Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Hraðakstur - hægakstur
20.6.2007 | 16:43
Ég bý í Hveragerði og á því leið yfir Hellisheiðina mjög oft og já mér getur blöskrað hvað fólk ekur hratt ! En það er ansi oft og þó sérstaklega á þessum árstíma að þegar ég er að koma heim og keyri niður Kambana þá eru ekki ófáir sem silast niður þá á 50-60 !!!!! Hægra megin ,þegar ekið er niður kamba, er malbikuð ökl fyrir þá sem vilja fara hægar og að víkja fyrir þeim sem aka löglega. En það er eins og fólk viti ekki til hvers þessi öxl er !!!!!! Fer það stundum út í það að þeir sem eru óþolinmóðir gera tilraun til að taka fram úr á þessari öxl, hægra megin sem skapar mikla hættu. Nú vil ég biðja ykkur sem eigið leið á þessum vegarkafla að nýta öxlina ef ykkur óar að keyra niður "Kambana"
Það er ekki bara hraðakstur sem skapar hættu það er líka HÆGAKSTUR !!!!!!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mamma hvað er karlremba ?
18.6.2007 | 09:47
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við erum mjög jafnréttissinnuð í Hveragerði
16.6.2007 | 20:39
Karlrembu & kvennahlaupið á laugardag
Í Hveragerði fá bæði karlar og konur að hlaupa þann 16. júní n.k. Hið árlega Karlrembuhlaup var haldið laugardaginn 16. júní. Hlaupið var kl. 11:00 frá verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði. HARA systur mættu á svæðið og hituðu upp fyrir halupið. Þátttakendur fengu ís frá Kjörís, Egils Kristal og frítt í sund í sundlaugina Laugaskarð.
Með þessu móti gerum við daginn í leiðinni mjög fjölskylduvænan. Og ættu fleirri sveitarfélög að taka sér Hvergerðinga til fyrirmyndar.
Hverafuglar í Fríðrikskirkjuni
15.6.2007 | 11:15
Hvergerðingar eru á ferð og flugi þessa dagana
Íslendska kórið, Hverafuglar, sum er mannað av pensionistum, verður at hoyra í Fríðrikskirkjuni týskvøldið saman við kirkjukórinum í Fríðrikskirkjuni
Íslendski býurin, Hveragerði, er vinarbýur hjá Nes kommunu, og fyri einum ári síðani var Kirkjukórið í Fríðrikskirkjuni á konsertferð í Hveragerði.
Nú er eitt kór úr Hveragerði so komi á vitjan á Toftum. Kórið, sum kallast Hverafuglar, er mannað við pensionistum í Íslandi, og tað fer at hava konsert í Fríðrikskirkjuni týskvøldið.
Konsertin byrjar kl. 20, og luttakarar verða Hverafuglar og Kirkjukórið í Fríðrikskirkjuni á Toftum. Ferðaleiðarin hjá íslendkska kórinum, David Samuelsson, sum er hálvur føroyingur, fer eisini at luttaka við solosangi.
Hverafuglar fara at syngja lættar íslendskar vársangir, meðan Kirkjukórið fer at syngja løg eftir Hans Jacob Højgaard.
Áttu strák !!!!!
13.6.2007 | 09:55
Ég á tvo og þar sem ég veit að mikið að börnum hafa fæðst undanfarna daga vil ég endilega minna allar "strákamömmur" á þetta
Fyrir mæður drengja!!!
Drengir eru breytilegir að stærð, þyngd og lit.
Þeir eru alls staðar - uppi á öllu og niðri í öllu, klifrandi, hlaupandi og stökkvandi.
Mæður elska þá, eldri systur og bræður umbera þá,
fullorðnir virða þá ekki viðlits, og Drottinn verndar þá.
Drengur er Sannleikur með óhreinindi í andlitinu,
Viska með tuggugúmmí í hárinu og Von framtíðarinnar með ánamaðk í vasanum.
Drengur hefur matarlyst eins og hestur, meltingu eins og sverðagleypir,
orku eins og vasaatómsprengja, rödd eins og einræðisherra.
Hann er gæddur forvitni kattarins, ímyndunarafli skáldsins, feimni fjólunnar,
viðbragðsflýti veiðibogans, funa flugeldsins, og þegar hann býr eitthvað
til, hefur hann fimm þumalfingur á hvorri hendi.
Hann kann vel að meta rjómaís, hnífa, sagir, myndabækur, skóga, vatn
(í sínu náttúrulega umhverfi), stór dýr, pabba, bíla,
laugardagsmorgna og brunabíla.
Hann er lítið fyrir sunnudagaskóla, barnaskóla, myndalausar bækur,
spilatíma, hálsbindi, rakara, stelpur, frakka, fullorðna eða háttatíma.
Enginn er eins árrisull, og enginn eins síðbúinn til matar og hann.
Enginn nema hann getur troðið í einn vasa ryðguðum hníf, hálfétnu epli, þriggja
feta snærisspotta, þremur blossateinum, tuttuguogfimmeyringi, vatnsbyssu,
og dularfullu áhaldi, sem enginn þekkir nema hann.
Drengur er sannkölluð töfravera - þú getur lokað hann úti úr vinnustofunni
þinni, en þú getur ekki lokað hann út úr hjarta þínu. Þú getur fengið hann
burtu úr skrifstofunni þinn, en þú getur ekki fengið hann burtu úr huga
þér.
Það er eins gott að gefast upp strax - hann er fangavörður þinn, húsbóndi
og herra - freknóttur ólátabelgur. En þegar þú kemur heim á kvöldin með
allar borgir vona þinna og drauma hrundar, getur hann reist þær aftur með
tveim töfraorðum - "Halló mamma!"
Það er vor
8.6.2007 | 15:06
Það er vor.
Ég er í sjöunda himni.
Helgin fyrir stafni
búin að fara í ríkið.
Veðrið er æði, sólin skín, hvergi ský á himni.
Búin að panta súpu og brauð
og búin að borga allar mínar skuldir,
svo sem engin ósköp sem
ég á af skuldunautum.
Er á leið í ofsa veislu,
ætla að láta öllum illum látum,
Því að þetta er lífið,
náttúran og dýrðin
að eilífu
gaman!
Stubbarnir, Tinky Winky og sonur minn
1.6.2007 | 21:12
Í Póllandi vilja þeir láta sálfræðing rannsaka kynhneigð Tinky Winky !!!!! Þar vilja þeir meina að samkynhneigð geti verið "smitandi" og börn sem horfa á Stubbana geti orðið fyrir áhrifum frá Tinky Winky að því að hann er alltaf með "veski" !!!! Hver segir að þetta sé "veski" er þetta ekki bar fín rauð "taska" sem hann á ?? veski = samkynhneigður
Sonur minn er fæddur árið 1996 og er því alin upp við að horfa á Stubbana. Hann er mikill "strákur" ef hægt er að segja svo um stráka, hann er alltaf í fótbolta, alltaf skítugur, mjög oft í rifnum buxum, kann að detta (þá á ég við að mörg börn í dag eru svo ofvernduð að þau slasa sig við minnsta fall) hann er líka óhræddur. En það er ekki allt, hann leikur sér jafnt við stelpur og finnst ekkert mál að fara í snú snú, fuglafit, teyjó eða fótbolta með þeim. Honum er lika alveg saman hvort þær eru frænkur hans eða ekki, jafngamlar honum eða 6. Hann á líka bleika peysu og finnst hann rosalega flottur í bleiku peysunni. Hann á reyndar ekki svona rautt veski eins og Tinky Winky !!!! Og honum finnst gott að knúsa.
Kannski eftir allt saman eru þetta áhrif frá þeirri tíð er hann horfði á Stubbana !!!!!! En er það ekki málið viljum við ekki að börnin okkar séu fordómalaus hvort sem liturinn er bleikur eða blár, strákur eða stelpa, samkynhneigður eða gagnkynhneigður, VESKI eða TASKA.................................
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.6.2007 kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Innansveitarkrónikan
31.5.2007 | 21:39
og af skólamálapólitík hér í 810. Hér í 810 er rekin fyrirmyndarskóli Grunnskólinn í Hveragerði hann hefur eflst og stækkað á undanförnum árum. Ég tel mig þekkja skólann "okkar" ansi vel þar sem ég er búin að fylgja eldri syni mínum allan grunnskólann og hálfnuð með að fylgja þeim yngri. Þar hef ég starfað í öflugu foreldrafélagi, bæði sem tengill, setið í stjórn foreldrafélagsins, ásamt því að vera áheyrnarfulltrúi í skólanefnd og síðast en ekki síst FORELDRI.
Skólinn hefur breyst á þessum 14 árum og bara til hins betra, nú þykir kennurum eftirsóknarvert að starfa við skólann. En það þykir líka jafnáhugavert að vera aðstoðarskólastjóri þar. Nú á vordögum var ráðin einn slíkur í viðbót við þann sem fyrir var.
Með fullri virðingu við þann sem leysti af, (hef ég bara gott af honum að segja) þá tel ég hvorki hagsmunum skólans né fjármunum bæjarnis vel varið með því að hafa einn skólastjóra og tvo aðstoðarskólastjóra á fullum launum. Hefði talið fjármunum bæjarns betur farið að styrkja skólann með öðrum hætti. Ég undrast á því að þegar tekjur bæjarins fara að meirihluta í rekstur skólans að svona sé að málum staðið. Ég undrast einnig yfir því að ekki sé búið að tilkynna foreldrum frá ráðningunni með fréttabréfi, því okkur varðar málið alveg jafn mikið og starfsfólki skólans.
Ekki "bruðla" með peninga, notum þá heldur í það SEM OKKUR ER NAUÐSYNLEGT en ekki í það sem VIÐ HÖLDUM AÐ OKKUR VANTI
Góðar bækur !
24.5.2007 | 20:26
Eins og það er gott að lesa góða bók þá hefur farið helst lítið fyrir því hjá mér undanfarið þar sem ég hef verið með trýnið ofan í námsbókunum
Vel á minnst þá náði ég báðum prófunum
En mig langar að benda ykkur á EINSTAKAR bækur sem vert er að skoða og ég skal lofa ykkur að þær taka ekki mikinn tíma frá ykkur GÓÐA SKEMMTUN
Flöskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen
Stjórnmálaflokkur sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson
Tískuhandbók tölvufræðings
Framfarir í mannréttindamálum í Kína
Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson
Villtu árin - eftir Geir Haarde
Hvernig halda á formannssæti - eftir Össur Skarphéðinsson
Félagatal Framsóknarflokksins
Kúnstin að vera krúttilegur - eftir Gunnar Birgisson
Vinsælustu lögfræðingar landsins
Hvernig bjóða á útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon
Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson
Hafarnaruppskriftir - Náttúruverndarsamtök Íslands
Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson
Það sem mér líkar í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.5.2007 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)