Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Í liði með Hugh Grant
31.3.2008 | 23:29
Í kvöld sat rafvrikinn fyrir framan sjónvarpið (aldrei þessu vant) og kallar í mig: það er að byrja mynd hérna með Hugh Grant langar þig ekki að sjá hana þú ert nú svo mikið fyrir hann !!! Ég svara: Nei ég er að ljúka við verkefni, og ertu nú farin að setja mig í lið með Hugh Grant?
Klaufdýrið kom í sófann til pabba síns og fór ÓVART að horfa með honum
Nú sitja þeir tveir saman emjandi úr hlátri (vildi óska þess að þið heyrðuð tístið í þeim) og ég sit við tölvuna og mér er spurn: HVER SKYLDI VERA Í LIÐINU HANS HUGH GRANT Á ÞESSU HEIMILI
Hjálp frá Íslandi
30.3.2008 | 22:22
Hjálp úr Íslandi til Skálavíkar | ||||||
Tríggir menn í Íslandi hava savnað saman 3.535,800 krónur, ið skulu brúkast at umvæla skaðar í Skálavík eftir ódnarveðrið 31. januar | ||||||
- Tá tikið var saman um tað, sum samlaðist til endamálið, royndist tað vera at Ísl. Kr. 3.535,800 + vextir, og eru vit glaðir fyri at kunna senda hvørt oyra til Skálavíkar. Hóast ísl. Krónan hevur verið í heldur fríun falli nú í seinstuni, vóna vit, at peningurin kann nýtast sum lítil hjálp til at byggja upp aftur tað, sum ódnin tók, verður sagt í tíðindaskrivi. | ||||||
Föstudagsbrandarinn
28.3.2008 | 16:05
Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig
andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.
Andinn svaraði: ' Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra
launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim,
get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? '
Án þess að hika sagði konan : ' Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu
þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.'
Andinn leit á kortið og hrópaði : ' VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig
manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir
miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! ' ' Ég held að
þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. '
Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: ' Okey, ég hef aldrei
getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur,
skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er
góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á
íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! '
Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : ' Láttu mig sjá þetta
fjandans kort '
Aldurspersónleikareiknir
27.3.2008 | 16:15
Fékk þetta sent frá vinkonu minni og svona er ég, er ekki frá því að það sé margt til í þessu JANUARY | ||||
* Ambitious and serious | ||||
* Loves to teach and be taught | ||||
* Always looking at people's flaws and weaknesses | ||||
* Likes to criticize | ||||
* Hardworking and productive | ||||
* Smart, neat and organized | ||||
* Sensitive and has deep thoughts | ||||
* Knows how to make others happy | ||||
* Quiet unless excited or tensed | ||||
* Rather reserved | ||||
* Highly attentive | ||||
* Resistant to illnesses but prone to colds | ||||
* Romantic but has difficulties expressing love | ||||
* Loves children | ||||
* Homely person | ||||
* Loyal | ||||
* Needs to improve social abilities | ||||
* Easily jealous |
Age in years | 40,20 |
Age in months | 482 |
Age in days | 14675 |
Age in hours | 352191 |
Age in minutes | 21131456 |
Age in seconds | 1267887375 |
Age in Milli seconds | 126788737450 |
Age in weeks | 102722 |
You born on | Saturday |
Kennslustund í færeyesku
26.3.2008 | 21:16
Þar sem ég er á leið til Færeyja í sumar, þá set ég þetta inn fyrir samferðafólk mitt og aðra áhugasama um Færeyjar, nú er bara um að gera að æfa sig
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Næturbrölt
25.3.2008 | 17:19
Páskanótt á í mínum huga að vera jafn friðsæl og jólanótt, reyndar á að vera smá spenningur hjá þeim sem leita páskaeggja í morgunsárið. Við földum páskaegg gulldrengsins með tilheyrandi vísbendingum áður en við lögðumst til svefns
En um klukkan fjögur um nóttina stendur gulldrengurinn við rúmið hjá okkur og heldur á einni vísbendingu, sem hann vill fá frekari útskýringar á ég er nú ekki alveg jafn sátt við það og fæ hann til að fara sofa aftur
Þegar ég er svo rétt að sofna, svona rúmlega fimm,hringir ekki síminn hjá rafvirkjanum hann fer með tilheyrandi tilþrifum í útkall hjá slökkviliðinu. Jæja ég leggst aftur á koddann, og sofna hið snarasta. En Adam var ekki lengi í paradís Rétt upp úr SEX kemur klaufdýrið heim (sem nota bene gengur um eins og fílahjörð) og hann í "ég held ég gangi heim" ástandinu, og þið vitið hvernig það fer þegar maður er vanda sig við að læðast, ÞAÐ VERÐUR TÍU SINNUM MEIRI HÁVAÐI
En ekki öll nótt úti enn hjá henni minni, svo ég rembist nú eina ferðina enn við að fara sofa Nei of gott til að vera satt, um áttaleytið kemur rafvirkinn heim alveg miður sín, hvort að gulldrengurinn hafi vaknað til að leita að páskaegginu sínu, við höfðum nefnilega falið það í skottinu á bílnum þetta árið. En þar sem hann átti eftir að ganga frá niðri á slökkvuliðsstöð var ákveðið í skyndi að hafa það bara úti
Ég leggst á koddan og vona nú heitt og innilega að gulldrengurinn sofi að minnsta kosti til tíu
Klukkan níu heyri ég hann kalla: Sko mamma þegar maður fer í ferðalag þá setur maður farangurinn í skottið á bílnum EN ÞAÐ ER ENGINN BÍLL
Ég fór á fætur til að leiðrétta þann misskilning
Ég á frábæra systir
24.3.2008 | 17:23
Þetta er til þín og síðan sem þú leitar að mín kæra er hér
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur lánað mér.
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur sent mér, búið til handa mér, kennt mér.
Þakka þér fyrir að koma mér til bjargar, fyrir allt laumuspilið, ávíturnar og huggunarorðin.
Þakka þér fyrir alla hlátrana, öll sameiginlegu ævintýrin.
Þakka þér fyrir að vera til reiðu hvenær sem ég þarfnaðist þín.
Þakka þér fyrir að vera alltaf tiltæk, alltaf þú sjálf og þó hluti af mér.
Gleðilega páska
22.3.2008 | 22:58
Brugðum okkur í Skálafellið í dag
Hér er gulldrengurinn, hann fór í smá brettakennslu, þurfti litla kennslu en hafði glatað sjálfstraustinu, og fékk góða hjálp við að finna það aftur
Hér er hann ásamt kennaranum, og mamma fékk að fylgjast með
af því hún dustaði rykið af sínum skíðum
En kæru bloggvinir, vinir og aðrir sem ramba hérna inn, gleðilega páska
Eivör
22.3.2008 | 19:39
Ég hreinlega elska að hlusta á þessa berfættu færeysku "vinkonu" mína
Ísland er land þitt
21.3.2008 | 20:33
þvílík fegurð, sem var í þjóðgarðinum á Þingvöllum í dag, í þessari fegurð býr einstök orka og augnakonfekt gjörið þið svo vel
Læt eina fljóta með af gulldrengnum og rafvirkjanum