Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Er þetta amma þín ?

Jólagjafalisti ömmu datt óvart í mínar hendur en það sem ég bý ekki svo vel að eiga ömmu á lífi gæti þetta nýst þér.

Elskulega fjölskylda, mér datt í hug fyrir þessi jól að senda ykkur smábréf um jólagjafir. Þar sem plássið er farið að minnka hjá mér, en þið öll svo elskuleg að færa mér gjafir fyrir hver jól.

Ég biðst undan því að fá fleiri flókainniskó. Ég á orðið lager sem endist mér út ævina.

Ég vil líka segja ykkur að ég á nóg bæði af pottaleppum og svuntum.

Ég á orðið sjö flónelsmorgunsloppa úr Rúmfatalagernum, og þarf ekki fleiri í bili. Auk þess þykir mér eldrauður litur fallegri en þessi gammeldags pink kerlingalitur.

Myndir af börnum og barnabörnum eru allt í lagi, en best er að vera ekkert að setja þær í ramma, ég vil heldur setja þær inn í albúm, þar sem allir veggir eru orðnir þaktir af myndum, svo hvergi er auður blettur.

Í Guðanna bænum ekki fleiri smástyttur, hvorki gler, keramik eða tré. Ég þurfti að setja í tvo stóra fulla kassa niður í kjallara eftir síðustu jól. Og ég er orðin svo fótalúin.

Bækur eru svo sem allt í lagi, en ég á orðið 10 biblíur, les þær reyndar aldrei, og allskonar ævisögur og heilsubækur. Ef þið viljið gefa mér bækur, þá vil ég frekar Arnald Indriða eða Agötu Christie.

Og ég hlusta frekar á Led Zepplin og Nirvana en Hauk Mortens eða Karlakór Reykjavíkur.

Sem betur fer hef ég losnað við öll fótanuddtækin með því að gefa þau á tombólur, nema þetta eina sem ég nota undir blóm á svölunum.

Ég verð að segja eins og er að ég hefði í staðinn fyrir þennan dýrindis lazerboystól sem þið tókuð ykkur saman og splæstuð á mig í fyrra, viljað fá hljómflutningsgræjur eða tölvu. Sit afar sjaldan í svona stól, því það er erfitt að standa upp úr honum. Og ég nota tölvu frekar og þykir meira gaman að háværri rokktónlist.

Svo ætla ég að benda ykkur á að þið verðið að koma jólagjöfunum ykkar snemma til mín þetta árið, því ég hef ákveðið að skella mér til Kanarí um jólin, við ætlum nokkur saman, gamlingjar og djamma og djúsa. Vonandi verðið þið stillt og góð á meðan.

Sjúmst á næsta ári, ykkar amma.


Samkvæmisleikir

Nú leita ég á náðir ykkar og langar að vita hvort þið kunnið ekki einhverja stórskemmtilega samkvæmisleiki mig vantar svo hugmyndir fyrir.............

Bið ykkur endilega að setja inn frábærar hugmyndir

Kv Hulda hugmyndasnauða


Moggin ekki kominn

inn um lúguna í dag svo þá er bara að setjast við tölvuna með kaffibollan.

Mér hefur nú svo sem ekkert leiðst þessa vikuna og lítið verið að stelast í tímaþjófinn (tölvuna) en vikan fór í að slá endahnútinn á Skotlandsferðina og það verður svo gaman. Get víst lítið meira sagt ef að samstarfsfólk mitt rambar hér inn.

En Gulldrengurinn minn sem er 11 ára hefur fram að þessu laumað sér á næturna í ból foreldrana þetta hefur svo sem ekki verið vandamál en nú er svo komið að drengurinn er alltaf að stækka (jú það er það sem börn gera) og tekur hann pláss eins og hver annar fullorðin einstaklingur. Rúmið okkar er bara gert fyrir tvo fullorðna og þegar sá þriðji bætist við þá er ekkert val ÞÚ BARA LIGGUR Á ÞESSARI HLIÐ.

Það hefur yfirleitt gengið, að þegar verulega er farið að þrengja að okkur að biðja hann um að færa sig í sitt rúm. 

En í vikunni gekk mér ekkert að fá hann til að færa sig svo úr varð að ég fór í stofusófann !!!

Þegar ég svo vakti hann um morgunin og sagði við hann að þetta gengi nú ekki svona ég hefði þurft að ganga úr rúmi fyrir hann og sofa í sófanum. Þá var hann ekki lengi að svara og  sagði:

VAR ÞAÐ EKKI BARA NOTALEGT !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 


Einlæg skilaboð

My Comfort Zone 

I use to have a Comfort Zone
Where I knew I couldn't fail
The same four walls of busy work
Were really more like jail.

I longed so much to do the things
I'd never done before,
But I stayed inside my Comfort Zone
And paced the same old floor

I claimed to be so busy
With the things inside my zone,
But deep inside I longed for
Something special of my own.

I couldn't let my life go by,
Just watching others win.
I held my breath and stepped outside
And let the change begin.

I took a step and with new strength
I'd never felt before,
I kissed my Comfort Zone 'goodbye'
And closed and locked the door.

If you are in a Comfort Zone,
Afraid to venture out,
Remember that all winners were
At one time filled with doubt.

A step or two and words of praise,
Can make your dreams come true.
Greet your future with a smile,
Success is there for you!

Author Unknown

Ein ég sit og

læri Wink bara að láta ykkur vita ég er búin með áætlun sem sagt ég er á góðri leið með að endurheimta skipulagið Tounge og þar held ég að FÝLUÍSINN í gærkveldi hafi gert gæfumuninn og bjargað því sem bjargað varð Wink GOGO KJÖRÍS Heart

Nú ætla ég hins vegar að fara standa upp (þar sem ég er komin með rassæri) hreyfa mig taka svo á móti klaufdýrinu mínu og viðhenginu hans í kvöldmat Grin

GÓÐA HELGI

Smile

 


Skipulagskaos

hjá frú skipulagðri Crying

Ég hef hingað til talið mig bara nokkuð skipulagða Halo en undanfarnar vikur er ég gjörsamlega að tapa skipulaginu mínu og næ ekki að halda utan um allt sem ég er vön að gera Gasp Og svo fer ég og geri hin mesta óþarfa að skrifa BLOGG eða að fara "bloggrúnt" í staðin fyrir að læra, sem ég er alltaf að gera á síðustu stundu nú orðið Pinch (svona eru bloggvinir freistandi og skemmtilegir)

Til að þið áttið á hvað er að gerast þá fór ég að hitta minn YNDISLEGA SAUMÓ í gærkvöldi Heart (takk stelpur þið eruð bestar) þegar saumóinn var ákveðin var ég með kolvitlausa dagsetningu í kollinum Pinch svo þegar ég var nánast að renna í hlað var ég ekki viss um að ég væri að mæta á réttan stað Pinch OG ÉG MÆTTI SÍÐUST SEM HEFUR EKKI GERST ÁÐUR !!!!!!!!! Ég sem er alltaf með allt svona á hreinu Shocking

Svo er heimilistalvan að gera mér lífið leitt Devil Eins og þið hafið ekki heyrt þetta áður þá er eins og hún vilji með engu móti að ég stundi fjarnám Devil En ég er með nýja heimilistölvu Halo en hún er ekkert betri Sleeping Í henni er ég með Windows 2007 sem ég þarf að nota í Tölvufræði og nú er svo komið að hún vill ekki með nokkru móti tengjast netinu Frown  og hún ég á að skila verkefni á mánudag Crying

Ekki er ég með Windows 2007 (í þessari elsku Heart sem ég nota í hin fögin) og vill ekki hlaða því inn því ég er ekki alveg nógu klár á það til að vinna verkefnin í ritvinnslunni, þið skiljið eða ekki !!!!

Þetta er bara að gera mig #$%/$&%&Devil fúla sem fær mig til að leggjast upp í sófa með minn FÝLUÍS....í staðin fyrir að gera það sem ég á að vera gera !!!!!!!!

En ef svo illa vildi til að ég er gleyma einhverju eða einhverjum sem ég var búin að lofa eða hitta (vona að það standi nú engin á eihverjum stað og bíði eftir mér) þá látið þið mig vita  Shocking

Ég kem um áramót !!!!!!!!!!!!!!!!!

 



Kæri Guðlaugur Þór

Þannig er mál með vexti að tengdamóðir mín(sem býr ein) fór í aðgerð fyrir tveimur vikum. Hún var lögð inn á mánudagsmorgni á Lanspítalann Háskólasjúkrahús við Fossvog. Aðgerðin gekk vel.

Á þriðjudag förum við í heimsókn til hennar og á miðvikudegi ætlar barnabarn hennar að heimsækja hana. En viti menn enginn amma !!!! Það var búið að flytja hana á Sjúkrahús Suðurlands. Á fimmtudegi hringir dóttir hennar á Lanspítalann Háskólasjúkrahús við Fossvog og þá er henni tjáð að hún hafi verið flutt deginum áður.

Ekkert af hennar aðstandendum var látið vita af flutningunum, við áttum bara að finna þetta á okkur.

Ekki væsti um tengdó á Sjúkrahúsi Suðurlands.

En í gær var hún útskrifuð þaðan með þau skilaboð að hennar biðu lyf í apótekinu í Hveragerði. Ég fer svo í apótekið um hálf sex í gær og viti menn engin lyf !!!! Ég leita á náðir samstarfskonu minnar sem er hjúkrunarfræðingur. Hún hringir í SS (Sjúkrahús Suðuralnds) fær þær upplýsingar að þetta séu eftirritunarskyld lyf. Sem þýðir ekki er hægt að símsenda lyfseðil og stofnunin sem ég vinn hjá liggur þar af leiðandi ekki með slík lyf í lyfjaskápum. En ég er beðin um að koma á SS og fá lyfjaskammt fyrir kvöldið og morgunin. (Því ekki gat hún verið án þeirra).

Ég brenni á Selfoss og þær láta mig hafa lyfin og segja mér jafnframt að gleymst hafi að láta lækninn hennar vita af útskriftini og þess vegna var enginn lyfseðill. Ég var beðin að koma á SS milli 14 og 15 í dag og sækja lyfseðilin.

Þar sem ég er í vinnu og á skilningsríka yfirmenn fæ ég að skreppa á SS og þar bíður lyfseðill.

Allt í lagi ég lýk mínum vinnudegi og fer í apótekið.

Nei því miður þetta lyf er ekki til en það kemur á morgun !!!!!!

Ég bið apótekarann að kanna hvort lyfið fáist á Selfossi, hann hringir jú það er til ein pakkning !!!

Ég brenni í Lyf og heilsu á Selfossi. Þar fæ ég þau svör að nei því miður síðasta pakningin var að seljast en það kemur í fyrramálið !!!! Þegar hér var komið í sögu var ég orðin verulega reið !!! Ég átti eitt apótek eftir annars var það að bruna í Rvk.

Þökk sé fyrir Árnesapótek það bjargaði því sem bjarga varð sem sagt geðheilsu minni.

Kæri Guðlaugur Þór ef þú skyldir ramba inn á bloggið mitt og lesa þetta þá er skilaboðin til þín:

ÞAÐ VERÐUR AÐ GERA HEILBRIGÐISKERFIÐ SKILVIRKARA OG MANNLEGRA, því annars töpum við sem eigum að teljast heilbrigð GEÐHEILSU OKKAR og þá fyrst erum við í verulegum bobba því á sviði GEÐHEILBRIGÐIS FINNAST EKKI ÚRLAUSNIR Í OKKAR HEILBRIGÐISKERFI.

Góðar stundir

 

 


Gúllassúpan !!!!

Latur og frú og buðu okkur hjónum í gúllassúpu nýliðna helgi (maður er varla búin að snúa sér við í rúminu þegar það er aftur komin helgi)  ásamt okkur var vinur okkar sem er tæknistjóri hjá RÚV. Ekki slæmur félagsskapur það Smile og frábær Gúllassúpa Wink

Umræðurnar snerust nú svolitið um Friðarsúluna, þar sem tæknistjóri RÚV var nú á leið út í Viðey að sjá til þess að herlegheitin kæmu nú beint inn í stofu til okkar (þ.e.a.s. okkur sem voru ekki boðin) Átti hann að aka upptökubílnum upp á pramma sem var litlu breiðari en bílinn og flytja hann út í eynna. Það sem angraði vin okkar mest var að hann er ekki vanur að aka þessum bíl og var hræddur um að eitthvað færi úrskeiðis. Hann var farin að sjá fyrir sér fyrirsagnir blaðanna "39 ára gamall vörubílstjóri (sem hann er EKKI) fór í sjóinn ásamt tæknibíl RÚV"

Huggunarorð okkar voru þau að hann skyldi þakka fyrir að vera ekki orðin fertugur því þá myndi fyrirsögnin hljóma svona: Vörubílstjóri á fimmtugsaldri fór í sjóinn ásamt tæknibíl RÚV.

Hef ekkert heyrt frá honum síðan !!! Frown

En um nóttina eftir gúllasúpuna góðu, vaknaði (er ekki vön að vakna á næturnar) alveg fullviss að ég væri að fá ælupest Sick og það eina sem ég hugsaði um var að ég má ekki fá ælupest því það er bara til mjólk í ísskápnum !!!

Svo vakna ég betur og átta mig á því að að ég er með brjóstsviða ! Fer í eldhússkápinn að ná mér í matarsóta (gamalt húsráð) og ég gæti þess alltaf að lesa vel á staukana svo ég lendi ekki í því sama og maður hér í bæ!! Hann ætlaði sko aldeilis að fara eftir húsráðinu gamla Wink fer um miðja nótt að fá sér matarsóda í vatni, en ekki lagaðist brjóstsviðinn Woundering. Svo hann vakti frúnna sína og sagði gamla húsráðið ekki virka og honum væri svo bumbult!! Fór svo að hún fór með bónda sínum í eldhúsið að gá hverju sætti, sér þá að á eldhúsborðinu stendur LYFTIDUFTSSTAUKURINN !!!!!!!!!  Svo ég LES ALLTAF og það klikkar ekki matarsódinn virkar.

En þetta er ekki búið um morguninn þegar rafvirkinn vaknar segir hann við mig hvaða krydd var í gúllassúpunni í gær ???? Ég ætlaði að vekja þig í nótt að því að ég hélt að ég væri að fá HJÁRTAÁFALL !!! en fattaði svo að þetta var bara brjóstsviði !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 


Unglingurinn á afmæli

í dag og er hann 19 ára Wizard Hann fer að komast af unglingsaldrinum svo ég held að ég verði að breyta bloggnafninu hans.

Einhverjar tillögur. Klaufdýrið kemur sterklega inn, þar sem hann getur verið klaufskur með eindæmum, Neyðarkallinn þar sem hann er í Hjálparsveitinni svo er hann náttúrulega Súperskáti, ofan á allt er hann að læra rafvrikjun eins og pabbi svo "ljósið hans pabba" er vel við hæfi.

En í afmælisdagabókinni segir um afmælisbörn dagsins:

Þú ert nákvæmur, árangursríkur, þróttmikill og vinnur störf þin af áhuga og krafti. Þú átt marga vini, sem dá þig. Þú ert vingjarnelgur, réttlátur og tillitssamur. Þú ert tryggur fjölskyldu þinni og átt fulla virðingu þeirra og ást.

Til hamingju með daginn Wizard


Karnivalinu frestað

Við erum að rigna niður hér í "Hördí gördí" og svo allt fari nú ekki á flot aftur bið ég þig að fara og upp og skrúfa fyrir, ég myndi fara sjálf en þar sem ég er svolítið lofthrædd á ég von á að bugast þegar ég er komin hálfa leið. En á meðan það rignir ennþá verður

Frestun afmælisdagsskrár
Vegna óhagstæðs veðurútlits á morgun  er afmælisdagskránni sem vera átti á morgun, föstudag, frestað til mánudagsins 8. október.

PLÍS SKRÚFA FYRIR NÚNA !!!!!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband