Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þegar að daglegt líf fer úr skorðum

Síðustu tveir dagar hér í Hveragerði hafa verið mjög svo sérstakir. Við hér í Klettahlíðinni höfum verið ótrúlega lánsöm og ekki talandi um það litla sem brotnaði hjá okkur, og þökkum Guði fyrir að enginn slasaðist alvarlega.

Þó að oft hafi jörð titrað hjá okkur þá er það ekkert í líkingu við þann jarðskjálfta sem kom um kaffileytið á fimmtudag. Ég var ein heima með hundspottið sem við erum að passa. (Hún hafði reyndar stungið feðgana af í hádeiginu sem er henni ólíkt!). Mín fyrstu viðbrögð voru að fara út og hugsunin hvar í "#"#$%/(((%$ eru strákarnir mínir. Gat ekki farið að velta mér upp úr því þar sem ung nágrannakona mín stóð í öngum sínum með litlu drengina sína tvo, annan berbossaðan á handleggnum og hinn hágrátandi við hlið sér og kallaði hvað á ég að gera?

Rafvirkinn fór í útkall með slökkviliðinu, klaufdýrið með hjálparsveitinni,gulldrengurinn kom heim og úti á palli sátum við nágrannakonan með börnin okkar. Þar vorum við þangað til maðurinn hennar kom og sótti hana og börnin og þau brunuð til Reykjavíkur.

Svo dreif ég mig niður í vinnu, það var aðdáunarvert að sjá hvað þær sem voru í vinnunni voru búnar að koma öllu fólkinu út í stóla með teppi og kaffisopa og allir heilir og rólegir.

Held að það sé í eðli okkar þegar svona stendur á að vera innan um fólk, því þegar ég fór að tala við samstarfskonur mínar og spyrjast fyrir um tjón, þá höfðu margar þeirra orðið fyrir miklu tilfinninga og eignatjóni, en þær höfðu ákveðið að glerbrotin færu ekki neitt og betra væri að gera eitthvað gagn en að sitja fyrir utan heimili sín með líf sitt í molum innan dyra.

Allir höfðu upplifað það sama, en hver og einn á sinn hátt.

Dagleg rútína fer úr skorðum þeir mæta í vinnu sem geta og treysta sér til og tíminn hverfur, svefnleysi hrjáði marga í gær og heilinn gekk hægagang.

Þrátt fyrir mikla þreytu hjá okkur hér heima í gærkveldi var einhvernveginn erfitt að leggjast í rúmið. Stanslausir eftirskjálfar þó svo að hlé hafi komið um miðjan dag í gær þá jukust þeir aftur í gærkvöldi. En við sváfum í nótt.

Það var erfitt fyrir okkur að hringja og láta vita af okkur, en það virtist auðveldara fyrir fólk að ná í okkur og langar mig að þakka öllum fyrir þá umhyggju og væntumsemi sem þið hafa sýnt okkur og það er góður stuðningur að heyra í ykkur Heart

Vikurnar sem framundan eru þegar líf okkar hér í bænum kemst í rétt horf, þá kemur kannski enn betur í ljós hvernig áhrif þetta hefur haft og þá sér í lagi á börnin okkar. Við sem borið höfum saman bækur okkar í þeim efnum erum á því að þau börn sem voru innan dyra, þegar skjálftinn kom, eru mun hræddari en þau sem voru úti við leik.

En það má ekki tapa niður húmornum í dagsins önn og fyrir ykkur þarna úti ÞÁ ER Í LAGI MEÐ MALBIKIÐ Smile


mbl.is Eftirskjálftar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir hverir í Hveragerði


Svei mér þá

ef að malbikunarfærslurnar hafa ekki bæði komið af stað umræðu í bænum og mér á (ó)vinsældarlistann !!!!!! En í upphafi stóð til að vekja fólk til umhugsunar, og að fólk sem kýs að taka að sér ábyrgðarhlutverk er ekki yfir gagnrýni hafin svo ég tali nú ekki um þá sem eru með atkvæði almennings á bak við sig, en ekki að afla mér (ó)vinsælda.

Þær virðast ekki hafi hlotið jafn mikinn fögnuð hjá öllum, sem betur fer, það væri slæmt ef við hefðum öll sömu skoðunina. Og fyrst ég minntist á það þá ber öðrum fjölskyldumeðlimum ekki að svara fyrir mínar skoðanir og færslur hér á blogginu, það geta allir gert inn á þessari síðu, nú eða sent mér tölvupóst ef þeir hafa athugasemdir fram færa varðandi þær.

 


Ert þú 40+



 
Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 40 ára:

Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast kærasta. Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða. Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni. Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri traustur og jarðbundinn. Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að finna mér mann sem að væri spennandi. Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur. Þannig að ég ákvað að reyna að finna mann með metnað. Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann  með metnað. Hann var með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu vinkonu minni. Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi. 

Þetta er ástæðan


Systur að elífu

Ung kona var í heimsókn hjá móður sinni og  drakk íste til þess að kæla sig í mesta sumarhitanum.Um leið og þær töluðu um lífið, hjónabandið, ábyrgðina og skuldbindingar fullorðinsáranna hristi móðirin klakamolana  í glasi sínu svo að telaufið þyrlaðist upp og leit hreinskilnislega á dóttur sína: „Gleymdu ekki systrum þínum, þær verða  því mikilvægari sem þú eldist. Einu gildir hversu mikið þú elskar manninn þinn eða börnin sem þú kannt að eignast, þú munt alltaf þarfnast systra. Mundu t.d. eftir að lyfta þér upp með þeim. Með systrum á ég við ALLAR konurnar í lífi þínu. Ég á við vinkonurnar, dætur þínar og aðrar konur sem þér eru tengdar blóðböndum. Þú munt þarfnast annarra kvenna. Þannig er þetta bara.“            „Þetta er skrýtið ráð,“ hugsaði unga konan. „Ég er nýgift, nýkomin inn í hjónaheiminn. Nú er ég gift kona, svo sannarlega fullorðin manneskja. Maðurinn minn og fjölskyldan sem við vonumst til að eignast verða allt sem skiptir máli í lífi mínu.“Þótt unga konan væri ekki ginnkeypt fyrir ráðum móður sinnar í þetta sinn fór þó svo að hún tók mark á henni. Hún ræktaði sambandið við systur sínar og eignaðist fjölda vinkvenna. Þegar tímar liðu varð henni ljóst að mamma hennar hafði rétt fyrir sér. Tíminn og framvinda lífsins marka spor á konur en systur eru óumbreytanlegar. Sannleikurinn kristallast í eftirfarandi: Tíminn líður hjá, lífið á sér stað, fjarlægðir skilja menn að, börn vaxa úr grasi, atvinnutækifæri koma og fara, ástin getur orðið að vana, menn gera einfaldlega ekki það sem vænst er af þeim, hjörtu bresta, foreldrar deyja, samstarfmenn gleyma greiðunum sem þeim eru gerðir og framabrautin tekur enda EN Systur eru enn til staðar óháð tíma og fjarlæg. Góð vinkona er aldrei í meiri fjarlægð en svo að það megi nálgast hana á einhvern hátt.  Þegar erfiðleika  ber að höndum og þú ert ein þíns liðs þá bíður ævinlega einhvers staðar systir með útrétta arma þér til hjálpar. Stundum eru þær jafnvel reiðubúnar að ganga með þér spölkorn eða líta við og rjúfa þar með  einmanaleikann..            Vinkonur, dætur, ömmustelpur, tengdadætur, systur, mágkonur mæður, ömmur, föðursystur, móðursystur, systradætur, bróðurdætur og frænkur af ýmsu tagi í stórfjölskyldunni eru okkur öllum til blessunar. Veröldin væri önnur án kvenna. Þegar við lögðum af stað í það ævintýri sem fylgir því að vera kona þá höfðum við litla hugmynd um þá gleði og sorg sem fram undan væri. Við gerðum okkur heldur ekki grein fyrir hversu mjög við kynnum að þarfnast hver annarrar. Þannig verður það áfram.

Malbikið og óþekka konan í Klettahlíðinni

fékk þessa mynd lánaða af síðu bæjarstjórans af malbikuðu götunni "minni" en það vekur jafnframt undrun mína á að lesa færsluna við þessa mynd, að hún ætlar sér að nýta malbikunarvélarnar sem staddar eru í bænum og láta malbika heimkeyrsluna hjá sér (ég er ekki að segja að hún fái það frítt þ.e.a.s. malbikið) þar tel ég að sé verið að mismuna bæjarbúum !!!!

Veit að þegar einn botnlanginn í Borgarhrauni var malbikaður, nú fyrir stuttu, fengu íbúar bréf þar sem þeim var boðið upp á að láta malbika heimkeyrslurnar fyrir X upphæð!!!!!!!!!!!

Engin hér í Klettahlíðinni hefur fengið tilboð um slíkt !!!!!!!!!!!!!!! Þó svo einhverjir hefðu viljað nýta sér það á meðan vélarnar voru í götunni.

Það er kannski hægt eftir á, veit ekki til þess að verið sé að malbika Heiðmörkina !!!!!!!!!!!!



Hér má sjá malbikaða Klettahlíðina


Vikan sem leið

hef ekki haft tíma til að setjast niður og blogga, á mér víst líf! Því hefur verið fleygt að bloggara eigi sér ekkert líf en ég er ekki sammála, því allir bloggarar sem ég les eiga sér alveg bráðskemmtilegt hversdagslegt líf sem þeir eru ófeimnir að deila öðrum Smile

En byrjum á gleðifréttum, meðgöngu Klettahlíðar er lokið W00t í gær var loks lokið við að malbika götuna Smile við erum alsæl yfir að þessu sé nú loks lokið (ætlaði að setja inn myndir en finn snúruna hvergi, álfarnir hafa fengið hana lánaða og skila henni örugglega von bráðar).

En hvítsunnuhelginni eyddum við norður á Akureyri Wink kærkomið frí eftir erilsaman vetur, reyndar var vetrarfærð á norðurleiðinni á föstudag en strax um hádeigi á laugardag var veðrið orðið betra. Mér finnst alltaf vera svolítill Færeyskur blær á öllu á Akureyri, meira að segja löng götunöfn eins og Helgamagrastræti, Gránufélagsgata og Munkaþverárstræti hljóma hálf Færeyesk svo ég tali nú ekki um Fjallið, Gilið, Eyrina, Pollinn og Þorpið. Og ekki var verrra að vera í góðum félagsskap  hitta óvænt hina Fáskrúðu Álný og fjölskyldu Heart og þiggja kaffi hjá Bóbó bróðir og fjölskyldu á Blöndósi Heart takk fyrir það þið eruð ÆÐI

Veðrið hefur verið frábært alla vikuna og því fylgir stríð við gulldrenginn Frown hann er í prófum en mjög erfitt hefur verið að fá inn og lesa, skiljanlega, honum finnst hann eigi bara að fá að vera úti þegar veðrið er svona gott GetLost hann er löngu byrjaður að telja skóladagana sem eftir eru Tounge

 

 


Ein spurning

að því ég veit að hér inni á blogginu eru einhverjir kennarar.

Þannig er að ég var í prófi í síðustu viku, ekki því skemmtilegasta, þegar ég er byrjuð á prófinu þá tek ég eftir að tvær spurningar eru endurteknar........ og ég læt því vita af því, tók eftir að fleiri sem voru að taka sama próf og létu einnig vita af því. Svo líður prófið og þegar svona tuttugu mínútur eru liðnar gengur kennarinn á röðina strokar yfir endurteknu spurningarnar hjá hverjum og einum segir þetta mistök í prentun og bætir tveim spurningum við í stað þeirra sem endurteknar voru W00t

MÁ ÞETTA Í MIÐJU PRÓFI ?????????????????????


Þarft þú andlitslyftingu?

Smile   BROSTU

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband