur rólegri og treystir á sinn STÓRA mann Cool

Svo verður þú að muna eftir þessu Pinch og þú mátt ekki gera svona Blush heldur hinsegin Gasp

Já það er ekki tekið út með sældinni að senda gulldrenginn út í heim Blush Mikið lagt á ungan mann

hann amma Tóta og heimasætan á Reykhólum eru að leggja land undir fót og ætla að heimsækja fjölskylduna í Englandi og vera í heila 10 daga Cool Mikið ævintýri í vændum hjá þeim Smile En mömmurnar í þessu tilviki verða eflaust svefnlausar í nótt ekki af spenningi eins og börnin heldur af stressi Crying

Öll huggunarorð eru vel þegin FrownFrownFrown

P.S. Veit að það væsir ekki um þau í Englandinu þrátt fyrir regnSmile það er bara ferðalagið þangað sem er að fara með mig Crying


Launaleynd hvað !!!!!!

Er ekki endalaust verið að tala um launaleynd !!!!

Ég sé ekki betur en að Pétur og Páll geti séð hvað Jón og séra Jón eru með í laun !!!!!!


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi eru stórir steinar í lífi þínu !!!!

Ég ætla ekki að tjá mig um atburði helgarinnar , en það eiga margir um sárt að binda eftir banaslys og harmleik. Það vill oft gleymast að baki hverjum einstakling er heil fjölskylda og hersing af vinum svo í dag vil ég minna ykkur öll á söguna um STÓRU STEINANNA :

Dag einn var sérfræðingur í tímaskipulagningu að tala fyrir framan hóp viðskiptafræðinema. Til að koma merkingunni almennilega til skila notaði hann sýnikennslu sem nemendurnir gleyma aldrei. 
Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki sagði hann: ,,Jæja, þá skulum við hafa próf." Hann tók upp 5 lítra krukku með stóru víðu opi og setti hana á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann um það bil 10 hnefastóra steina og varfærnislega kom hann þeim fyrir í krukkunni, einum af öðrum. Þegar krukkan var full og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana spurði hann: "Er krukkan full?" Allir í bekknum svöruðu já. "Jæja" sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið, sem orsakaði það að mölin komst niður í holrúmin á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur: "Er krukkan full?" Í þetta sinn grunaði nemana hvað hann var að fara. "Sennilega ekki" svaraði einn þeirra. "Gott!" svaraði sérfræðingurinn. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna. Enn spurði hann: "Er krukkan full?" "Nei!" æptu nemendurnir. Aftur svaraði hann. 
"Gott!" Hann tók því næst könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full. Svo leit hann á bekkinn og spurði. "Hver er tilgangur þessarar sýnikennslu?" Einn uppveðraður nemandinn rétti upp höndina og sagði: "Tilgangurinn er að sýna að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er. Ef þú virkilega reynir geturðu alltaf bætt fleiri hlutum við!" "Nei" svaraði sérfræðingurinn. "Það er ekki það sem þetta snýst um. Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er þessi: Ef þú setur ekki stóru steinana í fyrst, þá kemurðu þeim aldrei fyrir." Hverjir eru stóru steinarnir í þínu lífi? Börnin þín? Fólkið sem þú elskar? Menntun þín? Draumarnir þínir? Verðugt málefni? Að kenna eða leiðbeina öðrum? Gera það sem þér þykir skemmtilegt? Tími fyrir sjálfa(n) þig? Heilsa þín? Maki þinn?  
Mundu að setja STÓRU STEINANA í fyrst eða þú munt aldrei koma þeim fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum (mölin, sandurinn, vatnið) fyllirðu líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli og þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í þínu lífi (stóru steinarnir). 
Sem sagt, í kvöld eða í fyrramálið þegar þú hugsar um þessa stuttu sögu, spurðu sjálfa(n) þig þá þessarar spurningar: "Hverjir eru stóru steinarnir í mínu lífi?" Settu þá svo fyrst í krukkuna!


Pabbi hans Jóns

á þrjá syni

þeir heita

Rip

Rap

og


Borin von

að Klettahlíðin verði malbikuð á þessu ári !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
mbl.is Tugmilljóna tjón vegna tafa á malbikunarframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erill hjá lögreglunni á Selfossi

Ætli ég geti fengið vinnu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
mbl.is Erill hjá lögreglu á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband