Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Engin er verri þó

að hann vökni......nema hann drukkni og jaðrar við það hér í 810

Á mánudaginn rigndi 110 mm á mínum slóðum ég er viss um að það hefur ringt álíka mikið ef ekki meira seinnipartinn í dag.

Jú ég bý í Hveragerði en ég ég er farin að halda að ég sé í Vík í Mýrdal sem er "mesta rigningarbæli á Íslandi" þar rignir UPP en ekki niður.

Ef svona heldur fram fer ég að byggja mér örk hver veit

Nú voru lesnar verðurfregnir frá veðurstofu 810 kl.21.30


Þú færð bros :D)

Stundum þurfa allir að staldra aðeins við                                       

Stundum verður þörf fyrir önnur sjónarmið

Annars fer allt hér í sama far

Þetta hef ég séð og þess vegna ég bið

Þig að koma heimsókn og hafa það sem sið

Blásum líf í gömlu glæðurnar

Þú færð bros Smile frá mér í sérhvert sinn

Þú lítur hingað inn

Þú ert meir en velkomin hér

þú færð mitt bros Smile já það er fyrirséð

og faðmlag fylgir með

Og síðan þegar ferð þú frá mér

Þér fylgir bros Smile 

Áður en þú veist kemur aftur sólskinið 

Alltaf verður þá aðeins betra útlitið

Og þú býrð til nýjar væntingar

Já, öllu er hægt að breyta

Það opnar lokum hlið

það er alltaf einhver leið til að bæta ástandið

Þá við eignumst góðar minningar

Þú færð bros Smile   

(Friðrik Sturluson)


Er þetta örugglega minn !!!

Nei ég ætla ekki að fara prédika hvorki um tannburstun né tannlækna Devil þrátt fyrir að hafa unnið hjá einum í 16 ár og PRÉDIKAÐ yfir ungu fólki hversu mikilvæg tannburstun er þá vita það allir í bloggheimum og á ekki að þurfa að segja ykkur það Wink

En vandmálið er hins vegar tannburstarnir á heimilinu Sick og sérstaklega þegar þeir eru endurnýjaðir þá verður að vanda valið því rafvirkinn er svo íhaldsamur að tannburstinn hans verður helst alltaf að vera eins OG ALVEG EINS Á LITINN og sá síðasti Frown því annars á hann það til að ruglast Crying kannast einhver við þetta vandamál eða er þetta einstakt á mínu heimili ???? Og þegar við erum orðin fimm í heimili verður að gæta þess að engir tveir séu eins Halo

Þegar gulldrengurinn fór til Englands í ágúst keypti ég nýjan tannbursta handa honum og á meðan hann var úti endurnýjaði ég "burstana" hjá okkur hjónum minn bleikur og hans blár (þrátt fyrir að ég sýni rafvirkjanum tannburstann þá spyr hann nokkra daga á eftir ER ÞETTA ÖRUGGLEGA MINN)

En svo kom gulldrengurinn heim og fer náttúrlega að bursta tennurnar rýkur ekki rafvirkinn upp ÞÚ ERT MEÐ MINN TANNBURSTA W00t nei ég hafði óvart keypt tvo eins !!!!!!!!!


Móðir í hjáverkum

Já ég eyði meiri tíma í tölvunni heldur en við heimilsstörfin og barnauppeldi Pinch enda unglingurinn orðin fullorðin og bara ár í að gulldrengurinn verði fullorðin (að eigin sögn) því hann verður fullorðin þegar hann verður tólf Pinch Jú því þá þarf hann að kaupa fullorðins miða ef hann ætlar til Englands (sem hann ætlar án þess að spyrja því hann verður jú orðin fullorðinn) og svo þarf líka að borga fullorðins í Bláa Lónið þegar maður er orðin tólf, í strætó (sem ekki gengur í 810)

En  ekki á ég eftir að lagast þegar skólinn tekur við ég ætla að taka níu einingar Gasp sinna vinnunni og fara í ræktina (glætan að það verði af því) og vera heimilsleg og baka fyrir bekkjarkvöldin eða allvega koma með "dúlbúnar heimabakaðar" osv..........

Um jól verð ég búin að fara frá því að vera móðir í hjáverkum í kona á barmi taugaáfalls svo ég geri bara eins og alkarnir "one day at time"


Það er margt slæmt í henni veröld

Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur
sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og
taka vel til í öllu herberginu.

Hún sá að það var umslag á miðju rúminu
og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent

bréfið sem í því var.

Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að
þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri
þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að
undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur
þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína. En
það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til
hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það.
Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn
að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann
er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum
og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það
að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg
af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta
á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn
finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo
skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú
orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn
orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern
daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin
þín.

Þín dóttir Guðrún.

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt.
Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita
að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu
skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir
mig að koma heim.


Og hvað eru mörg hringtorg í því

Brá mér af bæ í dag sem er svo sem engin nýlunda Wink Leið mín lá frá Hveragerði og upp í Mosfellsdal. Fer þangað helst einu sinni á sumri á markaðinn og mér til mikillar skelfingar gerði ég mér grein fyrir því að það er komin september svo það var ekki seinna að vænna að drífa sig.

Þar sem ég var ein á ferð fór ég að ganni að telja hringtorgin sem urðu á leið minni. Sko Gulldrengurinn sem þjáist af bílveiki Sick hefur oft kvartað sáran þegar við keyrum í gegnum Mosfellsbæinn út af öllum hringtorgunum og oft hafa þau orðið honum um megn.

Það eru horki fleiri né færri en tíu hringtorg á þessari alls ekki löngu leið (reikna með að þetta séu rétt um 50 km) og fram og tilbaka eru þetta samtals tuttugu hringtorg.

Ég fer í gegnum það fyrsta á leið minni út út Hveragerði, það næsta er við Norðlingaholt, eitt er svo við Rauðavatn, svo er hringtorg við Úlfarsfell, Blikastaði, Skálatún, Langatanga, Þverholt, Álfosskvos og nú er verið að gera eitt við afleggjaran inn í Mosfellssdal.

Mosfellsbær hefur sem sagt vinningin um flest hringtorg í einu bæjarfélagi !!!!!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband