Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Lífið er.....
22.7.2007 | 11:38
Lífið er tækifæri, gríptu það.
Lífið er fegurð, dáðu hana.
Lífið er gjöf, njóttu hennar
Lífið er draumur, láttu hann rætast.
Lífið er áskorun, taktu henni.
Lífið er skylda, gerðu hana.
Lífið er leikur, leiktu hann.
Lífið er dýrmætt, gættu þess.
Lífið er auðlegð, varðveittu hana.
Lífið er kærleikur, gefðu þig honum á vald.
Lífið er loforð, láttu það rætast.
Lífið er sorg, sigraðu hana.
Lífið er söngur, syngdu hann.
Allir að missa sig
19.7.2007 | 17:35
yfir "kærulausum" foreldrum í Hveragerði sbr. salvor.blog.is Ástæðan að við leyfum börnunum að leika sér í ánni og hoppa í Reykjafossi. Nú verður frú Storgaard send í Hveragerði og kanna hversu hættulegt þetta er.
Nei ég segji svona eftir að Kastljós sýndi myndir af börnum hoppa í fossinn og einhver þeirra voru á leikjanámskeiði. Þá eru til fólk sem ekki þekkja til að missa sig á bloggsíðum.
Við megum ekki pakka börnum okkar inn í bómull og heldur ekki henda þeim út í djúpu laugina.
En af aðstæðum hér í Hveragerði börn hafa leikið sér í ánni svo lengi sem elstu menn muna. Það er nauðsynlegt að þau læri á sitt nánasta umhverfi og allar hættur sem þar leynast. Við erum lika með Hamarinn og fullt af heitum hverum sem eru mjög varasamir.
Misjafnt er hvaða staður í ánni er vinsælastur hverju sinni. Minn eldri sonur var mikið á stað í ánni sem við köllum Baulu þar en nú er ekki lengur hægt að hoppa í Baulu vegna þess að búið er að koma grjóti fyrir þar sem hoppað var
Í Reykjafoss þar sem börnin svamla nú þá er hann í alfaraleið við Lystigarðinn okkar og á sólardögum líkt og þeim sem hafa ríkt hér undanfarið (því aðra daga er ekki farið í ánna) er mikið af fólki á röltinu og foreldrar gera sér ferð að horfa á og fylgjast með börnum sínum.
Auðvitað geta alltaf komið slys en ég fullyrði að 11 ára sonur minn kemur oftar heim marinn hér og þar eftir fótboltaæfingu en ekki úr Reykjafossi
Eins vil ég bjóða alla velkomna í Hveragerði á næsta sólardegi og fylgjast með leik barnanna í ánni og hver veit nema þig langi að stökkva með þeim
Fleiri myndir inn á http://www.aldis.is þar sem bæjarstjórinn bloggar og http://www.123.is/gummie
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í Hveragerði er gott að búa
16.7.2007 | 20:56
.........en það er eins og með annað þar má margt betur fara.
Sá í fréttum RÚV í gær að nú beytir Hveragerðisbær byggingaraðila dagsektum fyrir illan frágang á byggingarlóðum.
Jú allt er gott um það að segja og oftar en ekki stafar mikil hætta þó sérstaklega fyrir börn af slíkum svæðum.
En það var árið 2000 að við (þá hjónaleysi) keyptum okkur hús númer 3 í Klettahlíðinni sem er ægifallega staðsett parhús
En við vorum ekki búin að undirrita kaupsamningin þegar okkur barst bréf frá Hveragerðisbæ
þar sem við vorum titluð eigendur af Klettahlíð 3 og 5
(hverjum datt í hug að við þyrftum tvö hús) og við vinsamlega beðin að laga lóðina (lóðirnar) hið snarasta
Tek það fram húsið var fokelt og ekki var búið að ljúka við að leggja allt skólp og átti eftir að moka allt sundur og saman Og við ekki orðin löglegir eigendur og áttum ekkert með 5 að gera
Við fengum afsökunarbeiðni
ekki skriflega !!!!
En nú er árið 2007 og sjö ár síðan þetta gerðist enn bý ég við ÓMALBIKAÐA götu
búin að greiða mín gatnagerðargjöld búin að gera lóðina mína (sko númer 3) þokkalega
Það er kannski komið að mér að beita Hvergerðisbæ dagsektum
Gulldrengurinn að breytast í fisk !!!!!!
14.7.2007 | 11:32
Það þarf ekki að leita langt yfir skammt af börnunum í Hveragerði þessa dagana sonur minn er engin undatekning hann býr í ánni enda hitastig hennar verið um 20 gráður
Herra og frú klaufi
14.7.2007 | 10:56
Herra og frú Klaufi kynntust fyrir algjöran klaufaskap (sú saga verður ekki sögð á þessari síðu) þeim er margt til lista lagt eins og nafn þeirra gefur til kynna á þeirra fyrstu sambandsárum ákváðu þau að bregða sér á bæ sem stendur í alfarleið við ánna Blöndu, höfðu þau nú vit á að hafa samband við heimamann áður en þau lögðu af stað, því þau höfðu ekki komið á þær slóðir áður
hann gaf þeim áætlaðan aksturtíma og eftir að leið á ferð og þau töldu sig hafa ekið áætlaðan tíma
en ekkert bólaði á þorpinu
voru þau nú alveg viss að HAFA EKIÐ FRAMHJÁ AFLEGGJARANUM Nú í enn einni ferðinni fóru þau ekki alveg eins fjölfarin veg
er þau ákváðu að aka sem leið liggur frá þjóðgarðinum á Þingvöllum í Húsafell og viti menn er þau komu að REYKHOLTI Í BORGARFIRÐI var það fyrsta sem þau gerðu að kaupa sér VEGAHANDBÓK og hafa ferðast með hana síðan
Eins hefur það reynst þeim ágætlaega að ferðast með ÖÐRUM....í einni slíkri ferð voru þau með TUSKUDRUSLU(tjaldvagn) í eftirdragi og á miðjum Mýrdalssandi sprakk dekk undir TUSKUDRUSLUNNI og þegar átti að athuga með varadekkið þá var ekkert
ástæðan Herra Klaufa þótti nóg um farangurinn að hann taldi varadekkinu ofaukið og skildi það eftir HEIMA
Frú Klaufi lætur sitt ekki eftir liggja og á dögunum bauðst hún til að aðstoða vinkonu sína við að baka KRANSAKÖKU gekk nú baksturinn mjög vel eiginlega alltof vel þar til var verið að leggja lokahönd á baksturinn, þá var búið að koma hringjunum vel fyrir í þar til gert box og síðasta platan tekin úr ofninum
þá gerist hið mögulega að hún brennir sig á plötunni og rekur sig í boxið með þeim afleiðingum að KRANSAKAKAN lá nú í eldhúsgólfinu.
Fleiri sögur eru til að þeim skötuhjúum þó heldur fleiri af Herra Klaufa svo eiga þau eiga tvo syni sá eldri Klaufdýrið, sannar að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og sá yngri Klaufabárður er alveg upprennandi og munu þið eflaust eftir að heyra fleiri sögur í framtíðinni af þessari svo UNDARLEGU fjölskyldu
Góð KLAUFACOMMENT eru vel þegin...............................og þegar frú KALUFI var búin að blogga heila ritgerð um sinn KLAUFASKAP hverfur þá ekki allt bloggið ...........................................
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nafni minn !!!!!
10.7.2007 | 11:51
Las blogg hjá hneykslaðri húsmóður í Mosfellsbænum. Hún undraðist yfir fáfræðslu moggamanna á staðarháttum !!!! Varmá og Reykjafoss í Hveragerði !!!! Hún vildi meina að það væri í "túninu heima" hjá sér í Mosfellsbænum jú mikið rétt Varmá er í Mosfellsbænum en hún er líka í Hveragerði og eflaust eru fleiri ár á landinu með því nafni.
En það er eins með mörg staðarnöfn og örnefni á Íslandi þau bera sama nafn víða um land og þá sérstaklega sveitabæir. En mér er minnistætt er við vorum í ferðalagi austur á héraði fyrir nokkrum árum þá ókum við fram hjá sveitabæ sem bar nafnið Bær. Skömmu síðar komum við að fallegum sumarbústað og nafnið á honum var eftirminnilegt hann hét nefnilega Næsti Bær !!!!!!!!
Jæja strákar bara alltaf verið að grilla
5.7.2007 | 23:39
Grilltímabilið í hámarki. Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!
- Þannig gengur þetta fyrir sig:
Frúin kaupir í matinn.
Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.
Frúin undirbýr kjötið. Finnur til rétta kryddið, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri
- Lykilatriði:
Bóndinn setur kjötið á grillið!
Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.
- Annað lykilatriði
Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.
Frúin leggur á borð.Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.
Eftir matinn gengur frúin frá öllu.
- Mikilvægast af öllu:
Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.
Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað frídagurinn...og eftir aðhafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það sé ómögulegt að gera konum til geðs!
Ég skal nú segja ykkur svona á milli vina þá GRILLA ÉG LÍKA !!!!!!!!
Er í sumarfríi .....
27.6.2007 | 12:52
....frá Moggablogginu en einhverjar færslur verður að finna á minni góðu síðu :
http://www.blog.central.is/810
Kv Hulda Bergrós
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.6.2007 kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðeins að íslenskri knattspyrnu
22.6.2007 | 11:40
að því ég er um það bil að fara með"gulldrenginn" minn á fótboltmót um helgina.
Ég tel mig nú ekki vera neinn sérfræðing í knattspyrnu þó ég hafi nú aðeins spilað hana sjálf og tekið þátt í því að koma kvennaflokk á legg í minni gömlu heimabyggð Mosfellsbæ. En þar sem búa þrír karlmenn á mínu heimili fer ég ekki varhug af allri umræðunni um fótboltan hvort sem mér líkar betur eða verr. Í framhaldi að því held að ég hafi komist að þeirri niðurstöðu hver sé munurinn á kvenna og karlaknattspyrnu !!!!!!
Munurinn felst að miklu leiti í því að við (konur) förum í hvern leik fyrir sig og látum ekki fyrri leiki trufla okkur !!!! Hvernig þá ?? Nú karlarnir muna"síðasta" leik í smáatriðum ég meina hvaða kona man hver sendi boltann á Rikka Daða þegar hann skoraði í landsleik á móti Ítölum eða Frökkum (man ekki hvort) eða hvort hornspyrnan á 6 mín var flott
eða ekki. Þeir velta sér upp úr smáatriðunum og geta eytt mörgum klukkutímum í að tala um "gamla" fótboltaleiki.
Það er ekki það sama að læra af mistökum sínum og velta sér upp úr vandamálunum
Jónsmessan
21.6.2007 | 10:05
Í kvöld ætlum við nokkrar sætar og sexý konur að taka okkur saman og fara í gönguferð. Hún hefst í Hveragerði um kl. 20.00 þar sem rafvirkinn ætlar að aka þessum föngulega hóp upp að Ölkelduháls. Þaðan er ferð okkar heitið niður Klambragil í Reykjadalinn þar sem þessi sjón blasir eflaust við okkur
fótabað í heita læknum kakó á brúsa velta okkur upp úr dögginni haldið heim á leið niður Rjúpnabrekkur
Þetta er "Esjan" okkar eftir vinnu !!!!!!