Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Bólgan sem gengur á bloggheimum

er búin að stinga sér inn á mitt heimili. Já eins og Katrín Snæhólm svilkona mín segir þá eru bloggarar (sem og aðrir) búnir að þjást af hálsbólgu, kuldabólgu, skuldabólgu og verðbólgu !!!!

Reyndar þjáist rafvirkinn aðallega af kuldabólgu, svitabólgu og hálsbólgu enn sem komið er og er ég viss um að hann hefur smitast þegar hann talaði við bróðir sinn í síma W00t 

Verðbólgan og skuldabólgan láta ekki á sér sitja þar sem þær herja á heimilisbókhaldið af miklum krafti og þar sem mitt félag er að hefja kjaraviðræður á ég ekki von á að eftir þær geti ég hamið verðbólguna né skuldabólguna. Svo nú eru góð ráð dýr ég gæti svo sem reynt eitthvað bólgueyðandi en hugsa að það virki bara á rafvirkjann Shocking

Við getum líka sagt að ég þjáist af prófbólgu eða þá helst kennararnir mínir það er eins og þeir bólgni út af ókláruðum verkefnum svona rétt í annarlok Sick

Þigg öll bólguhemjandiráð sem í boði eru hjá bloggurum !!!!!!


Hvað kostar heili ?????

 Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn
fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og
dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og
horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna.

"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð
hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er
jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af
aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann". Ættingjarnir sátu
hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn
þeirra. "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili
kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund".

Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að
horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og
jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði
þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. "Af hverju er
karlmannsheilinn svona mikið dýrari"? Læknirinn brosti umburðarlyndur af
einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara
þetta venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila
dýrari en þetta því þeir eru notaðir"!!!


Vinkonur

Síðasta föstudag þann 18.apríl átti góð vinkona mín afmæli, í dag 25.apríl á æskuvinkona mín afmæli til hamingju með það stelpur, þetta er fyrir ykkur

5393449513-68379769.gif


Gleðilegt sumar

og takk fyrir veturinn. Hér í 810 láta sumarboðarnir ekki á sér standa allir komnir NEMA EINN W00t Já helsti sumarboðinn hér í Hveragerði er kongulóinn Pinch og ég hef bara ekki orðið vör við hana !!!

Kannski sem betur fer, en á þessum árstíma er vaninn að þurfa að sópa útisnúrurnar áður en þvottur er hengdur á þær og svo hrissta allt voða vel áður en það er tekið inn. Sópurinn minn er komin út á pall og bíður spenntur eftir að sópa köngulærnar, en þær láta bíða eftir sér.

Á meðan fær þvotturinn að hanga óáreittur fyrir köngulónum


Hann er eins og hver annar verkamaður

þrælar alla daga til að eiga í sig og á.

Það er elsti bróðir minn, sem er vörubílstjóri (þetta er í genunum). Hringdi í hann í kvöld, aðallega að athuga hvar hann væri staddur? Það er nefnilega svo stutt fyrir mig að fara á "hraunið" Errm

Þegar ég innti hann eftir því hvort hann hefði nokkuð verið handtekinn í dag, sagðist hann ekki hafa tekið þátt í mótmælunum hingað til !!!!!!! og eina fangelsið sem hann færi í (ef til þess kæmi) væri SKULDAFANGELSI W00t

Var okkur þá tíðrætt um Kvíarbryggju, hann er komin yfir fimmtugt og slær aldrei slöku við, og það sem hann hefur heyrt um Kvíarbryggju er alls ekki svo slæmt. Þar eru menn í góðu yfirlæti fara i golf með frítt sjónvarp og internet og jafnvel einn dag í viku frí til þess að skreppa í bæinn. Þannig að eftir allt ævistarfið og puðið sem hefur ekki skilað neinu nema lúnum líkama og skuldum væri bara ágætt að hugsa til þess að eyða nokkrum árum á Kvíarbryggju og hvíla sig fyrir næstu orrustu ELLILÍFEYRINN

ÞVÍ EKKI LÆKKAR OLÍAN

P.S. Ef ráðmenn færu nú að vinna vinnuna sína (sem ég get látið mig dreyma um) og myndu nú lækka álögur á bensín og olíu, skyldu þeir sem eru á MÓTI MÓTMÆLUNUM ekki vilja kaupa ódýrara eldsneyti, NEI MÉR ER SPURN ???????


25 vísbendingar

um að þú sért að verða gamall/gömul (sérstaklega fyrir þá sem fögnuðu fertugsafmæli í síðustu viku)

Þú ert sofandi en allir halda að þú sért dáinn.

Þú ert með partí og nágrannarnir verða þess ekki varir.

Þú getur verið án kynlífs en ekki án gleraugna.

Þú ferð oftar í bakinu en þú ferð út.

Þú ert hættur að draga inn magann sama hver kemur inn.

Þú kaupir áttavita í bílinn.

Þú ert stoltur eigandi sláttuvélar.

Besti vinnur þinn er með stúlku sem er helmingi yngri… Og er ekki að brjóta nein lög.

Handleggirnir á þér eru of litlir til að fletta blaðinu.

Þú syngur með laginu í lyftunni.

Þú vilt frekar fara í vinnu en að vera heima lasinn.

Þér finnst gaman að hlusta á aðra tala um spítaladvöl.

Þér finnst kaffi Vera besti drykkur í heimi.

Fólk hringir í þig kl. 9 og spyr “var ég að vekja þig “?”

Þú svarar spurningu svona: “Vegna þess að ég sagði það!”

Endinn á bindinu hjá þér kemur hvergi nálægt buxnaröndinni.

Þú ferð með málmleitartæki á ströndina.

Þú ert í svörtum sokkum þegar þú ert í sandölum.

Þú manst ekki eftir því hvenær þú lást á gólfinu til að horfa á sjónvarpið.

Þú ert með meira hár í eyrunum en á höfðinu.

Þú talar um “gott Gras” en þú ert að tala um blettinn hjá nágrannanum.

Þú verður vondur þegar talað er um ellilífeyrinn.

Þú fékkst þér gervihnattadisk til að sjá veðurstöðina.

Þú getur farið í keilu án þess að drekka.


Tilbrigði við svanavatnið

meðal annars bloggefnið í dag. En í dag er dagur til að gleðjast því hún slembra vinkona mín er "lystug" (að eigin mati) þ.e.a.s. fertug í dag Wizard Á bloggsíðu sinni bendlar hún mig við að hafa sent henni myndarmann á tröppurnar sínar, í hvaða erindagjörðum veit ég ekki og því síður skil ég ekki alveg af hverju ég ætti að senda henni einn slíkan þegar hún á EINN FYRIR Frown

En að svanavatninu, ég ætlaði nú eitt sinn að verða ballerína W00t en ferill minn endaði mjög snöggt. Það var í þá daga er ekkert íþróttahús var í Mossfellssveit og Hlégarður sinnti því sem hægt var á því sviði. Þá var boðið upp á ballettkennslu og ég lítil skotta mjög svo áhugasöm og vildi ólm læra ballett Smile og úr varð að mamma samþykkti það og fór með mig að kaupa þessa fínu tátiljur, sem nauðsynlegar voru svo ég gæti lært ballett.

Svo mætti ég galvösk í ballett og lærði plíe og allt hvað þetta nú heitir, bein í baki útskeif sá ég sjálfa mig dansa ballett á stóru sviði í bleikum ballettfötum Errm en Adam var ekki lengi í paradís, kennarinn sá baki mínu allt til foráttu og á endanum sagði hún við mig að ég gæti ómögulega lært ballett með þetta "BANANABAK"

Þessi draumur hefur samt alltaf blundað í mér og á ég það til að taka nokkur spor svona bara til þess að gæla við drauminn Whistling

Síðast í gærkvöldi, þetta var nú ekki beint fyrirfram ákveðið, en þannig var að ég mig vantaði naglaklippur inn á baðherbergi. Rafvirkinn var nýbúinn að vera í baði þegar ég sveif í orðins fyllstu inn baðherbergisgólfið (sem var flughált) og endaði svanavatnið á milli klósettsins og innréttingarinnar W00t þar lá ég síðan og gat mig ekki hreyft W00t ég var sem sagt föst á milli báts og bryggju Pinch þetta horfðu rafvirkinn og klaufdýrið upp á, án þess að blikna. Þegar þeir höfðu fullvissað sig um að ekkert amaði að mér gall í kalufdýrinu: SVO ER ÉG KALLAÐUR KLAUFDÝRIÐ Á ÞESSU HEIMILI  !!!!!!

 


Megrun fyrir karlmenn

Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum" pakkann.

Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".

Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni.  Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp.  Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti.  Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg.

Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann.

Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð.  Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".

Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni.  Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki.  Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form.  Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg.

Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann.  "Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta prógrammið okkar"

"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár".

Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm.
Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!"

Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.



Gullfoss og Geysir

eru afskapleg fallegir staðir á landinu. En það er ekkert fallegt við að hafa annars vegar þennan kraftmikla foss og hinsvegar gjósandi hver ólgandi innan í sér Sick

Þá vitið þið hvernig ég hef haft það undanfarna daga, sem sagt búin að liggja með Gullfoss og Geysi ólgandi innan í mér og er vonandi að losna við þá félaga Blush

En rafvirkinn er komin heim heilu og höldnu og talar ekki orð í þýsku W00t 

En svona af því það er föstudagur og ég að hressast þá sendi ég ykkur þennan:


( ( drrring ) ) )
( ( ( ( ( ( ( ( ( drrring-g-g-g ) ) ) ) ) ) ) ) )
“Halló?”
“Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?”
“Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda”
Eftir stutta stund segir pabbi: “En þú átt engan Kalla frænda, elskan!”
” Jú víst, og hann er uppi í herbergi með mömmu núna!”
“Hmm. allt í lagi, gerðu þetta fyrir pabba: Leggðu frá þér símann, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim?
“Allt í lagi, pabbi!”
Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann:
“Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi”
“Og hvað gerðist?” spyr hann.
“Mamma stökk allsber fram úr rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna. . . .”
” Guð minn góður, hvað með Kalla frænda?”
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni. Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar steindauður!”
Svo segir pabbi,:
“Sundlaug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Er þetta ekki 555-2775??”


Grasekkja

þessa dagana, og aldrei að vita hvort rafvirkinn detti inn á síðuna þá hef ég þetta að segja InLove


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband