Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Er í sumarfríi .....

 ....frá Moggablogginu en einhverjar færslur verður að finna á minni góðu síðu :

http://www.blog.central.is/810

Kv Hulda Bergrós 

 


Aðeins að íslenskri knattspyrnu

að því ég er um það bil að fara með"gulldrenginn" minn á fótboltmót um helgina.

Ég tel mig nú ekki vera neinn sérfræðing í knattspyrnu þó ég hafi nú aðeins spilað hana sjálf og tekið þátt í því að koma kvennaflokk á legg í minni gömlu heimabyggð Mosfellsbæ. En þar sem búa þrír karlmenn á mínu heimili fer ég ekki varhug af allri umræðunni um fótboltan hvort sem mér líkar betur eða verr. Í framhaldi að því held að ég hafi komist að þeirri niðurstöðu hver sé munurinn á kvenna og karlaknattspyrnu !!!!!! 

Munurinn felst að miklu leiti í því að við (konur) förum í hvern leik fyrir sig og látum ekki fyrri leiki trufla okkur !!!! Hvernig þá ?? Nú karlarnir muna"síðasta" leik í smáatriðum Shocking ég meina hvaða kona man hver sendi boltann á Rikka Daða þegar hann skoraði í landsleik á móti Ítölum eða Frökkum (man ekki hvort) eða hvort hornspyrnan á 6 mín var flott Errm eða ekki. Þeir velta sér upp úr smáatriðunum og geta eytt mörgum klukkutímum í að tala um "gamla" fótboltaleiki.

Það er ekki það sama að læra af mistökum sínum og velta sér upp úr vandamálunum Pinch


Jónsmessan

Í kvöld ætlum við nokkrar sætar og sexý konur að taka okkur saman og fara í gönguferð. Hún hefst í Hveragerði um kl. 20.00 þar sem rafvirkinn ætlar að aka þessum föngulega hóp upp að Ölkelduháls. Þaðan er ferð okkar heitið niður Klambragil í Reykjadalinn þar sem þessi sjón blasir eflaust við okkur

The image “http://notendur.centrum.is/~hehe/photogallery/Reykjadalur/thumbnails/A6_Reykjadalur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

fótabað í heita læknum kakó á brúsa velta okkur upp úr dögginni haldið heim á leið niður Rjúpnabrekkur Smile

Þetta er "Esjan" okkar eftir vinnu !!!!!!


Hraðakstur - hægakstur

Ég bý í Hveragerði og á því leið yfir Hellisheiðina mjög oft og já mér getur blöskrað hvað fólk ekur hratt ! En það er ansi oft og þó sérstaklega á þessum árstíma að þegar ég er að koma heim og keyri niður Kambana þá eru ekki ófáir sem silast niður þá á 50-60 !!!!! Hægra megin ,þegar ekið er niður kamba, er malbikuð ökl fyrir þá sem vilja fara hægar og að víkja fyrir þeim sem aka löglega. En það er eins og fólk viti ekki til hvers þessi öxl er !!!!!! Fer það stundum út í það að þeir sem eru óþolinmóðir gera tilraun til að taka fram úr á þessari öxl, hægra megin sem skapar mikla hættu. Nú vil ég biðja ykkur sem eigið leið á þessum vegarkafla að nýta öxlina ef ykkur óar að keyra niður "Kambana"

Það er ekki bara hraðakstur sem skapar hættu það er líka HÆGAKSTUR !!!!!!! 


Bleikur dagur í dag !



Mamma hvað er karlremba ?

Spurði 11 ára sonur minn, í framhaldi af karlrembu og kvennahlaupinu sem fram fór í Hveragerði á laugardag. Ég hugsaði nú verð ég að vanda mig svo hann fari nú ekki að bendla einn eða neinn sem hann þekkir við "karlrembu". Svo ég vanda mig og reyni að útskýra fyrir honum eins vel og get hvað karlremba er. Þegar ég hef talað út horfir hann á mig og segir : HVAÐ AF HVERJU SAGÐIRU EKKI BARA AÐ ÞAÐ VÆRI MAÐUR EINS OG PABBI !!!!!!!!!!!!!!

Við erum mjög jafnréttissinnuð í Hveragerði

Karlrembu & kvennahlaupið á laugardag

SunnumörkÍ Hveragerði fá bæði karlar og konur að hlaupa þann 16. júní n.k. Hið árlega Karlrembuhlaup var haldið laugardaginn 16. júní. Hlaupið var kl. 11:00 frá verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði. HARA systur mættu á svæðið og hituðu upp fyrir halupið. Þátttakendur fengu ís frá Kjörís, Egils Kristal og frítt í sund í sundlaugina Laugaskarð.

Með þessu móti gerum við daginn í leiðinni mjög fjölskylduvænan. Og ættu fleirri sveitarfélög að taka sér Hvergerðinga til fyrirmyndar.


Hverafuglar í Fríðrikskirkjuni

Hvergerðingar eru á ferð og flugi þessa dagana Wink 

Íslendska kórið, Hverafuglar, sum er mannað av pensionistum, verður at hoyra í Fríðrikskirkjuni týskvøldið saman við kirkjukórinum í Fríðrikskirkjuni

Íslendski býurin, Hveragerði, er vinarbýur hjá Nes kommunu, og fyri einum ári síðani var Kirkjukórið í Fríðrikskirkjuni á konsertferð í Hveragerði.

Nú er eitt kór úr Hveragerði so komi á vitjan á Toftum. Kórið, sum kallast Hverafuglar, er mannað við pensionistum í Íslandi, og tað fer at hava konsert í Fríðrikskirkjuni týskvøldið.

Konsertin byrjar kl. 20, og luttakarar verða Hverafuglar og Kirkjukórið í Fríðrikskirkjuni á Toftum. Ferðaleiðarin hjá íslendkska kórinum, David Samuelsson, sum er hálvur føroyingur, fer eisini at luttaka við solosangi.

Hverafuglar fara at syngja lættar íslendskar vársangir, meðan Kirkjukórið fer at syngja løg eftir Hans Jacob Højgaard.


Áttu strák !!!!!

Ég á tvo Smile og þar sem ég veit að mikið að börnum hafa fæðst undanfarna daga vil ég endilega minna allar "strákamömmur" á þetta

Fyrir mæður drengja!!!


Drengir eru breytilegir að stærð, þyngd og lit.

Þeir eru alls staðar - uppi á öllu og niðri í öllu, klifrandi, hlaupandi og stökkvandi.

Mæður elska þá, eldri systur og bræður umbera þá,

fullorðnir virða þá ekki viðlits, og Drottinn verndar þá.

Drengur er Sannleikur með óhreinindi í andlitinu,
Viska með tuggugúmmí í hárinu og Von framtíðarinnar með ánamaðk í vasanum.
Drengur hefur matarlyst eins og hestur, meltingu eins og sverðagleypir,
orku eins og vasaatómsprengja, rödd eins og einræðisherra.

Hann er gæddur forvitni kattarins, ímyndunarafli skáldsins, feimni fjólunnar,
viðbragðsflýti veiðibogans, funa flugeldsins, og þegar hann býr eitthvað
til, hefur hann fimm þumalfingur á hvorri hendi.
Hann kann vel að meta rjómaís, hnífa, sagir, myndabækur, skóga, vatn

(í sínu náttúrulega umhverfi), stór dýr, pabba, bíla,

laugardagsmorgna og brunabíla.
Hann er lítið fyrir sunnudagaskóla, barnaskóla, myndalausar bækur,
spilatíma, hálsbindi, rakara, stelpur, frakka, fullorðna eða háttatíma.
Enginn er eins árrisull, og enginn eins síðbúinn til matar og hann.
Enginn nema hann getur troðið í einn vasa ryðguðum hníf, hálfétnu epli, þriggja
feta snærisspotta, þremur blossateinum, tuttuguogfimmeyringi, vatnsbyssu,
og dularfullu áhaldi, sem enginn þekkir nema hann.
Drengur er sannkölluð töfravera - þú getur lokað hann úti úr vinnustofunni
þinni, en þú getur ekki lokað hann út úr hjarta þínu. Þú getur fengið hann
burtu úr skrifstofunni þinn, en þú getur ekki fengið hann burtu úr huga
þér.
Það er eins gott að gefast upp strax - hann er fangavörður þinn, húsbóndi
og herra - freknóttur ólátabelgur. En þegar þú kemur heim á kvöldin með
allar borgir vona þinna og drauma hrundar, getur hann reist þær aftur með
tveim töfraorðum - "Halló mamma!"


Það er vor

Það er vor.
Ég er í sjöunda himni.

Helgin fyrir stafni
búin að fara í ríkið.
Veðrið er æði, sólin skín,                                                                                                              hvergi ský á himni.
Búin að panta súpu og brauð
og búin að borga allar mínar skuldir,
svo sem engin ósköp sem
ég á af skuldunautum.
Er á leið í ofsa veislu,
ætla að láta öllum illum látum,
Því að þetta er lífið,
náttúran og dýrðin
að eilífu
gaman!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband